Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1995, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1995, Blaðsíða 5
löngun til menntunar notuðu hverja stund til að lesa eða reyna að pára stafi á það sem hendi var næst, oftast án tilsagnar. Stafagerðina lærðu þær oft með því að fylgjast með þegar bræðrum sínum um leið og þærsinntuheimilisstörfunum. Síðansátu sumarþeirra í ljósi með fjöl á hnjánum og krítarmola í hendi, aðrar æfðu sig með priki í moldarflag um leið og þær sátú yfir ánum. Til eru sóknalýsingar frá um 1840 þar sem prestar landsins leituðust við að svara spumingalistum Hins Islenska bókmenntafélags frá 1839. Meðal þess sem prestarnir áttu að svara var hversu margir væru skrifandi og hver væri aldur og kyn þeirra sem ekki kynnu þá list. Svörin eru misítarleg. Sumir nefna bæði kyn og Qölda skrifandi og óskrifandi en aðrir telja það ónauðsynlegt. Af svörunum er engu að síður ljóst að mun færri konur en karlar töldust skrifandi, stundum um einn þriðji á móti skrifandi körlum, stundum helmingur. Ástandið breyttist til hins betra eftir því sem leið á öldina og taka má sem dæmi að árið 1840 taldi sóknarpresturinn í Bjamanes- og Hoffellssóknum í Hornafirði meirihluta karla í sókninni skrifandi en einstöku konu sendibréfsfæra. En í heildina taldi klerkur að ekki væru nema 6-7 manns “rétt vel skrifandi”. Sóknarbömin voru þá 280 talsins. Árið 1873 bárust svör úr sömu sóknum og af 288 íbúum töldust nú 72 skrifandi, þar af 55 karlar en 17 konur.2 Hvaða konur voru það þá sem voru skrifandi? Það voru íyrst og fremst dætur embættismanna, svo sem prestsdætur. Þessi staðreynd setur vissulega ákveðna skekkju í það að nota bréf sem heimild um konur almennt, einkum á íyrri hluta aldarinnar, áður en skriftarkunnáttan varð almennari. Bréfritarar fyrrihluta aldarinnar tilheyra því oftast yfírstétt eða miðstétt, ef við getum þá leyft okkur að nota þessar skilgreiningar hér á landi, en á síðari hluta aldarinnar erblönduninmeiri. Egsé til dæmis áþeim bréfasöfnum sem ég hef skoðað að síðustú 20-30 ár aldarinnar færðist það mjög í vöxt að vinnukonur skrifí bréf og það sést berlega á rithönd þeirra að þær hafa fengið litla þjálfun. Þær 19. aldar konur sem voru skiifandi skrifuðu bréf til vina og vandamanna og sendu landshomanna á milli. Á söfnum víðsvegar unr landið leynast sum bréfa þessara kvenna og varpa ljós á líf þeirra og kjör. Bréf kvenna eru í grundvallaratriðum ólík bréfunr karla frá sama tímabili. Karlamir skrifa um landsmálin, pólitík og búskap en konurnar um hversdagslífíð; bömin, tóvinnuna, matargerð og matarforða, veiki nd i, fæðingar, dauða, trúlofanir og giftingar. Þessi skipting er auðvitað ekki algild, karlar fjalla oft um “kvennamál” og konur um “karlamál”, en nokkur áherslumunur er engu að síður auðsær. Lestur ríflega hundrað ára gamalla bréfa er ekki eintómur skemmtilestur. Það sker í hjartað á stundum að lesa um sorgir og þjáningar bréfritara þegar börnin deyja frá þeim, ráðleysi þeirra þegar eiginmaðurinn sest við drykkju með tilheyrandi ófriði á heimilinu og um hungur, fátækt og harðindi. Efni bréfanna mætti kannski gera skil í þessari ágætu setningu úr bréfí frá síðari hluta 19. aldar: Hjer hefur margt borið til tíðinda, fleira en jegfœ upp talið, það fæðist og deyr, trúlofast og giftist og svíkur hvaó annað, lítið fiskirí og því síður gœftir..? Við lestur bréfanna kemur hvað eftir annað frarn hve heilsufar fólks var lélegt. Ungir jafnt sem gamlir voru lélegir til heilsunnar, þjáðust af allslags óútskýranlegum magakvillum og hægðatregðu auk alvarlegri sjúkdóma svo sem kíghósa, lungnabólgu, berkla og sullar. Tannpína og tannskemmdir virðast hafa verið mjög algengar og ég var dálítið slegin að sjá að konur (og alveg örugglega karlar líka) lágu í rúminu, jafnvel vikum saman vegna tannpínu. Fáar frásagnir held ég hafí slegið mig jafnmikið varðandi þetta tannpínuvandamál og það sem Guðrún Þor- grímsdóttir (1818-1860) í Odda skrifar bróður sínum, skáldinu Grími Thomsen. Og það er ekki bara tannpínan, heldur finnst mér ég sjá eitthvert eirðarleysi í mörgum bréfum Guðrúnar, hún er ekki það sem hún vill og getur ekki það sem hún vill. Árið 1844, þegar Guðrún var 26 ára, skrifaði hún: Þú spiró hvort eg sé ekki að yrkja stundum, enn ekki er hœgt Grímur minn að skálda þegar gáfuna vandtar þó viljinn sé góður. Þó hefi eg gjört mér grafskrift sem ekki mun sjást af neinum firr enn eg hœtti að anda ef maðurinn minn lifir þá. Eg get ekki leingi lifað vegna tannleisiz. Tannpínan er búin að gjöra hreint útaf við jaxla mína þó ei sé eg grá af hœrum.4 Eg fann til þegar ég las þetta, hún hafði greinilega löngun til skáldskapar en taldi sig ekki hafa hæfileika, hún var búin að yrkja graftskrift sína 25 ára gömul, sem kannski var ekki óvenjulegt þegar ekkert var eðlilegra en deyja ungur, og hún var hálftannlaus. En það átti ekki fyrir Guðrúnu að liggja að deyja strax. Hún skrifar bróður sínum öðru hvoru og í bréfí frá 1850, þegar hún var 32 ára, segir: Nú held eg þú þekktir mig ekki aptur þó þú sæir mig. Eg er nú svo tannlaus að eg verð að láta tyggja I mig. Eg eldist illa og lítið liggur eptir mig.5 Bamadauði var gífurlegur og í bréfunum er oft 5

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.