Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 13
Eins vildi hann alls ekki leggja þjóðveginn upp Grímsnes, heldur um Mosfellsheiði. Átti Grímsneshreppur að borga hluta brúarframkvæmdanna við Sog og fannst honum það ástæðulaust. Er til saga af því að hann harðneitaði að nota brúna yfir Sogið eftir að hún kom, heldur vildi láta ferja sig yfir ána eins og áður. Bóndi og ferjumaður á Alviðru var þá Árni Jónsson og játaði hann hvorki né neitaði að flytja Stefán yfir ána, en bauð honum í bæinn og veitti honum vel. Þegar karl var orðinn vel við skál, var komið myrkur og bauðst Árni þá til að fylgja honum niður að ferjunni. Þótti Stefáni að vísu leiðin nokkuð löng og hafði orð á því, en þá segir Árni: Jæja Stefán minn, þá erum við nú komnir yfir ána. Kvöddust þeir þar og var ekki minnst á ferjuna frekar. Sigríður: Önnur saga af honum er frá því hann var prestur á Ólafsvöllum á Skeiðum, en þar var hann í 10 ár, áður en hann kom að Mosfelli. Átti hann í einhverjum útistöðum við sóknarböm sín. Einhverju sinni, þegar menn vissu að hann hafði riðið til brúðkaups austur í Rangárvallasýslu, fjölmenntu Skeiðamenn til kirkju, því gert var ráð fyrir að hann næði ekki í tæka tíð til baka til að messa og þá væri lag að kæra hann. En þessu reiknaði karl með og reið hvað af tók og náði til kirkju, rétt þegar allir vom komnir inn. Mætti hann einu sóknarbarni sínu í dyrunum með pottlokið í hendinni og spurði hvort hann fyndi engan krók til að hengja hatt sinn á. Og snaraði sér að svo mæltu fyrir altarið í reiðfötunum. L-B: Hvernig var þínum uppvexti í Skipholti háttað? Sigríður: Uppvaxtarárin í Skipholti eru kannski saga út af fyrir sig. Móðir mín dó 1931, þegar ég var fjögurra ára og tók þá Þórunn amma mín við og sá um bú og börn með syni sínum, meðan hún lifði. En hún dó 1941. Árið eftir að mamma dó, flutti föðursystir mín, Sigrún líka í Skipholt, svo þarna var tvíbýli. Hún og maður hennar, Jón Bjarnason frá Reykjadal í Hrunamannahrepp, höfðu þá áður búið í Núpstúni og í Gróf. (Eða Skollagróf, eins og það var síðar nefnt.) Þarna var því mikill krakkaskari á hlaðinu þegar ég var að alast upp, eða 8 í allt. Sigrún og Jón áttu 3 dætur á okkar aldri og einn son, sem reyndar var miklu yngri, fæddur 1940. Og við vomm 4 systkinin. Ég er elst, hin era Þómnn, fædd 1928,sem býr í Kópavogi. Hún á 3 dætur og var gift Haraldi Jenssyni, t a 4 m m. w.1 z. L Systkinin frá Skipholti: frá vinstri: Kjartan, Sigríður, Guðmundur, Þórunn. en hann dó 1981. Kjartan, fæddur 1929, sem býr í Svíþjóð, giftur sænskri konu, Thelmu og þau eiga dóttur og son og svo er Guðmundur, fæddur 1931, sem býr í Skipholti. Hans kona er Margrét Karlsdóttir og eiga þau 2 dætur og 2 syni. Guðmundur afi minn átti heimili hjá Sigrúnu dóttur sinni síðustu árin, en hann lifði til 1949. L-B: Hvernig búskapur var í Skipholti? Sigríður: Við vorum með kýr og kindur og nokkra hesta á báðum bæjum. Pabbi var alltaf með heldur fleiri kýr, ætli þær hafi ekki verið 10-11, sem var meira en gengur og gerðist í þá daga, meðan öll mjólk var unnin heima. Síðustu árin, eftir að mjólkursala hófst voru þær orðnar um 15 og auk þess var mikil ræktun og heysala. Kindurnar voru ekki margar, mig minnir að þær hafi verið 31 og þaraf bara ein hyrnd. Ég man að ég öfundaði alltaf heldur þau á hinum bænum, sem voru með fleiri kindur og færri kýr að mjólka. L-B: En skólagangan ? Sigríður: Já, við gengum auðvitað í Flúðaskóla sem böm. En það vildi svo til, að móðursystir mín, Unnur Kjartansdóttir, kom þá nýr kennari að Flúðum, þegar ég var að byrja í skóla 1937. Vildi sjálfsagt reyna að hjálpa til við að troða einhverju í okkur systurbörn sín! Ég var heima í Skipholti til 1952, en eftir að amma dó, sáum við systumar um heimilið. Skiptumst við þessvegna á að fara í skóla. Veturinn 1945-46 var ég í Héraðsskólanum á Laugarvatni, en var svo heima veturinn eftir, meðan Þórunn systir mín var í Héraðsskólanum. Síðan fór ég í húsmæðraskólann á Laugarvatni veturinn 1947-48 og systir mín veturinn eftir. Sumarið 1952 fór ég kaupakona í Hvítárholt, en húsráðendur þar voru þá Elín Kristjánsdóttir og Sigurður Sigurmundsson. Og um haustið fórum við báðar systur til Reykjavíkur og fórum að vinna á barnaheimilinu Laufásborg, sem var að taka til starfa. Það var reyndar ekki búið að opna þegar við komum til starfa og smiðir og múrarar enn að störfum. En það var mikið fjör og gaman að vera þar þennan vetur. Næsta sumar fór ég aftur í Hvítárholt og svo aftur suður að vinna á Laufásborg veturinn eftir. Ég hafði kynnst Sveini veturinn sem ég var í Héraðsskólanum og vorið 1954 flutti ég hingað í Bræðratungu. Við giftum okkur 17. júní það ár og það var Ásmundur Guðmundsson frændi minn, þá nýorðinn biskup, sem gifti okkur. Séð heim að Brœðratungu. Gamla íbúðarhúsið (byggt 26) og kirkjan. Litli - Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.