Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 23
Þetta eru þau greni sem menn hafa oftast legið við í gegnum árin. Svo eru mörg geni sem fundist hafa á síðustu áratugum, sum niður í sveit bæja á milli. Nú er svo komið að allt bendir til þess að hætt verði að fara í grenjaleitir eins og tíðkast hefur í gegnum tíðina. Það vill enginn bera kostnað af því og í sumum sveitum er hætt að fara í grenjaleitir. Sauðfé fer alltaf fækkandi og þar sem heilar sveitir verða fjárlausar þarf ekki að kosta upp á refavinnslu. En einn og einn maður leggur það á sig að kom sér upp skotbyrgi, safna þar saman kjötúrgangi og einhverju sem rebbi finnur góða lykt af. Þeir sem hafa biðlund við þetta starf, oft í vetrarkuldum, hafa sumir veitt býsna vel. Því hefur af sumum verið haldið fram að refurinn geri ekki eins mikinn skaða og væri verið að blása út. Það er nokkuð rétt að síðustu áratugi hefur ekki verið verulegt tjón af völdum tófunnar, en hvað gerist ef henni fjölgar eins og nú er útlit fyrir bæði í byggð og óbyggð og alltaf fer minnkandi framlag og áhugi til að halda refastofninum niðri? Hvað tekur við ef íslenski refurinn verður alfriðaður? Hann verður fyrst og fremst minknum til hjálpar við að útrýma flestum fuglategundum og líkur eru á að með mikilli fjölgun refa eigi eftir að koma upp skaðlegir bitvargar eins og gamlir menn muna hvað var mikil plága hjá þeim sem stunduðu sauðfjárbúskap, sérstaklega á fjallajörðum á árunum 1930-'50. Það er mér, sem er að rifja þetta upp, all minnisstætt. Eg fór á unglingsárum að fylgjast með hvað gekk á í grenjaleitum á vorin. Heyrði talað um að menn hefðu legið við nafngreind greni eins og til dæmis Kvernhálsgren í Uthlíðarhrauni og Vallagren. Fljótt vissi maður hvar þessi greni voru í hrauninu. Eg hef víst haft nokkum áhuga fyrir því að kynnast þessu starfi nánar og þá ekki síður að fá tækifæri til að komast upp í hálendið og sjá hvað væri hinu megin við fjallið. Lengi vel var borið út eitur fyrir refi ef hræ af kindum fundust út um haga sem talið var að tófa hefði drepið. Þótti upplagt að strá í það eitri í eftirleitum. Og í göngum yfirleitt þótti nauðsynlegt að hafa eitur meðferðis. Eg held að þetta hafi haldið refastofninum mikið niðri, en það þurfti að meðhöndla þetta með mikilli aðgát svo ekki hlytist slys af. Margur hundurinn fórst af því í fjallferðum að naga gamalt eiturbein. Það er gott til þess að vita að þessi aðferð er fyrir löngu bönnuð með lögum. Var hún ómannúðleg og ekki hættulaus fyrir menn og dýr. En um leið og hætt var að eitra fór tófunni fjölgandi á vissum svæðum. Vorið 1933, þegar ég var á sautjánda ári, réðistég sem hjálparmaður í grenjaleit í Biskupstungum. Kunni ég þar ekkert til verka, en var með reyndum manni. Það var Kristján Guðnason á Gýgjarhóli. Hann var búinn að vera mörg ár í grenjaleitum í sveitinni, var því enginn viðvaningur og vissi hvað til þurfti við starfið. Smíðaði hann sér sjálfur boga til að ná yrðlingum í grenjum. Honum var margt til lista lagt í sambandi við járnsmíði, var fljótur að kveikja upp í smiðjunni sinni þegar sveitungar komu og vantaði skeifur undir hest, ekki síst þegar leið að fjallferð og öðrum ferðalögum á hestum. Fyrsta starf mitt í grenjaleit var að leita að nýju greni á svæðinu frá Gullfossi og norður að Sandá, þ.e. Tunguheiði. Þar voru daglega að hverfa nýlega fædd lömb sem ekkert sást eftir af og var tófunni kennt um og reyndist það vera rétt tilgáta. Við fundum nýtt greni í Þjófanesi og þar var mikið af lambahræjum. Ekkert til sparað hjá lágfótu að draga að í fjölskylduna. Þegar við vorum stutt komnir í leit að þessu fyrsta greni sem ég hefi minnst á, fórum við fljótt að sjá för og ýmiskonar merki þess að tófa hefði verið á ferð. Allt í einu komum við að fullorðinni kind sem lá og hreyfði sig ekki fyrr en við komum við hana. Þetta var nýborin ær og lá í blóði sínu. Lambið horfið. Tófan búin að fletta undan henni júgrinu og tæta af henni allt hold frá nefi og upp að augum. Þó var lífsmark með kindinni, sem við bundum fljótt enda á. Þetta var sjón sem ég gleymi aldrei. Hverfum aftur að greninu sem búið var að finna. Kristján á Gýgjarhóli, sem var grenjaskyttan, var með byssu með sér og tókst að komast í færi við tófu og skjóta hana rétt áður en við fundum grenið. Það reyndist vera refur frá þessu greni. Næsta sporið var að búa sig undir að liggja við grenið og kom það í hlut okkar Kristjáns og þar hófst nokkur lærdómur hjá mér. Við vorum með lítinn útbúnað, aðeins matarbita til dagsins. Ég var fljótlega sendur á bæi til að ná í matvæli og einhvem viðleguútbúnað. Við vorum ekki með tjald, en lágum undir berum himni. Ekki höfðum við prímus, en vorum með ketil og hituðum okkur kaffi í hlóðum. Eldiviður var kalstönglar sem maður tíndi saman meðfram moldarbökkum, trjárætur og fleira. Við vorum heppnir með veður meðan við vorum við grenið. Yrðlingunum náðum við úr greninu, þeir voru fjórir að mig minnir. Við grenið vorum við í þrjá eða fjóra sólarhringa í góðu veðri, tókum þá viðleguútbúnaðinn á bakið og gengum niður að Gýgjarhóli. Það næsta í þessu grenjastarfi okkar Kristjáns var að leita í öllum grenjum sem vitað var um neðan úr byggð og norður í Kjalhraun. Byrjað var á að fara um Uthlíðarhraun og til þess að viðhalda fyrri venjum þá fórum við fyrst að Uthlíð og fengum Gísla bónda með okkur. Hann var allra manna kunnugastur um hraunið, vissi nánast um allar hraunsprungur sem tófa hafði gengið um. Hann fór með okkur norður í Rjúpnafell án þess að við yrðum varir við neina tófu. Þar skildi leiðir. Gísli fór heim til sín en við Kristján héldum leitinni áfram austur á Bjarnarfellsvelli þar sem var haglendi fyrir hestana að stansa um stund og vatn til að hita sér kaffi. Ketill var með í ferðinni og við bjuggum til hlóðir með því að reisa upp tvo steina. Enn má sjá merki þess ef að er gáð. Við lögðum okkur þarna til svefns undir berum himni. Verður var þurrt og gott og sváfum við einhverja stund. Litli - Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.