Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 26
KORSTARF I BISKUPSTUNGUM Mig langar að segja örlítið frá sönglífi okkar Tungnamanna og annarra uppsveitamanna á þessu ári sem nú er að líða og því mikla og góða starfi, sem Hilmar Örn Agnarsson, kórstjóri okkar og organisti í Skálholti, hefur verið og er að vinna í tónlistarmálum okkar. En það vill oft gleymast að geta þess, sem vel er unnið og þakka það. GLORI VIVALDI í byrjun árs æfði Skálholtskórinn kórverkið GLORIA eftir Vivaldi og flutti það ásamt einsöngvurunum Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, (Diddú), og Önnu Sigríði Helgadóttur við góðar undirtektir, fyrst í Skálholtskirkju á skírdag og síðan endurtekið í Fossvogskirkju nokkrum dögum síðar. Er í raun undravert hvað Hilmari tekst að fá útúr okkur venjulegum „amatörum", eins og við erum nú flest í Skálholtskórnum. Tókst flutningurinn með ágætum að mati sérfróðra manna. Eftir venjulegan kórsöng í páska og fermingarmessum héldum við síðan árlegan „síðasta vetrardags-fagnað" kórsins ásamt kórum Miðdalssóknar í Laugardal og Hveragerðis. Frumfluttum við þar meðal annars lag eftir Bjarna Sigurðsson frá Geysi, en á áætlun kórsins er að flytja meira af lögum hans á næstunni. NORSK KIRKJUKANTATA Eftir stutt hlé í júní, hófust æfingar fyrir Skálholtshátíð og að vanda var safnað saman söngfólki víða að héðan úr uppsveitunum og kallaður Skálholtshátíðarkór. í þetta sinn komu auk þess til liðs við okkur söngfólk úr Þorlákshöfn og Hveragerði, vegna þess að til flutnings var valin kirkjukantatan „Víst mun vorið koma“ eftir norsku tónskáldin Sigvald Tveit og Eyvind Skei. Það var sr. Tómas Guðmundsson, fyrrverandi prófastur í Hveragerði, sem kom með verkið A œfingu í Skálholti. IÐU • BISKUPSTUNCUM SlMI 486-8840 • FAX 486 8778 KT. 490179-0549 Viðgerðir á búvélum og öðrum tækjum í landbúnaði. Bifvélaviðgerðir. Smurþjónusta. Olíusíur ( bíla og dráttarvélar. til landsins fyrir um 10-12 árum síðan. Fékk hann sr. Árelíus Níelsson, þá prest í Langholtskirkju, til að þýða textann og kynnti það síðan fyrir Hilmari Emi. En hann var þá kórstjóri og organisti í Þorlákshöfn. Síðan gengu þeir með drauminn, um að flytja verkið, í maganum þar til í sumar, að kom að því. Verkið er töluvert öðmvísi tónlist en Skálholts-kórinn er vanur að flytja og eitthvað allt annað en Gloria Vivaldis. Sögðu sumir að þetta væri norskt þjóðlagapopp með alþjóðlegu ívafi, en þarna gætir m.a. grískra og suður amerískra áhrifa. Einsönvarar með ( kórnum voru Páll Rósinkrans og Maríanna Másdóttir og hljómsveit undir stjórn Carls Möller, lék undir. Á milli kafla var lesið úr opinberunarbók Jóhannesar, en verkið er um sýnir Jóhannesar. Tókst flutningurinn á Skálhlotshátíð mjög vel, svo vel að það var ákveðið að endurtaka tónleikana. Var það gert nú í byjun nóvember eftir nokkrar æfingar í haust, því töluvert af nýju fólki bættist í hópinn. Voru tónleikar í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn föstudaginn 9. nóvember og í Langholtskirku laugardaginn 10. nóv., auk opinnar loka-æfingar í Skálholtskirkju í vikunni á undan. Allt gekk þetta ágætlega undir styrkri stjón Hilmars og voru tónleikarnir í Langholtskirkju teknir upp og verða gefnir út á geisladisk nú fyrir jólin. (Tilvalin jólagjöf!!! - fæst hjá kórfélögum.) Rétt er að geta þess að kór Menntaskólans að Laugarvatni kom til liðs við okkur við endurflutninginn og er öllum þeim sem lögðu okkur lið við þetta skemmtilega verkefni þakkað fyrir frábæra hjálp og samveru. Framundan er aðventan og jólin með öllum sínum fallega söng og til mikils að hlakka fyrir söngfólki og söngunnendur í Biskupstungum. Geirþrúður á Miðhúsum. Hilmar Órn, kórstjóri og Páll Rósinkrans. Litli - Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.