Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 18
trúlega ekki svo hagkvæm sem skyldi. Bjami sýndi mér skólann. Herbergin eru yfirleitt lítil, sum með hárúmum, kennslustofur tvær, stærðarsalir, matsalur í kjallara. Þar geta ugglaust borðað um 200 manns í einu lagi. Yfirbyggð sundlaug er í skólanum og fengum við að skreppa í hana. Um jólin var heimboð milli Snorrastaða og Hjálms- staða enda örstutt á milli, tengdir og frændsemi góð. Margt var til gamans gert, auk þess að borða góðan mat, sungið, spilað og dansað. Þá sá ég í fyrsta sinn orðhákinn og skáldbóndann Pál Guðmundsson (1873- 1958) á Hjálmsstöðum. Páll fylgdist vel með dans- inum og gerði sínar athugasemdir en ekki man ég til að hann dansaði sjálfur. Eitt sinn þegar ég var að dansa við dóttur hans greip hann um hausana á okkur, sveigði þá saman og sagði hlæjandi: „Dansið nú vangadans, hvers konar feimni er þetta?” Lítil áhrif hafði þessi viðleitni Páls til nánari kynna okkar á milli, hvorugt hafði áhuga, enda ekki sést fyrr. Með klókindum tókst Páli að ná í vasabók mína. Þegar hann skilaði henni aftur var í henni þessi staka: Sentist Páli suður Kjöl, síst er í Fljótum kvennaval. Linaði sína karlmanns kvöl hjá kerlingum í Haukadal. Snjór var heldur meiri í Laugardalnum en uppi í Haukadal. Færi var þó allgott og veður meinlítið þennan tíma. En nú var jólaleyfinu að ljúka. Næsta morgun fórum við af stað til Haukadals. Mikið var ég þakklátur Eyjólfi vini mínum og fjölskyldu hans fyrir frábæra vinsemd og hlýju í minn garð. Allir gerðu sér far um að ég gæti skemmt mér eins og ég væri einn af fjölskyldunni. Eg gat ekki átt skemmtilegri jól sunnan fjalla. Annan janúar 1930 flutti Guðmundur á Böðmóðs- stöðum okkur austur yfir Brúará. Við vissum að skemmtun átti að vera á Vatnsleysu þetta kvöld. Þangað var sjálfsagt að fara og heilsa nýju ári með glensi og gamni. Við komum að Syðri-Reykjum, borðuðum þar kvöldmat og urðum samferða heima- fólki að Vatnsleysu. Eins og á hinni fyrri skemmtun á Vatnsleysu var sýndur sjónleikur og dansað á eftir. Kvenfélagið stóð fyrir þessari skemmtun og léku konur eingöngu, einnig karlmannshlutverkin. Þeir sem dvöldu í Haukadal um jólin komu á skemmtunina, einnig fleiri nemendur sem voru að koma heiman frá sér úr jólaleyfi. Það var því allstór hópur sem að lokinni ágætri skemmtun rölti áfram veginn til Haukadals. Kennslan átti að hefjast að morgni. Ferðin heim frá Haukadal Mig langaði mjög að vera á Alþingishátíðinni á Þingvöllum þetta vor og fara helst ekki heim fyrr en að henni lokinni. Eg hafði samband við Pétur Benediktsson (1886-1973) vin minn í Reykjavík og spurði um vinnuhorfur í borginni því vinnu varð ég að fá. Hann kvað fremur þröngt um slíkt, helst væri vinna við fiskverkun eða í sambandi við undirbúning Alþingishátíðarinnar. Fæði og húsnæði skyldi hann útvega mér. Það kitlaði mig svolítið að vera í Reykjavík þennan tíma að ég vissi að til stóð að sýna leikfimi á Þingvöllum, ekki eingöngu með fáum út- völdum, heldur stórum hóp, nokkrum hundruðum manna. Eg taldi ekki alveg vonlaust að