Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 5
Hvað segirðu til? Að þessu sinni verður greint frá því sem helst er fréttnæmt hér í sveit í september, október og fram í byrjun desember. Tíðarfar hefur verið gott í haust, frost var tæplega merkjanlegt fyrr en í nóvember en um miðjan þann mánuð fór það í bili eitthvað niður fyrir 10° og jörð varð ekki alhvít af snjó fyrr en í þeim mánuði, en aðeins snjóföl stöku sinnum. Öðru hvoru hefur rignt nokkuð hressilega og bætti það lága vatnsstöðu í jörð. Síðast í nóvember snjóaði í éljum og hélst það fram í desember. Snjór sá olli hálku á vegum en ekki verulegri ófærð enda var vindur hægur og dró lítið í skafla. Einn fyrsta daginn í dsember var greint frá því í veðurfréttum að mælst hefði 52 cm djúpur snjór í Hjarðarlandi. Ekki hefur verið mikið um áberandi menningarviðburði hér í sveit í haust. I Skálholtsskóla eru fundir, námskeið og fleira fyrir afmarkaða hópa. Kristnihald hefur verið messur í Skálholtskirkju á sunnudagsmorgnum og einnig kvöldsamkomur, barnaguðsþjónustur, sem eru raunar öllum opnar, í Torfastaðkirkju annan hvern sunnudag og sunnudagsmessur öðru hvoru á hinum kirkjunum. Síðla í nóvember hélt Karlakór Hreppamanna, sem í eru raunar söngmenn úr flestum uppsveitum Arnessýslu, ásamt Lögreglukór Reykjavíkur söngskemmtun í Aratungu. Þar þöndu samtals um 60 karlar raddböndin og dönsuðu ásamt gestum sínum að því loknu. Að kvöldi fullveldisdags, 1. desember, var haldin hátíð í Aratungu í tilefni af því að 9. júli sl. voru liðin 40 ár frá því hús það var tekið í notkun. Þar flutti Garðar Hannesson, fyrsti húsvörður í Aratungu, erindi um byggingu Aratungu og starfið þar fyrstu árin, tylft karla, sem allir eru afkomendur Sigurðar Erlendssonar og Sirgíðar Þorsteinsdóttur er bjuggu á Vatnsleysu síðast á 19. öld og fram á þá 20, sungu nokkur lög við undirleik og undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, lesin voru atriði úr leikritinu Lénharður fógeti af fimm sem léku sömu hlutverk er það var sett á svið í Aratungu tæpu misseri eftir að húsið var tekið í notkun. Hvorttveggja var undir leikstjórn Eyvindar Erlendssonar frá Dalsmynni, sem las einnig ljóð, og Guðrún Ingimarsdóttir Einarssonar frá Kjarnholtum, óperusöngkona, söng einsöng við píanóundirleik. Einnig voru veitingar í hefðbundnum veislustíl og nokkrar ræður en að loknum lék Steini spil, sem löngum þandi harmónikku í Aratungu fyrr á árum, fyrir dansi nokkra stund. Tveim dögum áður var sérstök dagsskrá í tilefnfi afmælisins fyrir leikskóla-og grunnskólanemendur. A fullveldisdaginn opnaði Eyvindur Erlendsson sýningu á málverkum og tréskurði í Fjallasal og víðar á efri hæð Aratrungu. Þar má m. a. sjá andlit, fjöll og fleira, sem kemur öldruðum Tungnamönnum kunnuglega fyrir sjónir. í haust var byrjað að endurbæta Gullfossveg og annast Klæðning hf. það. Einnig hefur verið haldið áfram við að endurbæta Kjalveg og var nú tekinn fyrir kaflinn frá Pokakerlingu og inn að norðurkanti landgræðslu- girðingarinnar á Tunguheiði. Byggingaframkvæmdir hafa verið allmiklar, einkum íbúðarhús í Reykholti en