Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1995, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1995, Blaðsíða 7
Þessi stúlka giftist reyndar fáum árum síðar svo ætla má að þegar ástin kom í spilið þýddi lítið að halda fast við fyrri yfírlýsingar. Þessa sömu stúlku langaði að mennta sig og eru bréf hennar full af lífsorku og löngun til að losna úr viðjum hefðbund- innar stöðu kvenna. Hún varð að vera heima hjá foreldrum sínum um nokkuð langan tíma til að hjálpa móður sinni að útbúa bræður sína á skóla og sagði á einum stað að faðir hennar ætti nóg með að kosta þá til náms, hún yrði að bíða og sjá hvað yrði þegar þeir væru búnir, kannski kæmi þá að sér! í bréfum kvenna, og raunar sumra karla, má lesa að oft hafi verið mikið ástríki með hjónum og þau samhent í lífsbaráttunni. I bréfí frá 1885 skrifar faðir dóttur sinni: Jeg get sagt það rauplaust eptir því sem við mamma lifðum lengur saman því ástkœrari var sambúð okkar. Móðirin var nýlega látin þegar þama var komið sögu og sorg eftirlifandi eiginmanns mikil. Hann hafði reyndar, þessi maður, ekki staðið sem sig best um ævina. Ég efast ekki um að hann hafí elskað og virt konu sína, en hann var drykkjumaður, a.m.k. um tíma og hélst illa á veraldlegum gæðum. Þau hjónin voru upp á bömin sín komin undir lok ævi sinnar og raunar höfðu systkini þessa manns tekið sum bama hans til sín til uppfósturs því ekki gat faðirinn séð þeim öllum farborða. Sumar konur lifðu í óhamingjusömum hjóna- böndum en höfðu fá ráð til úrbóta. Skilnaðir voru fátíðir og giftar konur voru ekki fjárhagslega sjálf- stæðar. Stundum var besta lausnin, og kannski sú eina, að þrauka og vona að úr rættist. 1 bréfí frá 1868 skrifar kona nokkur mági sínum og trúnaðarvini. Þar kemur fram að góð vinkona hennar býr við mikla drykkju eiginmannsins og segir bréfritari að það taki sig sárt hvörnin œfi hennar er stundum og hvurnin forhold milli hennar og [...mannsins...] er orðið ólíkt því sem það var áður og að sjá uppá diykkjuskap hans daglega og þarafleiðandi ónot milli hjónanna. Sagði hún mjer að sjerfyndistþað óbœrilegt fyrir sig að vera við það til lengdar, einkum þegar heilsa sín færi að bila og ellin komin. Vinkonan virðist helst vilja fara frá eigin- manninum og til bréfritara sé þess kostur. Bréfritari á sjálf í basli með eiginmann sinn. Þau eru nýflutt landshomanna á milli, en eiginmaður hennar var embættismaður. Hún talar um “það gamla” í bréfínu og segir lítið hafa borið á því en þó hafði hann látið sœkja andkjer nokkrum dögum áður en eg kom svo lítil er nú vonin mín, en ósköp þótti honum væntum að eg kom. Hann sagðist halda að hann hefði orðið hálf vitlaust í vetur hefði eg ekki komið og held eg að hann hafi verið hálf hræddur um að eg mundi aldrei ætla að koma. Það var líka búið að fréttast suður að eg væri að flytja mig til ykkar og þú getur nærri hvurnen það hefur verkað. Æ, eg ætla að vona að eg hafi gjört það sem skylda mín bauð mjer, nefnilega aö fara suður, að hverju sem mjer verður það, það veit nú Guð einn. Eg man þú skrifaðir mjerþað í vetur leið að þá vœrifullreynt. Svo virðist sem fjölskyldur sumra þeirra kvenna sem bjuggu við ofríki og drykkju eiginmanna hafí reynt að auðvelda þeim lífið eða jafnvel bjarga þeim úrklóm karlanna. í bréfí frá 1868 segirfráeiginmanni, háttsettum embættismanni, sem var að sögn bréfritara “vondur” við konu sína. Kona hans var systir bæði bréfritara og viðtakanda bréfsins svo ekki er um skreytta kjaftasögu að ræða. Svo virðist sem eigin- maðurinn hafí átt vingott við “þjónustu” sína. Fjölskylda eiginkonunnar greip þá til sinna ráða og fóru tveir bræðra hennar á vettvang og hugðust “sækja hana og tvö bömin sem pabbi ætlaði að taka.” Hún vildi hins vegar bíða og sjá til. Eiginmaðurinn virðist hafa séð að sér við þetta og var henni nú miklu betri eftir því sem segir í bréfínu og ekki varð úr skilnaði þessara hjóna. Það er varla hægt að tala um konur á 19. öld án þess að minnast lítillega á kvenréttindi. 19. öldin var tími geysilegra breytingar eins og ég sagði hér áðan og það er mikill munur á bréfum kvenna frá því rétt eftir 1800 og svo aftur undir lok aldarinnar. Á fyrri hluta aldarinnar eru bréfín staðlaðri en síðar varð, heilmikil skrúðmælgi í kveðjum, bæði í upphafí og endi bréfs, og ég tel mig greina miklu meira sjálfs- öryggi í bréfum þeirra kvenna sem skrifa á síðari hluta aldarinnar. Einhvern veginn eru bréfín frjálsari, ef svo má að orði komast, en þetta er eitt af því sem ég hef fengið tilfmningu íyrir en hef enn ekki nógu mikið í höndunum til að staðhæfa að það hafí orðið breyting. Mér finnst ég samt næstum sjá konumar fyrir mér á síðari hluta aldarinnar, frjálsari í hugsun og frjálsari í fasi, kannski allt afleiðing þess umróts og frelsisvakningar sem varð erlendis um 1850 og barst hingað með Kaupmannahafnarstúdentum og aukinni blaða- og bókaútgáfu. Sennilega fer best á því að alhæfa ekki neitt um þetta að svo komnu máli. Ég minntist á menntun kvenna, einkum skriftar- kunnáttu, í upphafi. Ég fæ ekki séð að konur á fyrri hluta aldarinnar skrifí nokkuð um það að þeim þyki sárt að geta ekki menntað sig á sama hátt og bræður þeirra, en í bréfum sínum tíunda stúlkur gjaman það 7

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.