Litli Bergþór - 01.03.2005, Page 8

Litli Bergþór - 01.03.2005, Page 8
bjó að Haga í Holtum og dó 37 ára gömul. Helga, fædd 1936, bóndi og hannyrðakona í Bryðjuholti, Guðmundur Gunnar, fæddur 1937 smiður og kenn- ari á Flúðum, ég er fædd 1941. Síðan kemur Anna, fædd 1944, hún býr á Flúðum og er held ég list- fengnust af okkur systkinunum. Hún er aðallega að mála, sauma og gera svona grjótkarla, - segir Ragnhildur og sýnir mér skemmtilega málaðan karl gerðan úr tveimur steinum, sem límdir eru saman. - Yngstur er Sigurður Hjalti, fæddur 1945, plöntuvist- fræðingur á Náttúrufræðistofnun. Hann hefur ekki verið mikið í föndri, en er með réttindi sem smiður og kenndi einu sinni á Flúðum. Þau eiga gamla húsið á Högnastöðum, en eiga annars heima í Kópavogi. Svo á ég einn hálfbróður, sem er reyndar elstur okkar systkinanna, hann heitir Arni og er fæddur 1930. Pabbi átti hann áður en hann giftist. Ámi á heima í Reykjavík núorðið, en var á Kirkjubæjarklaustri, vinnumaður við sauðfjár- hirðingu mest alla tíð. Hann er einhver mesti kinda- karl, sem ég hef þekkt. L-B: Segðu mér frá uppvexti þínum í Bryðjuholti og skólagöngu. Ragnhildur: Eg var auðvitað í skólanum á Flúðum frá 10 til 14 ára aldurs. Veturinn eftir að ég fermdist var ég hjá Herði og Þóru í Reykjadal sem létta- stúlka. Þóra er enn á lífi og hefur vinskapurinn við hana og hennar fólk haldist síðan. Þarna var ég í fjósi og eldhúsi og við að passa Torfa Harðarson. Torfi teiknaði síðar mynd af kofanum í Fossrófum, sem nágrannar og eftirleitarfélagar gáfu Jóni, þegar hann varð 60 ára. Það voru aðallega Vilborg og Loftur, sem stóðu fyrir því að fá Torfa til að mála þessa mynd fyrir hann. Síðan vann ér heima við búið til 18 ára aldurs. Maður lifði auðvitað og hrærðist í búskapnum þessi ár og var vaninn við vinnu. Það var líka mikið um hannyrðir á heimilinu og ég var alin upp við að flest væri gert heima, prjónað og saumað. Móðir mín var mikil hannyrðakona, og hún kenndi okkur það, sem ég hef reynt að hafa í heiðri, að allt sem þú gerir, áttu að að gera eins vel og þú getur. Mamma átti prjóanavél, sem var mikið notuð. Sjálf keypti ég mér prjónavél þegar ég var um tvítugt. Ég get líka montað mig af því að ég saumaði sjálf fermingar- kjólinn minn í handavinnu í skólanum veturinn áður en ég fermdist, og fannst handavinnukennaranum allavega nokkuð til um það! Átján ára fór ég í húsmæðraskólann Varmalandi í Borgarfirði. Það entist þó stutt því mér leiddist, og eftir 3 vikur var ég komin heim og fór beina leið hingað í Kotið. Við Jón höfðum þekkst frá því ég var 16 ára og hér hef ég verið síðan! L-B: Þá er komið að því að forvitnast um þínar ættir og uppruna Jón. Jón: Ég er fæddur 8. október 1929 og foreldrar mínir voru Karl Jónsson og Sigþrúður Guðnadóttir. Karl faðir minn var ættaður úr Laugardal og Grímsnesi, fæddur 1904. Foreldrar hans voru Jón Grímsson Laugardalshólum og Guðný Amórsdóttir frá Minna- Mosfelli í Grímsnesi. Hún var systir Einars Arnórssonar, sem var síðasti íslandsráðherrann. - Hannes Hafstein var sá fyrsti, 1904. - Sigþrúður móðir mín var fædd í Þjórsárholti í Eystrihreppnum 1896 og flutti að Gýgjarhóli með foreldr- um sínum þegar hún var bam. Foreldrar hennar voru Guðni Diðriks- son og Helga Gísladóttir frá Vatnsholti í Flóa, en Guðni var einn af Diðrikunum hér í Tungunum, - sem þóttu ríkir og rassíðir,! sonur Diðriks Diðrikssonar. Diðrik eldri var líka forfaðir Rönku. Eins og þú sérð, erum við öll hvert undan öðru! Aðrir af þeirri ætt voru Kristján Diðriksson, faðir Sveins frá Drumboddsstöðum, Jón Diðriksson í Einholti, afi Haraldar og Trausta í Einholti og Gísli Guðmunds- son Diðrikssonar frá Kjarnholtum, afi Gísla heitins oddvita. Gísli langafi minn í Vatnsholti var járnsmiður og mætur maður. Einu sinni dó maður brennivínsdauða á víðavangi og var fluttur í smiðju til Gísla og lagður til á bak við aflinn. Þegar karl vaknar, sér hann í glæðurnar og spyr: „Hvar er ég“?. „í Helvíti“ svarar Gísli. „Ónei“ segir karl þá, „ekki er hann Gísli minn í Vatnsholti þar“! Foreldrar mínir bjuggu fyrst í Efsta-Dal, en faðir Fjölskyldan í Bryðjuholti. Efri röðfrá hœgri: Sigurður Hjalti, Helga, Ragnhildur, Guðmundur Gunnar. Neðri röð: Guðfinna, Magnús og Sigríður, foreldrar þeirra systkina og Anna. Litli Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.