Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 12
Frjálsar íþróttir: Síðastliðið haust sendum við harðsnúið lið á Þriggjafélagamótið utanhúss sem haldið var að Laugarvatni í umsjón Hvatar. Keppnin var spennandi en svo fór að lokum að Laugdælir mörðu sigur á mótinu. Erfitt hefur reynst að útvega þjálfara til starfa og því var brugðið á það ráð að stofna frjálsíþróttafélagið Gissur jarl ásamt fleiri hagsmunaðilum úr uppsveitum Árnessýslu. Markmiðið með stofnun þess er að veita áhuga- sömum unglingum sem hafa hug á að bæta sig í frjálsum íþróttum tækifæri til að stunda æfingar með jafningjum sínum. Ólafur Guðmundsson, frjálsíþróttaþjálfari, var ráðinn til að þjálfa krakkana einu sinni í viku á Laugarvatni í vetur auk þess sem krakkarnir hafa hist einu sinni í mánuði til að styrkja hópinn félagslega. Þetta hefur tekist vel. Foreldrar skiptust á að keyra þá 3-4 iðkendur sem fóru héðan frá okkur. Körfubolti stúlkna: Er liðið var á veturinn var ákveðið að hefja æfingar hjá stúlkum í 7. - 10. bekk í körfubolta. Hópurinn saman- stóð af 6-10 stúlkum, sem mættu reglulega á æfingar, og þótt hópurinn hafi ekki verið stærri sýndu stelpurnar mikinn vilja og áhuga. Voru þær í alla staði til fyrirmyndar og stóðu sig með afbrigðum vel. Vönandi halda þær áfram á þessari braut og fleiri stúlkur bætist í hópinn. Þjálfari þeirra var Karl Pálsson. Astrún Sœland, íþróttakona ársins og Oddur Bjarnason, íþróttamaður ársins. Hin árlega flugeldasala um áramótin fór nú fram í samstarfi við Björgunarsveitina. Salan, sem og samvinnan, gekk ágætlega. Einnig viljum við minna á sölu okkar á sal- ernis- og eldhúspappír, einungis þarf að hafa samband við Maggý í Hrosshaga. Hljóðkerfí var keypt í íþróttahúsið og var það sett upp nú í mars og hefur reynst mjög vel og á örugglega eftir að nýtast mjög vel við hvers konar atburði sem fram fara í íþróttahúsinu í framtíðinni. Við fengum styrk frá Bláskóga- byggð til kaupanna og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. 7 ^ bH’ Wk V ÍB B . .-Á f Wf 1 v* . ; Einn affimleikahópunum sem sýndi á Fimleika og glímusýningunni í vor. Aðalfundur okkar var haldinn 7. maí sl. og lét þá Loftur Sn. Magnússon af formennsku Iþróttadeildarinnar og Helga María Jónsdóttir var kosin formaður. Eftir venjuleg aðalfundarstörf voru kosin íþróttakona og / yar íþróttamaður ársins 2005. 'v tilnefndur? íþróttakona ársins 2005 var kosin Ástrún Sæland. íþróttamaður ársins 2005 var kosinn Oddur Bjarni Bjarnason. Þessi voru tilnefnd til íþrótta- manns ársins 2005: Arndís Anna Jakobsdóttir fyrir fimleika Ástrún Sæland fyrir glímu og frjálsar íþróttir Guðrún Linda Sveinsdóttir fyrir körfubolta stúlkna Hjörtur Freyr Sæland fyrir frjálsar fþróttir Oddur Bjami Bjamason fyrir badminton og knattspymu Pálmi Eiríkur Gíslason fyrir glímu Stjórn íþr.d. þakkar fyrir veturinn og óskar öllum iðkendum og þjálfurum gleðilegs sumars. F.h. íþr.d. Umf. Bisk. Kristín Bj. Guðbjörnsdóttir Litli Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.