Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 14
Sigríður og Sveinn í Bræðratungu frh.... L-B: Aður en ég sný mér að því að spyrja Svein útúr, hver eru börn ykkar? Sigríður: Guðrún er elst, fædd 1956, gift Þorsteini Þórarinssyni frá Fellskoti og búa þau hér í Reykholti. Hún er Verslunarskólagengin og vinnur á hreppsskrifstofunni í Aratungu. Þau eiga 2 syni, þá Valgeir og Smára. Svo er Skúli, húsamíðameistari, fæddur 1958. Hans kona er Þórdís Sigfúsdóttir og þau búa í Reykjavík. Þau eiga lrka 2 stráka saman, þá Svein Halldór og Þórarinn Hrafn, en fyrir átti Þórdís 2 börn, Þórhildi og Oskar. Kjartan er fæddur 1962, stúdent frá Laugarvatni og nam síðan 3 vetur við Háskólann, fyrst viðskiptafræði og síðan íslensku. Hann býr nú hér í Bræðratungu og er sambýliskona hans Guðrún Magnúsdóttir frá Kjóastöðum. Þau eiga eina dóttur, Sigríði Magneu. Fjórði í röðinni er Stefán, fæddur 1965. Hann fór í Bændaskólann á Hvanneyri og í framhaldi af því í vélsmíði í Tækniskólanum og býr nú í Mosfellsbæ. Hans kona er Sigrún Þórarinsdóttir og þau eiga tvíburastrákana Þorstein og Bergsvein, en fyrir átti Stefán dótturina Gunnhildi Erlu með Særúnu Harðardóttur, héðan frá Hvítárbakka. Yngstur okkar barna var Halldór, fæddur 1971, en hann dó á 3. ári, í nóvember 1973, af slysförum. En það getur oft verið fjörugt hér þegar barnabörnin eru í heimsókn, sérstaklega eru þeir miklir atorkumenn tvíburarnir hans Stefáns og duglegir að hreyfa sig! Þegar hér er komið sögu er Sveinn laus úr símanum og sestur hjá okkur Siggu. Sveinn: Ég veit ekki hvort það þýðir nokkuð að fá eitthvað upp úr mér, frekar en upp úr honum pabba þegar Guðmundur Daníelsson kom og ætlaði að taka viðtal við hann. Það fór svo að Guðmundur skrifaði aldrei neitt á blað, því pabbi dró fram koníaksflösku og svo var spjallað um alla heima og geima fram á kvöld. En blaðamaður Litla-Bergþórs vill ekki láta deigan síga og mundar pennann um leið og hann spyr Svein um œttir hans og uppruna. Sveinn: Já, ég er fæddur hér í Tungu 6. júlí 1927. Þá var verið að reka á fjall og því fáir heima til að sækja lækni. Enga ljósmóður var að hafa, því María á Bóli var upptekin við að taka á móti honum Bubba heitnum á Reykjavöllum. Það var því Agústa í Lambhúskoti, sem tók á móti mér, því læknirinn var ekki kominn. Það má segja að ég sé allra sveita kvikindi, því ættir mína liggja vítt og breitt um landið. Foreldrar mínir voru reyndar báðir komnir út af dætrum sr. Björns Jónssonar í Bólstaðahlíð, en sr. Björn átti 8 dætur, sem allar giftust prestum. Og frá honum er komin Bólstaðahlíðarætt, sem er mjög fjölmenn. Foreldrar mínir voru Valgerður Pálsdóttir f. 1899 frá Tungu í Fáskrúðsfirði og Skúli Gunnlaugsson f. 1888 frá Kiðjabergi í Grímsnesi. Litli - Bergþór 14 -------------------------- Svo ég reki það aðeins nánar, þá voru móðurforeldrar mínir Páll Þorsteinsson, fæddur 1863, bóndi og hreppstjóri í Tungu í Fáskrúðsfirði og Elínborg Stefánsdóttir fædd, 1867, frá Þóreyjarnúpi og var móðir mín 9. í hópi 14 systkina. Tólf þeirra lifðu til fullorðinsára. Páll, afi minn, var fæddur í Víðivallagerði í Fljótsdal, ættaður af Héraði og frá Vopnafirði. Hann bjó áður á Víðilæk og í Þingmúla í Skriðdal áður en hann fluttist að Tungu. Elínborg, amma mín, var ættuð úr Húnavatnssýslu í báðar ættir, en amma hennar í föðurætt var Elísabet Björnsdóttir, prests í Bólstaðarhlíð. Föðurforeldrar mínir voru Gunnlaugur Jón Halldór Þorsteinsson, fæddur 1851 á Ketilsstöðum á Völlum í Fljótsdal, síðar bóndi á Kiðjabergi í Grímsnesi frá 1886 og lengi hreppstjóri og sýslunefndarmaður þar, og Soffía Skúladóttir, dóttir Skúla Gíslasonar, prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Hún var fædd 1865. Þau eignuðust 6 börn og var faðir minn næst elstur, næstur á eftir Guðrúnu, einu systurinni í hópnum. Hin voru Steindór, lögfræðingur í Reykjavík, Jón, stjórnarráðsfulltrúi í Reykjavík, Halldór, cand. theol., bóndi á Kiðjabergi og Ingi, bóndi í Vaðnesi. Þú getur lesið um ættir foreldra minna í þessum bókum - segir Sveinn og réttir blaðamanni 2 bækur, önnur er um framætt Skúla Gunnlaugssonar í Bræðratungu (útg. 1994) og hin um Tunguætt (útg. 2000), báðar teknar saman af Páli Flygenring, en þeir Páll og Sveinn eru systrasynir. Þar sér blaðamaður að þau Gunnlaugur og Soffía á Kiðjabergi voru bæði komin af prestum og sýslumönnum í marga ættliði. Gunnlaugur var sonur Þorsteins Jónssonar, sýslumanns á Kiðjabergi, sem fæddur var í Skálholti 1814, kominn af Jóni Jónssyni sýslumanni á Móeiðarhvoli. Móðir Gunnlaugs, Ingibjörg Elísabet Gunnlaugsdóttir, var fædd 1830. Hún var dóttir Gunnlaugs Oddssonar dómkirkuprests og ættuð úr Skagafirði og Húnavatnssýslum. Móðir hennar, Þórunn, var dóttir Björns Jónssonar í Bólstaðarhlíð. Fjölskyldan á Kiðabergi: Skúli, Sojfia, Gunnlaugur, og Hlldór ásamt Sven Poulsen en hann er 2. frá hægri. Valgerður og Skúli, búðkaupsmynd.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.