Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 12
Sigríður og Sveinn 1 Bræðratungu Það er hálf hráslagalegt veðrið og fyrsta haglél liaustins hefur sópast í smáskafl við bœjardyrnar í Brœðratungu, þegar blaðamann Litla-Bergþórs ber að garði í byrjun október, íþeim erindagjörðum að taka tali þau hjónin, Sigríði Stefánsdóttur og Svein Skúlason. En inni er hlýtt og vel tekið á móti gestinum. Að vísu er nóg að gera hjá Sveini, því annar gestur bíður og síminn þagnar ekki. En Sigríður býður til stofu og tekurþví góðfúslega að blaðamaður byrjar að spyrja hana útúr um œtt og uppruna. Sigríður: Já, ég er fædd í Skipholti í Hrunamannahreppi 20. apríl 1927 og foreldrar mínir voru Guðrún Kjartansdóttir frá Hrunafædd í Hvammi í Dölum _ 1902 og Stefán Guðmundsson frá Skipholti, en hann var fæddur í Skálholti 1897. Sigríður myndirnar teknar sumarið 1976 Sveinn Svo ég byrji á móðurforeldrum mínum, þá hét amma mín í móðurætt Sigríður Jóhannesdóttir. Faðir hennar, Jóhannes, var sýslumaður í Mýrasýslu, ættaður frá Enni á Höfðaströnd. Hann varð úti í embættisferð rétt við túngarðinn heima hjá sér í Hjarðarholti. Ekkjan flutti til Reykjavíkur, svo að Sigríður var alin upp í Reykjavík. Afi minn hét Kjartan Helgason og var prestur í Hruna 1905-1930, en áður hafði hann verið prestur í Hvammi í Dölum. Hann var fæddur í Birtingaholti í Hrunamannahrepp, einn fjölmargra systkina, en þrír bræðranna urðu prestar. Þeir voru auk hans: Guðmundur Helgason, prestur í Reykholti í Borgarfirði, faðir Asmundar Guðmundssonar, sem var biskup á undan Sigurbirni Einarssyni og Magnús Helgason. Magnús var fyrst prestur í eitt ár á Breiðabólstað á Skógarströnd, áður en hann gerðist prestur hér á Torfastöðum í ein 16 ár. Síðar varð hann skólastjóri Kennaraskólans. Fjórði bróðirinn, Ágúst Helgason, var bóndi í Birtingaholti, en margir „ » , „. ,, . „ , uuðrun Kiartansdottir t.v. asamt Tungnamenn kannast við . . _ , ... systur smm Ragnheiði. Sigurð Ágústsson, son hans, bónda og tónskáld, sem síðar kenndi í nokkur ár við barnaskólann hér í Reykholti. Föðurforeldrar mínir voru Guðmundur Erlendsson, ættaður frá Brjánsstöðum í Grímsnesi og Þórunn Stefánsdóttir, dóttir Sr. Stefáns Stephensen, prests á Mosfelli. Það eru til margar sögur af Stefáni langafa mínum, en hann var stór og sver og kallaður af skólabræðrum sínum „Stefán sterki". Kona hans, Sigríður Gísladóttir, var hinsvegar pínulítil, en það var þó til þess tekið, hvað hann virti hana mikið. Réði hún því sem hún vildi í þeirra sambúð. Þegar henni þótti t.d. tími til kominn að halda heim úr veislum var hún vön að bregða sér frá, kom svo ferðbúin í dyrnar og sagði: Stefán, ég er tilbúin. Var þá sem við mannin mælt, Stefán stóð upp, ljúfur sem lamb, og fór þegar í stað með konu sinni. Hann lét af prestsembætti á Mosfelli um aldamótin 1900 og flutti þá að Laugardalshólum til dóttur sinnar. Hann hafði verið oddviti Grímsnesinga og kunni því illa að vera valdalaus. Vildi hann skipta Grímsneshreppi og fékk því framgengt að Laugardalshreppur var stofnaður árið 1906, og varð hann fyrsti oddviti þeirra. Að vísu fékk hann bara Miðdalssókn, því Gunnlaugur á Kiðjabergi reis gegn því að hann fengi Mosfellssókn líka. Sveinn kemur í gættina og bætir við: Já, þeir voru um margt á öndverðum meiði, þeir Gunnlaugur á Kiðjabergi, afi minn og Stefán á Mosfelli. Stefán var mjög íhaldssamur, var t.d. alfarið á móti símanum og tók þátt í mótmælum gegn honum í Reykjavík. Birtist skopteikning af honum í blaði, þar sem sagði, að Stefán hefði mætt með sínu liði úr Laugardal, vopnaður birkilurkum og verið svo æstur, að það hefðu runnið af honum 16 pottar af lýsi! Stefán Guðmundsson. Litli - Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.