komast í hópinn ef ég æfði vel. Þegar ég fór að heiman hafði ég gert ráð fyrir að koma heim strax eftir skólaslit. Ég lét því móður mína vita um breytt viðhorf en tók þó fram að ég kæmi strax heim ef hún teldi það nauðsynlegt. Sú varð og raunin. Veturinn hafði verið snjóþungur og gjaffrekur og óvíst hvernig rættist úr með fóður ef vorið yrði ekki því betra. Þar með var sá draumurinn búinn. Því má svo skjóta hér inn að á Alþingishátíðina komst ég en þar um er önnur saga. Ekki komst ég frá Haukadal strax eftir skólaslit eins og aðrir félagar mínir. Tveim dögum fyrir uppsögn skólans greip hettusóttin mig en hún hafði nokkru áður borist í skólann og herjað á nemendur. Þegar aðrir kvöddu staðinn lá ég með sótthita og leið bölvanlega, enda kominn með vænar vangafyllur. Ég var fulla viku að ná mér svo að ég teldi mig ferðafæran. Þegar hitinn hvarf stalst ég í sundlaugina með bólginn haus og fékk ákúrur hjá Sigurði sem benti mér á að ég væri heppinn ef ekki færi verr. Sigurður skólastjóri þurfti til Reykjavíkur og varð ég honum samferða. Ef ég man rétt ætlaði hann austur í sýslur að halda þar íþróttanámskeið. Þá var og afráðið að hann færi norður í Hóla í Hjaltadal og héldi þar námskeið í leikfimi og fleiri íþróttum sem hann og gerði. Þar hittumst við aftur. Gat ég ekki stillt mig um að vera hjá honum nokkra daga. Sigurður var með hest og kerru undir flutning okkar og fylgdarmann sem fór með hestinn til baka. Við tókum gistingu á Spóastöðum. Húsráðandi þar var Steinunn Egilsdóttir (1881-1948), ekkja á miðjum aldri. Mann sinn, Þorfinn Þórarinsson (1884-1914) frá Drumboddsstöðum, hafði hún misst frá ungum bör- num þeirra en búskap hélt hún áfram. Steinunni hafði ég ekki áður séð en hún vakti athygli, gekk á tréfæti og studdi sig við staf. Vel tók hún á móti okkur og margt töluðu þau Sigurður um kvöldið, enda vel kun- nug. Ég var aðeins hlustandi og hafði gaman af. Þau ræddu um búskap og bókmenntir, uppeldi og íþróttir og margt fleira. Það leyndi sér ekki að Steinunn var vel heima á flestum sviðum og hafði sínar skoðanir sem hún átti ekki erfitt með að verja. Sumt var í gamni rætt. Sigurður sagði að hún ætti að senda syni sína til sín næsta vetur en Steinunn svaraði: „Ég efast um að það sé óhætt, þú ert viss að kæfa þá í sundlaug- inni.” í bókinni íslenskir bændahöfðingjar eftir Sigurð Einarsson (1898-1967), Akureyri 1951, er þáttur um Steinunni. Þar lýsir hann kynnum sínum af henni og fullyrðir að þar hafi hann hitt fyrir fullkominn ofjarl sinn, þóttist þó enginn aukvisi á andlegu sviði, og það með nokkrum rétti. Um Þorfinn mann hennar segir Eiður Guðmundsson (1888-1984) á Þúfnavöllum, en þeir voru skólabræður frá Hólum: „Hann var gáfaðasti pilturinn í skólanum, en þeir voru um 50.” Eftir ágæta nótt á Spóastöðum röltum við yfir brúna, sem er á ánni skammt frá bænum, og yfir á veginn hinum megin árinnar. Þar tókum við áætlunar- bílinn til Reykjavíkur. Lítið man ég úr því ferðalagi enda gekk það víst snurðulaust. Þó minnist ég þess að Litli Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.