Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 19
um haustið hafi verið keyptur bíll af gerðinni Bens Unimog á 350 þúsund krónur. Óánægjuraddir heyrðust vegna þess að ekki hefði verið kallaður saman félagsfundur til að taka ákvörðun um bíl- kaupin. Ekki var þó bíllinn sá tilbúinn til björgunar- starfa, því fram kemur á aðlfundi um vorið að „nokkuð vantar á að hann sé kominn í gang“, eins og það er orðað. Hann komst brátt í gang og þjónaði sínu hlutverki í nokkur ár. Bíll þessi er til sýnis hér fyrir utan. Aðalfundur deildarinnar var haldinn í maí 1992, og þá er búið að kaupa í samstarfi við Biskupstungnahrepp burðarsperrur og klæðningu á um 480 fermetra hús. Samþykkt var að deildin eignist um 135 fermetra af þessu húsi, en gert verði ráð fyrir að unnt verði að stækka það um 50 % seinna. A þessum fundi var Svavar Sveinsson kosinn formaður og meðstjórnendur Ólafur Ásbjörnsson og Þórarinn Þorfinnnsson. Á aðalfundi Slysavarnasveitarinnar, sem haldinn var um leið, sagði formaður af sér og var Hjalti Ragnarsson í Ásakoti kosinn í hans stað. Enn er skipt um formann Slysavarnadeildarinnar á aðalfundi árið eftir (1993), og er Jakob Narfi Hjaltason í Laugagerði kosinn. Á aðalfundi 1994 er samþykkt lagabreyting í þá veru að stjórn skuli kosinn til tveggja ára á þann veg að formaður er kosinn annað árið en ritari og gjaldkeri hitt. Er sú skipan enn við líði. Um þessar mundir er dósasöfnunin svonefnda orðin besta fjáröflunarleiðin, og hefur bjór, vín og öldrykkja heimamanna og gesta hér í sveit veitt miklu fé til björgunarstarfins á liðnum áratug. Smíðaðir voru söfnunarkassar og þeim komið fyrir hér og hvar í sveitinni. Ekki hafa ekki verið eingöngu áldósir og flöskur í kössunum, stundum allkonar rusl og soip, og einu sinni var fullfrískur maður í einum kassanna. Hafði hann ætlað að hirða dósir en var svo óheppinn að söfnunarmenn bar þar að í sömu mund. Þegar hér er komið sögu er farið að festa verulegt fé í húsbyggingu, og fyrir 10 árum hefur verið varið til þess rúmum 2 milljónum og 700 þúsund krónum, og árið eftir er frá því greint á aðalfundi að Slysavamafélag íslands hafi veitt til byggingarinnar kr. 500.000,- og hreppsnefnd samþykkt að veita til félagsins 200.000 krónur. Aðalfundur Slysavarnasveitarinnar er jafnan haldinn í framhaldi af aðalfundi Slysavarnadeildarinnar, og á slíkum fundi 1995 er Ingvi Þorfinnsson á Spóa- stöðum kosinn formaður „Sveitarinnar“ eins og Slysavarnasveitin var oft nefnd, en oft gekk illa að gera í fljótu bragði geinarmun á þessum tveimur nátengdu stofnunum með svo lík nöfn. Tímamót eru í sögu félagsins vorið 1996. Þá er aðalfundur „Deildar" og „Sveitar" haldinn í húsi félagsins í fyrsta skipti 31. mars, en í júní var landsþing Slysavarnafélags íslands haldið að Laugar- vatni. Þingið var sett í Skálhotskirkju og eftir setningarathöfnina var kvöldverður á Hótel Geysi. Nú vildi svo vel til að við brún vegarins þama á milli stóð nokkurn vegin tilbúið björgunarsveitarhús að Dalbrúnarvegi I. Því þótti tilvalið að fá gesti til að koma þar við. Húsið hlaut þá blessun vígslubiskups, Sigurðar Sigurðarsonar, og forseti Slysavarnafélagsins, Einar Sigurjónsson, afhenti for- manni Slysavarnadeildarinnar lykla hússins og eins og greint er frá þessu í fundargerð aðalfundar árið eftir „fól honum það til afnota að viðstöddum forseta Islands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, vígslubiskup og fjölda landsþingsfulltrúa.“ í tilefni af húsvígslunni færði Slysavarnafélagið deildinni talstöð að gjöf og Slysavarnadeildin Tryggvi á Selfossi tvö leitarljós, og tveir félagar, Guðni Lýðsson og Loftur Jónasson voru sæmdir gullmerki Slysa- varnafélagsins á lands- þinginu á Laugasrvatni. Á aðalfund Slysa- varnasveitarinnar 1996 mæta 13 félagsmenn og að auki hundurinn Rex, sem eigandi hans, Magnús Skúlason í Hveratúni, er farinn að þjálfa sem leitarhund. Hélt hann því starfi áfram næstu ár og tóku þeir þátt í ýmsum leitum. Skipt var um formann Slysavarandeildarinnar í maí 1997, og tekur Loftur Jónasson á Kjóastöðum 2 við því starfi. Aðalfundur Slysavamadeildarinnar var á svipuðum tíma árið eftir (1998). Laganefnd, sem kjörin hafði verið árið áður, lagði þar fram tillögu að nýjum lögum. Þar er félagsskapurinn nefndur Slysa- varnafélag Biskupstungna, en því er breytt í Björgunarsveit Biskupstungna á aðalfundi árið eftir, og hefur það nafn verið notað heimafyrir síðan, en einhverjir erfiðleikar verið á að innleiða það í opinberri skráningu. Róttækasta breytingin, sem þarna var gerð, var að sama félagið taki yfir bæði slysavarna- og björgunarstarf, en Slysavamasveitin verði lögð niður, en stjórnarmönnum fjölgað í fimm. Gert var fundarhlé á meðan Slysavarnasveitin hélt aðalfund sinn, og var þar samþykkt að leggja hana Björgunarsveitarmenn á afmœlishátíð. Litli Bergþór 19

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.