Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 14
Heimsókn Klettafj allaskáldsins 1917 í sumar eru 89 ár frá því er ungmennafélögin hér á landi buðu vesturíslenska skáldinu Stephan G. Stephanssyni í heimsókn til Islands. Hann var fæddur í byrjun október (3. eða 4.) árið 1853 á Kirkjuhóli í Seyluhreppi í Skagafirði. Það er um tveim km sunnan við Víöimýri. Nokkrum árum seinna flutti fjölskyldan að Víðimýrarseli, sem er skammt sunnan við Arnarstapa, þar sem nú er minnismerki um Stephan eftir Ríkharð Jónsson. Stefán var frumburður foreldra sinna, Guðbjargar Hannesdóttur og Guðmundar Stefánssonar. Hann hlaut nafn föðurafa síns og var kenndur við föður sinn á hefðbundinn hátt. Sumarið 1873 fer Stefán með foreldrum sínum vestur um haf, og búa þau fyrst í Bandaríkunum, og um þrítugt breytir hann eftirnafni sínu og rithætti á skírnarnafni til samræmis við hefðir þar. Hann kvong- aðist árið 1878 Helgu Sigríði Jóndóttur frá Mjóadal í Bárðardal, en Stefán hafði verið á heimili foreldra hennar síðustu þrjú árin sem hann var á íslandi. Árið 1889 flytja þau hjónin með börn sín til Kanada og ólu þau þar allan sinn aldur síðan. Stephan dó í ágúst 1927 en Helga Sigríður í desember 1940. Stephan sigldi frá New York með Gullfossi í boðs- ferðina til Islands 30. maí 1917 og kom til Reykja- víkur 16. júní. Þaðan fór hann með Botníu suður fyrir land og austur á Reyðarfjörð og svo ríðandi vestur Norðurland og allt til Arngerðareyrar við Isafjarðar- Litli Bergþór 14 _________________________________ djúp, síðan á báti til ísafjarðar og áfram sjóleiðina til Reykjavíkur. Þangað kom hann um viku af september en leggur tveim dögum síðar upp í ferð um Suðurland. Böðvar Magnússon á Laugarvatni kom til móts við hann á Þingvöllum. Hann gisti á Laugarvatni, og þar gerðist Páll Guðmundsson á Hjálmsstöðum aðalfylgdarmaður hans. Sagt er að Páll hafi orðið fyrir vonbrigðum, þegar hann sá Stephan. Þetta er haft eftir honum: „Hann leit út eins og sligaður og veðraður erfiðismaður. Hann var smávaxinn og grannvaxinn, en hreyf- ingarnar snarar og andlitið meitlað og sem greypt í það aldareynsla og þraut- seigja. Hálsinn strengdur og hörundið hart. Augun snör og Ijómandi. Hann tók þétt í hönd mína og brosti, en augun voru athugul. Eins og hann vœri að leita að einhverju í svip mínum. Ef til vill hafði hann grun wn skyldleika okkar, hefurfundið bróður sinn í viðbrögðum mínum. - Eg hefoft hugsað það síðan, hvað gáfur og hœfileikar fara lítið eftir líkamlegu atgervi. I Ijóðunum liafði ég kynnst andlegu stórmenni. Nú stóð við hlið mér slitinn púlsmaður, sem bar utan á sér svip mann- rauna og harðrar lífsreynslu, þó að hin innri sjón sæi ofheim allan. “ Þessi póstur er úr bók Vilhjálms S. Vilhjálmssonar, Tak hnakk þinn og hest, sem eru minningaþættir Páls á Hjálmsstöðum, en er hér tekinn úr ævisögu Stephans G. Stephanssonar, Andvökuskáldið, eftir Viðar Hreinsson. Mestur hluti af þeim fróðleik, sem til- færður er hér að framan er fenginn úr þeirri bók og fyrra bindi þess, Landneminn mikli. í framhaldi af þessari lýsingu heldur Viðar áfram og byggir á minningaþáttum Páls: „Páll og Stephan urðu strax eins og brœður. Þeir riðu löngum samsíða og deildu herbergi þegar gist var við Geysi. Þeir sváfu lítið og nóttin leið örskjótt við samræður um búskaparkjör Stephans vestra. Páli þótti Stephan glöggur búmaður og hann stœkkaði íaugum hansfyrir vikið. „Hann hafði ekki aðeins flogið á vængjum skáldsýnanna og gleymt moldinni, eins og oft vill fara fyrir skáld- hugum, heldur var hann samgróinn jörð sinni. “ Þótt Stephan lægi ekki á skoðunum sínum í þungmeltum kvæðum þótti Páli wnburðarlyndi vera sterkasta einkenni hans. “ Stephan G. Stephansson 1917.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.