Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 10
og mátti aldrei vita hey fara til spillis. Og þegar við fórum að rækta tún á melunum og mosunum, söfnuðust upp allnokkrar fymingar. Því var það í köldu árunum eftir miðja öldina, þegar vorgróðurinn kom tveimur til þremur vikum seinna en menn áttu að venjast og nokkrir bændur urðu knappir með hey, einkum handa kúnum, þá gátum við miðlað þeim af okkar fyrningum. Það var kannski nokkur greiði, en ekki nein fórn, því allt var það borgað fullu verði og voru í rauninni hin ánægjulegustu viðskipti. L-B: Hver var skólaganga þín? Jón: Eftir bamaskóla var ég einn vetur í Haukadal. Ég hafði nú takmarkað gagn af því, við höfðum lélegan kennara og flestir nemendur höfðu bara áhuga á íþróttum, sem ekki voru mitt fag. Skólinn var bara frá nóvember til febrúarloka, planið var að menn gætu farið á vertíð eftir skóla. Ég var nokkra vetur í vinnu annarsstaðar, en heima á sumrin. Einn vetur var ég í Bræðratungu hjá Skúla og Valgerði, Sveinn var þá á Hvanneyri. Svo var ég nokkra vetur á Syðri-Reykjum hjá Grími. Þar kynntist ég ýmsum störfum því þar voru mikil umsvif, vann við pípulagnir með Grími, greip í verk með iðnaðarmönnum og vann við búið. L-B: Og síðan farið þið Ranka að búa hér í Kotinu? Jón: Já, ég var nú að verða þrítugur og orðið mál að ná mér í kvenmann! Ranka getur borið um það! Ján og Ragnhildur á yngri árum. Ragnhildur: Ég var nú bara krakkaskratti þegar ég kom hingað haustið 1959. En við erum búin að hokra þetta saman í 46 ár og hefur bara komið ágætlega saman held ég! Fyrstu 6 árin vorum við í heimili hjá foreldrum Jóns á neðri hæðinni, en fluttum svo hér upp á loftið þegar krakkarnir voru orðnir 3. Húsið er byggt 1957 og var flutt í það "58. Það var því alveg nýtt þegar ég kom og óinnréttuð efri hæðin. L-B: Hver eru börn ykkar? Ragnhildur: Elstur er Karl, fæddur 1960, búfræðingur frá Hvanneyri, næst er Sigríður, fædd 1964, þá Eiríkur, fæddur 1965. Þau tvö eru búfræðikandidatar frá Hvanneyri. Yngstur er Grímur, fæddur 1977, tæknifræðingur frá Tækniskólanum. Karl, Eiríkur og Sigríður 1966. L-B: Við hvað vinna þau? Ragnhildur: Karl býr kúabúi að Bjargi í Hrunamannahreppi, kona hans er Jónína Kristinsdóttir og þau eiga tvo syni, Helga Sigurþór og Arnór Grím. Sigríður býr í Arnarholti hér í sveit með manni sínum Sævari Bjarnhéðinssyni og sonunum Bjarna og Teiti. Hún á líka dóttur frá fyrri sambúð, Maríu Þórunni Jónsdóttur. Þau voru með fjárbú, en eru nú fjárlaus eins og aðrir vegna riðunnar. Nú er hún kennari, lauk því námi í fyrra, og kennir við Reykholtsskóla. Eiríkur býr hér í Kotinu, er giftur Amheiði Þórðardóttur og þau eiga 4 böm: Ögmund, Jón Hjalta, Þjóðbjörgu og Skírni. Grímur býr í Vogum á Vatnsleysuströnd og vinnur í Össuri. Kona hans er Olga Friðriksdóttir og þau eiga einn son, Friðrik Ama. Þau eru því orðin 10 barnabörnin. L-B: Hve stórt var búið þegar þið tókuð við? Jón: Við byrjuðum formlegan búskap vorið 1960 á móti foreldrum mínum. Þá vorum við með um 20 kýr og áttum helminginn af þeim og um 150 kindur. Mjólkursala byrjaði héðan frá Kotinu fljótlega eftir að foreldrar mínir komu hingað 1943 og var mjólkin þá sótt á melinn hér fyrir neðan, á gatnamótin. Þangað komu líka bændur frá Tungufelli, Jaðri, Fossi og Haukholtum með sína mjólk. Litli Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.