Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 7
Með trú og bjartsýni að vopni! Stiklað á stóru í fylgd Margrétar Annie Guðbergsdóttur að Bjarkarbraut 30 í Reykholti, sem dvaldi nýlega við hjálparstörf á Indlandi Viðtal: Helga Ágústsdóttir Hvaðan er Margrét Annie? Eg fæddist í Reykjavík árið 1960, nánar tiltekið í aprílmáuði og er því í nautsmerkinu. Ekki veit ég samt hvort það hefur haft afgerandi áhrif á líf mitt, en svo mikið er víst að ég vil, eins og segir í lýsingunni á því merki, „hafa öryggi og heimili mitt skiptir mig verulegu máli. Það þarf að vera þægilegt og á að vera skjól. Jú og svo hef ég gaman af ýmsurn lífsins lystisemdum, þ.m.t. að halda veislur, ferðast, fegra garðinn minn o.fl.“ En hvað um það, æska mín var að flestu leyti ósköp venjuleg, nema ef til vill að því leyti að ég bjó, ásamt bræðrum mínum tveimur og foreldrum, í breska sendiráðinu í nokkur ár, en þar störfuðu foreldrar mínir. Sennilega hefur það sett eitthvert mark á mig, þar eð lífrð á slíkum stöðum er ekki beinlínis eftir íslenskri forskrift. Og skólagangan? Eg lauk gagnfræðaprófi frá trésmíðadeild Armúlaskóla því ég ætlaði að verða smiður. En leikar fóru svo að ég giftist einum slfkum í staðinn og læt hann um það sem lýtur að iðninni! Þeir sem þekkja eitthvað til þín segja að trúmálin séu þér mikilvæg. Nánar um það? Já, ég er mormóni og það kom svolítið einkennilega I skólanum. til. Ég var stödd úti í Englandi og mamma skrifaði mér að hún hefði boðið mormónatrúboðum, sem knúðu dyra hjá henni, í mat. Þá hélt ég nú að móðir mín hefði dottið á höfuðið! En svo eitt kvöldið eftir heimkomu mína fór ég að vanda í vinnuna mína á veitingastaðnum Broadway. Það var fimmtudags- kvöld, lítið að gera og við vorum flest send fljótlega heim. Þá voru trúboðarnir einmitt staddir hjá foreldr- um mínum og voru að ljúka lexíu með þeim. Þeir spurðu hvort ég hefði áhuga á að fræðast um kirkjuna þeirra. Mér fannst það bara forvitnilegt og hlustaði gaumgæfilega á orð þeirra. - Eftir þetta fór ég að sækja sakramentissamkomur, en svo nefnast guð- þjónusturnar okkar, og skírðist svo til mormónatrúar í júní 1982. Hins vegar hafði ég alltaf verið mjög trúuð frá því ég man eftir mér, en þurfti bara að finna mína réttu braut. Annað sem blundaði ætíð innra með mér var sterk löngun til að láta gott af mér leiða fyrir meðbræður mína og systur. Það birtist í ýmsum myndum allt frá því ég var lítil. Stundum gat það jafnvel valdið örlitl- um misskilningi, þegar ég af barnslegum áhuga reyndi að færa hluti til betri vegar, að ég taldi. En núna þegar ég er - vonandi - orðin svolítið þroskuð, hef ég náð að marka mér ákveðnari braut í þessum efnum. Og alltaf hefur mig langað sérstaklega til að leggja okkar minnstu bræðrum lið. Sem dæmi Margrét að störfum. 7 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.