Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 21
Sigríður og Sveinn í Bræðratungu frh.... Litli - Bergþór 21 Brynjar, Hákon Sveinn (stendur), Gretar ogfleiri synja í Björn í Úthlíð og Sveinn í Brœðratungu mœttir til leiks og rifja upp fyrri fjallferðir. Sveinn heldur uppá það að 60 ár eru liðin frá fyrstu fjallferð hans. síðan formaður frá 1980. Þar hef ég unnið með ágætum mönnum og á ég góðar minningar úr þessu starfi. Nú eru með mér í nefndinni Bjarki Reynisson í Mjósyndi, í Villingaholtshreppi og Guðmundur Stefánsson í Hraungerði. Báðir ágætir menn. Það má segja að ég hafi verið heppinn að fá yfirleitt að vinna með góðu og félagsmálasinnuðu fóki, en ég held að best sé að vera ekki að telja það neitt upp, því ég gleymi örugglega einhverjum!. L-B: Svo voruð þið bœði í Skálholtskórnum varþað ekki? Sigríður: Jú, jú. Eg var viðloðandi Skálholtskórinn í 25 ár, frá 1963 - 1988. Það var auðvitað dr. Róbert A. Ottósson, sem var fyrsti stjórnandi og stofnandi Skálholtskórsins og það var einstakt að verða þess aðnjótandi að vinna með þeim manni. Annars byrjaði ég að syngja hjá Kjartani Brœðratungukirkja. Jóhannessyni organista í Stóra Núpskirkju. Svo var ég um tíma „leiguþý“ í Torfastaðakómum undir stjórn Þorsteins á Vatnsleysu. Sungum við meðal annars við vígslu Aratungu árið 1961. Sveinn: Eg byrjaði heldur seinna en Sigga í Skálholtskómum. Eg hef sungið undir stjórn margra góðra manna: undir stjórn Stefáns Sigurðssonar og hjá Þórði Kristleifssyni, í 2 vikur hjá Sigurði Birkis, sem var fyrsti sögngmálastjóri þjóðkirkjunnar og stofnaði kirkjukór á Hvanneyri meðan ég var þar og svo hjá Dr Róbert. En samt hef ég aldrei orðið góður söngmaður! L-B: Nú stendur Bræðratungukirkja hér í hlaðinu hjá ykkur. Getur þú sagt mér eitthvað um hana Sveinn. Sveinn. Bræðratunga er gamall kirkjustaður og er fyrst getið í heimildum um 1200. Þá var hún bænda- kirkja og var það til 1899 að hún varð safnaðarkirkja. Þessi kirkja sem nú stendur var byggð 1911 og er prýdd ýmsum góðum gripum. Annars var lítið um listaverk í kirkjum. Það var Rögnvaldur Olafsson listamaður mikill, sem teiknaði hana og hún var smíðuð af Ólafi Jónssyni, ættuðum úr Landeyjunum. Hann var mágur Sigurðar ísleifssonar, bónda á Bergsstöðum, sem var formaður sóknarnefndar á þeim tíma. Jón Vigfússon var ungur maður að læra smíði hjá Ólafi og var predikunarstóllinn sveinsstykkið hans. Fyrsti meðhjálpari hér í kirkjunni var Bjarni Gíslason í Lambhúskoti, til 1945. Þátók við Skúli Gunnlaugsson, faðir minn, til 1966, og síðan hef ég verið hér meðhjálpari. Það má heita einstakt, að í rúma öld, 1885 - 1988, voru einungis 3 prestar hér í Tungunum. Magnús Helgason var prestur í 16 ár, Eiríkur Þ. Stefánsson í tæp 49 og sr. Guðmundur Óli Ólafsson í rúm 42 ár. Organistar, sem ég man eftir eru Þorsteinn, Erlendur og Sigurður Erlendsson á Vatnsleysu, og svo Hilmar Örn nú síðustu árin. Það er verið að vinna að endurbótum á kirkjunni núna og verður hún vonandi í góðu nothæfu standi þegar jólamessan fer fram. Það er vel við hœfi að Ijúka viðtalinu á kirkjulegum nótum svona réttfyrir jólin. Blaðamaður kveður heiðurshjónin Svein og Sigríði og litlu Sigríði Magneu, sem oft er ípössun hjá afa og ömmu þegar blaðamann ber að garði og þakkar fyrir hlýjar móttökur og góðan viðurgjörning. GS

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.