einnig er verið að byggja íbúðarhús í Tröð í Laugarási. Hér og hvar eru byggð frístundahús. Vatnsveita hefur verið lögð að Efri-Reykjum úr lind vestarlega í Hrúthaga í landi Miðhúsa. Fjallmenn fóru í fyrstu leit þegar vika var liðin af september. Þeir fengu dágott veður flesta dagana en „háleitardaginn“, þ. e. þegar smalaður er norðurhluti Kjalhrauns, var rok, rigning og þoka. Einn fjallmaður handleggsbrotnaði, en að öðru leyti var ferðin án áfalla. Tunganréttardagur var 15. september. Veður var milt, þurrt og hlýtt þann dag og naut þess mikill fjöldi fólks, bæði heimamenn og gestir. Ekki liggja fyrir upplýsingar urn fjölda hvorki fjár né fólks, en áætla má að fullorðið fé hafi verið 15-16 hundruð og fólk ef til vill næstum eins margt, en líklega hafa lömbin verið heldur fleiri en hinir hóparnir hvor fyrir sig. I tveggja daga leit, eftirsafn, var farið um síðustu helgi í september, og tóku þátt í henni 15 manns, sem leituðu syðri hluta afréttarins allt innan úr Svartárbotnum. Veður var blítt þessa daga og komu þeir með 34 kindur og voru þrjár þeirra fyrir innan Hvítá en hinar flestar í Hólahögum. Atta voru í eftirleit frá 10.-16. október. Þau fengu fremur leiðinlegt veður tvo fyrstu leitardaganna, slyddu og bylfugt. Nokkur snjór var á innsta hluta afréttarins og færð vond bæði fyrir hesta og bíla. Hina dagana var milt veður og færð góð þar sem þá var leitað. Leitarmennirnir komu með sex kindur, og fundu þeir fjórar þeirra í Þjófadölum en tvær austan við Bláfell. Meðan þeir voru í leitinni komu rjúpnaskyttur með þrjár kindur á Hveravelli, sem þeir kváðust hafa fundið í Þjófadölum og rekið þær þaðan. Dregið hefur verið í efa að þær hafi verið svo vestarlega. Björgunarsveitarmenn voru fengnir til að sækja þær. Síðar voru sóttar þrjár kindur, sem voru í grennd við veginn í Kerlingarfjöll. Þær voru úr Hrunamannahreppi og var talið að þær væru nýlega komnar vestur yfir Jökulfall. Snemma í nóvember sáu rjúpnaskyttur tvö lömb í Oddnýjargili. Þeir létu Húnvetninga vita af þeim og þeir fluttu þau á Hveravelli. Lömbin reyndust vera úr Tungunum og voru því sótt. Smalað var við Hlíðar þegar vika lifði af september. Það gekk að vonum en nokkuð var verið að tína saman af fé á þessu svæði fram eftir nóvember. Víða hefur orðið vart við tófur bæði í afrétti og byggð í haust. A. m. k. tvær hafa fallið fyrir kúlum skotmanna í Austurhlíð. Við úthlutun úr Kristnihátíðarsjóði 2001 hlaut Gunnar Kristjánsson (Skálholtsstaður) kr. 4 milljónir til að rita sögu Skálholtsstaðar og Mjöll Snæsdóttir, Fornleifastofnun Islands og Þjóðminjasafn Islands kr. 9 milljónir til fornleifarrannsókna í Skálholti. Nokkuð hefur verið um slys hér í sveit í haust. Flest hafa þau verið minni háttar, en sex slösuðust í bifreiðaárekstri á brúnni á Laugá vestan við Geysi í byrjun nóvember. Af þeim voru þrír aldraðir Tungnamenn á leið til samkomu á vegum Félags eldri borgara í Brattholti. Það voru tveir karlar og ein kona og brotnuðu bein í þeim öllum en góðar líkur eru á að þau fái bót meina sinna. A. K. Litli - Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.