Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1995, Blaðsíða 15
Svolítil fyrirspurn
til birtingar í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins:
Það er með mig eins og marga
fleiri sem fást við ættfræðigrúsk
sem tómstundaiðju að þótt ég hafí
ofurlítið við að rekja aðrar ættir er
það mín eigin auk umfangsmikillar
tölvuskráningar á ættfræðigögn-
umsemtekurmestanminntíma. í
flestum tilvikum hefur mér tekist
að rekja mína ætt aftur á miðja 17.
öld eða lengra, en ég hef þó rekist
á nokkur “göt” og vona ég að
einhverjir geti hjálpað mér að fylla
í þau.
1) Sveinn “kjaftur” Sveinsson ?
Eitt af börnum Þórðar Sig-
hvatssonar sem bjó í Hlíðarhúsum
í Reykjavík 1801 var Elín. Um
hana segir í Sýslumannaævum
(IV,128): “átti böm meðýmsum...
laundóttir Elínar með Guðmundi
nokkrum: Ragnheiður, átti Stiesen
verslunarmann í Keflavík. Ragn-
heiður Stiesen var lauslát sem
móðir hennar. Laundóttir hennar
með Westy Petræusi kaupmanni í
Reykjavík var Soffía.”
Espólín segir um þær mæðgur
Elínu ogRagnheiði (p.284): “Elín
átti Biama í Hlíðarhúsum Hann-
essonar Hospitalshaldara frá Kald-
aðamesi pag. 1070. lbam átti hún
með Kolbeini pag. 3000 - 3 lbörn
önnr átti hún, eitt hennar b. með
Guðmundi Sveinssyni, bróðr
Kiapta Sveins.
Ragnheiður fór til Jörgensens
1800, síðann gipt Jens Stiesen á
Skagaströnd, fékk Franzós og út-
breiddi hann í Húnavatnssýslu
með ísleifí þiófi pag. 4774 komp-
áni sínum. Ragnheiðr átti bam
með Petræusi, fór suðr og dó þar í
illu skapi 1828 i Rángárvalla-
sýsslu”
Ofurlítið litskrúðugtfólkþetta,
en nú spyr ég: Hverjir eru þessir
“Kjafta-Sveinn” og Guðmundur
Sveinsson bróðir hans ?
2) Eiginmaður Kristínar Næv-
elsdóttur ?
Á síðari hluta 18. aldar var
danskur kaupmaður í Flatey á
Breiðafírði, Níels Nævel að nafni.
Hanneignaðistbamum 1783 með
Valgerði nokkurri Bjamadóttur,
sem síðar giftist Jóni Jónssyni og
má finna þau hjónin á Hjallasandi
1801 ásamtdótturþeirra, Guðnýju
og dóttur Valgerðar og Níels,
Kristínu að nafni.
í manntalinu 1801 er Kristín
skráð Nævelsdóttir, en 1845 var
hún62 áraekkjaáBlómsturvöllum
í Ingjaldshólssókn, skráð Nefils-
dóttir.
Dóttir Kristínar nefndist Krist-
jana Jónsdóttir, fædd um 1815 í
Ingjaldshólssókn. Kirkjubóklngj-
aldshólssóknar er ákaflega glopp-
ótt á þessum tíma og ekki hefur
mér tekist að finna þær mæðgur
Valgerði og Kristínu í mann-
tölunum 1835 eða 1840.
Nú spyr ég: Hver var faðir
Kristjönu Jónsdóttur - og þá vænt-
anlegaeiginmaðurKristínarNæv-
elsdóttur ?
3) Jón Jónsson frá Vestmanna-
eyjum ?
Árið 1846 gifti Erlendur
Jónsson frá Tobbakoti í Þykkva-
bæ, bóndi í Meðalholti og síðar í
Dalbæ dóttur sína Önnu, Jóni
nokkrum Jónssyni. Þau Jón og
Anna bjuggu á Vatnsleysuströnd,
fyrst á Brunnastöðum, en síðar á
Halldórsstöðum. Hjónaband
þeirra varði ekki lengi, þar sem
Jón fórst í slysi 11. febrúar 1850,
en þá höfðu þau eignast tvö böm,
Sesselju og Erlend. Kirkjubók
Kálfatjamarsóknar gefur mér eng-
ar vísbendingar um uppruna Jóns,
en í manntali 1850, sem tekið er
skömmu íyrir fráfall hans er hann
skráður fæddur 1823 í Vestmanna-
eyjum. Að því gefnu að hér sé
ekki um mislestur að ræða, er hér
væntanlega um að ræða annan
hvom þeirra Jóna Jónssona sem
þar finnast fæddir á tímabilinu
1821-1825. Annarþeirravarsonur
J óns JónssonarogVal gerðar Jóns-
dóttur, en hinn var sonur Jóns
Þorkelssonar og Vigdísar Þor-
bjamardóttur.
Mér hefur ekki tekist að finna
nokkuð um afdrif þeirra og leita
ég nú liðsinnis þeirra sem kunnugir
eru ættum í Vestmannaeyjum á
19. öld.
Með von um að einhverjir geti
liðsinnt mér,
Friðrik Skúlason
Pósthólf 7180
sími 588-8863 (vs: 561-7273)
Þorleifur Konráðsson:
í föðurætt minni og
móður
menn ég þekki.
Sumum þykir sopinn
góður
sumum ekki.
15