Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 9
minn kom þangað um 1920 með foreldrum sínum. Faðir hans deyr 1923 og bjó hann þá fyrst með Grími bróður sínum, sem var 6 árum yngri, og Guðnýju móður sinni, þar til móðir mín kom á heimilið 1927 og þau giftust. Þau bjuggu síðan í Efsta-Dal til 1943, að þau fluttu í Gýgjarhólskot. Eða í 16 ár. L-B: Þú ert þá alinn upp í Efsta-Dal? Jón: Já, fram að fermingu. Það fyrsta sem ég man eftir mér er þegar ég er kannski á öðru eða þriðja ári. Fólkið var úti á túni að vinna og þar var kaupa- kona sem hét Ranka og ég kallaði alltaf Frönku. Var ég að væla í henni að fara með mig heim. Síðan segi ég þetta stundum við Rönku mína, þegar ég hef fengið mér of mikið neðan í því, að nú eigi Franka að fara með mig heim! Svo var það lengi í minnum haft þegar ég stalst út undir útvarpsmessunni á sjálfan hvítasunnudaginn, þegar ég var u.þ.b. fjögurra ára gamall, til að róta úr skítahlassi á túninu. Var það talið upphafið að mínum jarðarbótaáhuga, en þótti samt ekki pargott á hvíldardaginn! Utvarpið var þá nýkomið og fólkið sat allt andaktukt inni í bæ að hlusta á messuna og gætti ekki að mér. L-B: Hvað eruð þið mörg systkinin og hver eru þau? Jón: Við vorum 9 systkinin, en þar af eru tvö látin. Elst var Helga, fædd 1928, sem bjó á Gýgjarhóli, gift Lýði Sæmundssyni. Hún er dáin. Eg er næst- elstur, fæddur 1929, Guðrún, eða Dúna eins og hún er kölluð, fædd 1931, bjó lengst af í Miðdalskoti, var gift Eiríki Tómassyni frá Helludal, Ingimar, fæddur 1932 var rafvirkjameistari í Reykjavík. Hann er dáinn. Hans kona er á lífi og heitir Guðrún Guðnadóttir, frá Jaðri í Hrunamannahreppi. Síðan er Guðni fæddur 1933, hann var lengi forstjóri Bifreiðaeftirlits ríkisins og er nú bóndi á Gýgjarhóli. Kona hans er Inga Kristjánsdóttir frá Gýgjarhóli, Amór, fæddur 1935, lengi bóndi í Arnarholti og nú búsettur í Reykholti, Margrét, fædd 1936, húsfreyja í Skipholti, gift Guðmundi Stefánssyni, bróður Sigríðar í Bræðratungu, Gunnar, fæddur 1939, prófessor í íslensku við Háskólann, giftur Silju Aðalsteinsdóttur og Ólöf, fædd 1943, vinnur á skrif- stofu Búnaðarsambandsins á Selfossi, ekkja Harðar Ingvarssonar frá Hvítárbakka. Það var gott að vera í Efsta-Dal og við þekktum auðvitað mikið af örnefnum þar. Þegar Sigrún, dóttir Theodórs, gerði ritgerð um örnefni í landi Efsta-Dals, bað hún okkur Helgu systur að aðstoða sig við skráningu örnefnanna. L-B: Þið eruð semsagt öll systkinin nema eitt, fædd í Efsta-Dal. Hvemig stóð á því að fjölskyldan flutti? Jón: Þau voru leiguliðar og var sagt upp ábúð þegar eigendurnir vildu fara að búa. Ásmundur, afi þeirra Vilmundar og Auðbergs átti allan Efsta-Dalinn og seldi Vilmundi, en þeir voru dóttursynir Ásmundar. Margrét, hálfsystir móður minnar, átti hálft Gýgjarhólskot á móti ekkju frá Kjarnholtum og keyptu foreldrar mínir hennar hlut, og fljótlega hinn helminginn lfka. En það voru feiknar umskipti að flytja af einni gróðursælustu jörð í uppsveitunum á þetta melkot. Fyrst á eftir festi ég ekki yndi hér og það var ekki fyrr en mér varð ljóst þetta tækifæri til að græða upp landið að ég fór að una mér. Það var þessi knýjandi nauðsyn að koma uppgræðslu af stað, loka rofabörðum og græða mela. Ragnhildur: Ég man að það var tvennt, sem Jón sagðist óska sér, daginn sem við settum upp hringana: Það var að græða melana hér og ef við eignuðust stráka, að láta einn þeirra heita Grím! Hvorutveggja gekk eftir! Jón: Já, ég hef enn ánægju af því að horfa út um gluggann á gróðið undirlendið hér, sem áður var allt melur og rofabörð. Ég lýsi því ekki með orðum hve ánægja mín er rík. Þar sem sandurinn feyktist forðum er fegursta gróðurbrík. Mestur hluti þess lands, sem var alveg gróðurlaust, er nú gróðið land, en mosaþembur eru enn nytja- lausar. Hér suð-vestur undan var grasgefið vall- lendi, kargþýft. Það var mikið eljuverk að afla heyja á því með orfi og ljá. Nú er þetta allt orðið að sléttum túnum. Faðir minn var mjög áhugasamur heyskaparmaður Jón ásamt systkinum sínum. Efri röðfrá vinstri: Jón, Ingimar, Guðni, Gunnar og Arnór. Neðri röð: Ólöf Margrét, Guðrún og Helga. Litli Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.