Litli Bergþór - 01.03.2005, Qupperneq 17

Litli Bergþór - 01.03.2005, Qupperneq 17
Björgunarsveit Biskupstungna Þættir úr tveggja áratuga sögu Flutt á afmælishátíð að Bjarkarbraut 1, þann 12. 3. 2005 Góðir samkomugestir. I ársbyrjun 1985 komst hreppsnefnd Biskupstungna- hrepps að þeirri niðurstöu að rétt væri að stofna björgunarsveit í Biskupstungum. Af gögnum má ráða að helsti hvatinn að því hafi verið að farið var að leita hófanna um fjárstuðning úr hreppssjóði til styrktar björgunarsveitar, sem „aðallega starfar í Hrunamannahreppi". Tveir valinkunnir sveitar- stjórnarmenn, þau Sigurður Þorsteinsson á Heiði og Þuríður Sigurðardóttir í Vegatungu, voru kvaddir til að koma þessu í kring. Þau boðuðu til fundar í Aratungu sunnudaginn 17. febrúar og komu á hann 24 menn af báðum kynjum. Miklar umræður fóru fram um hvers konar félag skyldi stofna, en flestir voru þeirrar skoðunar að stofna skyldi slysavama- deild til að vinna fyrir- byggjandi slysavamastarf jafnframt björgunarstarfi. Niðurstaðan var að fela þremur mönnum að hafa samráð við fulltrúa Slysavarnafélags Islands um stofnum slysvama- deildar og eða björgunar- sveitar hér í sveit. Til þessa verks vom valdir Björn B. Jónsson á Stöllum, Karl Jónsson í Gýgjarhólskoti og Gunnar Guðjónsson á Tjöm. Að tæpum þrem vikum liðnum, laugardaginn 9. mars, boðar undirbúningsnefndin til stofnfundar í Aratungu. Gestir á fundinum voru Haraldur Henrysson, forseti Slysavarnarfélags íslands, Jón Wium erindreki þess og Olafur Ishólm á Selfossi. Snemma fundar var samþykkt „með atkvæðum allra fundarmanna“ að stofna bæði slysavamadeild og slysavarnasveit. Deilt var um nokkur atriði í samþykktum, m. a. nafn deildarinnar. Þrjú komu til álita; Slysavamafélag Biskupstungna, Slysavamadeildin Narfi, og var það rökstutt með því að maður með þessu nafni hefði verið eitt mesta hraustmenni, sem hér færu sögur af, en hann var bóndi á Brú um miðja 19. öld og hafði legið í gröf sinni 125 ár þegar þessi hugmynd kom fram, og í þriðja lagi Slysavarnadeild Biskupstungna, og var það að lokum samþykkt samhljóða. Helsta breyt- ingin á þeim drögum að lögum fyrir deildina, sem lögð voru fram, var að fella burt ákvæði um að „deildin skyldi vera óháð kynskiptingu fólks“, þar sem tekið var fram að allir geti orðið félagar. Nokkuð var deilt um tilhögun á kosningu stjórnar, en samþykkt var að formaður skyldi kosinn sér. Kosning formanns var skrifleg og hlutu 12 atkvæði, en Sigur- jón Kristinsson í Vegatungu hlaut flest og því kjör- inn. Meðstjórnendur voru kjörnir samkvæmt uppá- stungu; Loftur Jónasson á Kjóastöðum og Páll M. Skúlason í Kvistholti. Á sarna hátt var Erlendur Gíslason í Bergholti kosinn varamaður, en hann var þá fullra 77 ára. I ávarpi forseta Slysavarnafélags fslands kom fram að þetta væri 96. deildin innan Slysavarnafélagsins. Á sama fundi var Slysavarnasveit Biskups- tungna stofnuð, starfs- reglur hennar samþykktar, Guðni Lýðsson á Gýgjarhóli kosinn formaður og Páll Óskars- son í Brekkuskógi varafor- maður. Á fundinum voru skráðir 50 félagar í Slysavarnadeildina, en það var um tíundi hluti íbúa í hreppnum, og í Slysavarnasveitina voru skráðir 28 félagar. Félagsgjald var ákveðið kr. 400,- fyrir fullorðna en kr. 200,- fyrir yngri en 12 ára og ævifélagsgjald kr. 1.500,-. Kvenfélag Biskupstungna gæddi fundarfólki á kaffi og kruðeríi. Til þeirra orti Jón Karlsson í Gýgjar- hólskoti: Kaffið fór í kroppinn inn, kætti okkar sinni. Fyrir þetta klappp á kinn konur eiga inni. Ekki fer neinum sögum af því hvort kvenfélagskonur hafa tekið út þessa inneign sína. I fundargerð frá stjórnarfundi, sem haldinn var skömmu eftir aðalfund, kemur fram að helsta Fyrsti björgunarbíll í Biskupstungum. Litli Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.