Litli Bergþór - 01.03.2005, Qupperneq 5

Litli Bergþór - 01.03.2005, Qupperneq 5
Hvað segirðu til? Hér verða tíunduð helstu tíðindi úr sveitinni frá nóvember til mars. Veðurfarið hefur verið með ýmsu móti. Eftir snjólaust haust og vetrarbyrjun snjóaði nokkuð í byrjun desember og varð ekki alauð jörð fyrr en í lok janúar. Oftast voru tíðir umhleypingar, sjaldan sama veður heilt dægur. Snjór varð þó aldrei mikill en frost fór stundum um og yfir 15°C, og er því dálítill klaki í jörð. Helstu vandkvæði, sem þessu veðurfari fylgdu, var hálka á vegum. Einkum gætti þess á útvegum og afleggjurum, sem voru lítið skafnir og ekki sandbomir. Varð stundum að hafa keðjur á skólabílum, og mjólkurbílar komust ekki allstaðar heim á bæi nema með slíkum búnaði. Víðast tók alveg fyrir haga hjá hrossum, en nóg er af heyjum til að sjá þeim fyrir næringu. Um tíma munu grasbændur hafa haft nokkrar áhyggjur kalhættu á túnum, þar sem nokkur ís var á þeim í byrjun þorra. En hann hvarf að mestu í janúarlok, en við hálendisbrúnina hélst hann þó á sumum túnum fram í mars. í byrjun febrúar gerði góða tíð, hiti oftast nærri frostmarki, vindur hægur og úrkoma ekki til baga. í byrjun góu var afar gott veður, og veit það ekki á gott samkvæmt þjóðtrúnni, því þar segir: „Grimmur skyldi góudagur hinn fyrsti, annar og hinn þriðji, þá mun góa góð verða“. Til er einnig vísa, sem spáir vorharðindum ef öll góan er góð: Ef hún góa öll er góð, að því gæti mengi, þá mun harpa hennar jóð, herða á mjóa strengi. Nokkura daga kuldakast gerði um miðjan mars með allmiklu frosti og norðanvindi, en lúýnaði brátt og góulokin voru góð. Oddur Bjami Bjamason á Brautarhóli var fermdur í Torfastaðakirkju á uppstigningadag, 20. maí 2004. Vegna mistaka fórst fyrir að greina frá því í fyrra. í byrjun desember héldu Karlakór Hreppamanna, Söngfélag og Lúðrasveit Þorlákshafnar tónleika í Aratungu. Stjómendur vom Edit Molnár og Robert Darling. Skálholtskórinn stóð fyrir aðventutónleikum í Skálholtkirkju á jólaföstu. Auk Skálholtskórsins, Bama- og Kammerkórs Biskupstungna sungu þar og léku á hljóðfæri nokkrir listamenn lengra að komnir. Þessi samkoma var tvisvar sama daginn og þurftu gestir að greiða kr. 2.000,- til að fá aðgang. Einnig var aðventustund í Haukadalskirkju, þar sem Bama- og Kammerkór Biskupstungna söng, leikið var á hljóðfæri, lesin ljóð og sögur og fleira. Jólamessur vom að venju í Skálhotskirkju á aðfanga- dagskvöld, jólanótt og jóladag, í Bræðratungu- og Haukadalskirkju á annan í jólum og á Torfastöðum á nýársdag. Vígslubiskup og sóknarprestur önnuðust þessar messur og predikuðu en Skálholtskórinn söng í Skálholti og félagar úr honum leiddu söng í hinum kirkjunum. Jólaball Kvenfélagsins var haldið í Aratungu, og voru þar jólasveinar, jólasöngur og veitingar. Á léttmenningarvöku á Klettinum í desember flutti Kristín Einarsdóttir, þjóðháttafræðingur, erindi um jólasiði og félagar í Leikdeild Ungmennafélags Biskupstungna iluttu jólaljóð og léku þjóðsagnaper- sónur, sem tengdar eru jólum, og Helga þórarins- dóttir, þjóðdansafræðingur, kenndi vikivakadans. Á febrúarvöku flutti Jón Olafsson, veitingamaður á Kaffi Langbrók í Fljótshlíð, ýmsar vísur og ljóð með tali og tónum, og Bjami Harðarson, ritstjóri á Selfossi, fékkst við það sem kallað var í kynningu: „Gunnar litli á Hlíðarenda og hyski hans.“ Upp úr miðjum mars var þar enn slík vaka, sem hafði yfirskriftina: „Svo endar hver sitt ævisvall Bell- mannskvöld á Klettinum“. Þar flutti Árni Bjömsson, þjóðháttafræðingur, erindi um Carl Michael Bell- mann og Gunnar Guttormsson, Karl Hallgrímsson, Sigrún Reynisdóttir, Steinunn Bjarnadóttir og Guð- mundur Pálsson fluttu ásamt Áma ljóð hans og lög. Eiríkur í Gýgjarhóskoti, formaður Búnaðarfélagsins, afhendir Gunnlaugi Afrekshornið. Þorrablót var í Aratungu á öðm kvöldi þorra í umsjá Haukdalsssóknar. Það var með hefðbundnu sniði; fólk tók með sér matinn að heiman, umsjónarfólk fór með frumsamda dagskrá, Bjarni Harðarson, rit- stjóri frá Lyngási greindi frá þáttum í mannlífi hér í sveit þegar hann var ungur og hljómsveitin Sixties lék fyrir dansi. Félag aldraðra stóð fyrir þorrasamkomu á sama stað sex dögum síðar. Matur var framreiddur af starfsliði hússins, fjórar Tungnakonur sungu gamlar söng- perlur með stuðningi tveggja hljóðfæraleikara, Jón Sigurbjörnsson á Helgastöðum las nokki'a valda Litli Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.