Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1995, Blaðsíða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1995, Blaðsíða 1
FRETTABREF ÆTTFRÆÐIFÉLAGSINS ISSN 1023-2672 5. tbl. 13. árg. - júlí 1995 Sumarferðin! Sumarferð Ættfræðifélagsins verður að þessu sinni 29. júlí n.k. Farið verður um Rangárvallasýslu og að vanda reynt að koma sem víðast við. LAGT VERÐUR AF STAÐ FRÁ UMFERÐAMIÐSTÖÐINNI KL. 8.00 STUNDVÍSLEGA. Verðið er 2.300 kr. fyrir 13 ára og eldri en 1.000 kr. fyrir yngri. Boðið er upp á hádegisverð að Hellu og fyrir 1.100 kr. verður súpa, lax og kaffí á eftir. Þegar félagar tilkynna þáttöku þurfa þeir að segja til um matinn. Þessir taka við þáttökutilkynningum: Hólmfríður Gísladóttir sími 557-4689 Klara Kristjánsdóttir sími 555-1138 Þórarinn B. Guðmundsson sími 564-2256 Leiðinliggur um Hellisheiði að Selfossi, áfram austurFlóann ogyfirÞjórsárbrú upp hjá Heiði og á Hagabraut, komið á Landveg hjá Pulu. Áfram upp Landið að Þúfu, þaðan suður að Árbæ og niður að Ægisíðu og skoðaðir Ægisíðuhellar. Næst er matartími á Hellu. Síðan haldið áfram að Gunnarsholti og að Keldum niður hjá Hofi og smástopp á Hvolsvelli. Áfram austur Fljótshlíðina með smástoppum hér og þar. Niður með Dímon og um Landeyjamar með sjónuin aftur um Hvolsvöll og rennt niður að Odda. Þegar komið verður aftur á Hellu verður tímasetning og þol manna kannað og ef tími og áhugi er fyrir hendi verður skotist niður í Þykkvabæ og Háfshverfi áður en haldið verður heim á leið. Leiðsögumaður verður Sigurður Sig- urðarson dýralæknir, Grafarholti. Fararstjóri verður Þórarinn B. Guð- mundsson. Gott er að kíkja í eftirtaldar bækur, eina eða fleiri fyrir ferðina: Ferðafélagsbækur Víkingslækjarætt Keldur á Rangárvöllum Sunnlenskar byggðir Tímaritið Goðasteinn Rit Þórðar í Skógum Njála Saga Odda, Hlíðarenda og Breiðabólstaðar Rit Guðmundar Daníelssonar

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.