Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1995, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1995, Blaðsíða 3
Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur: “Þú hefðir átt að vera drengur í brók” Brot úr sögu sveitakvenna á 19. öld Erindi þetta var flutt á fundi hjá Ættfræðifélaginu þann 27. apríl síðastliðinn. Þar sem textinn var fyrst og fremst saminn til upplesturs hef ég breytt sumum setningu lítilsháttar, skotið inn punktum eða kommum þar sem við á og breytt einstaka orðum, svo lesendur hnjóti síður um setningar sem fara e.t.v. vel í upplestri en verða óskiljanlegar á prenti. Einnig hef ég kosið að sleppa því að vísa til sumra bréfritara og viðtakanda bréfa þar umtjöllunarefnið er viðkvæmt og ég vona að lesendur virði þá ákvörðun. Ágætu fundargestir! Undanfarin ár hefur saga kvenna átt töluverðum vinsældum að fagna meðal sagnfræðingasem annarra. Það erkannski aðberaíbakkafullan lækinn að minnast á hve mjög konur hafa orðið útundan í fræðilegum rannsókn- um en þótt kvennasagan sé vissulega í mikilli sókn hér á landi þá vantar mikið á að við getum talið okkur standa jafnfætis nágrannaþjóðum okkar og frændum, bæði hvað varðar rannsóknir og rannsóknaraðferðir. Þegar litið er til sögu 19. aldar kvenna hafa rannsóknir aðallega beinst að afbrotakonum og einstæðum mæðrum, þeim hópum sem af einhverjum ástæðum hafa orðið undir í samfélaginu og nokkuð öruggar heimildir eru til um. Þá á ég við heimildir eins og dómabækur, manntöl, kirkjubækur, hreppstjórabækur o.fl. þarsemhægterað fáýmsartölulegarupplýsingar og staðreyndir. Vinnukonur 19. aldar hefur oft borið á góma og þá sjáum við gjarnan fýrir okkur vinnulúnar konur, jafnvel illa til fara, þrælkaðar af húsbændum sínum. Myndin af vinnukonunni að draga blauta sokkanna af vinnumanni er skýr í huga okkar og einhvern vegin fær maður fremur dökka mynd af vinnukonulífí síðustu aldar. Hins vegar má líka sjá í sumum ævi- söguritum og greinum, að þar eru húsfreyjur síðustu aldar upphafnar sem nánast fullkomnar konur, guð- hræddar og frómar, frábærir uppaldendur og eigin- konur, sem stýra búinu innan stokks af mikilli list og gleði. Mér þykja þessar einlitu myndir, á hvorn veginn sem er, úreltar. Lífið hlýtur að hafa haft bæði sínar björtu og dökku hliðar, rétt eins og í dag, það hefur varla verið alslæmt að vera vinnukona og líf hinnar fullkomnu húsfreyju hefur varla alltaf verið fullkomið. Það er kominn tími til endurskoðunar og rannsóknar og það er einmitt það sem ég hyggst gera næsta árið eða svo. Fljótlega uppúr síðustu áramótum hóf ég að lesa bréf 19. aldar kvenna og er tilgangurinn með því að öðlast innsýn í líf þeirra og störf. Tilgangur rannsóknar minnar, sem nær vitanlega ekki aðeins til bréfa, heldur einnig ævisagna, opinberra heimilda ýmiskonar, gagna á Þjóð- háttadeild Þjóðminjasafns svo fátteitt sé talið, er að varpa nýju ljósi á líf sveitakvenna á öldinni sem leið (ég einskorða mig við sveitakonur til að takmarka umfang verksins). Ég hef hugsað mér að skoða störf kvenna inni á heimilunum og utan þeirra, reyna að átta mig á valdahlutföllum kynjanna, hvað var kvennanna og hvað karlanna. Það má skjóta því hér inní að erlendis hefur þessi aðferð verið notuð undanfarin ár að reyna að meta óbein völd kvenna, þ.e. áhrif þeirra bæði inni á heimilunum og utan þeirra. Ég hef einnig hug á að skoða samskipti kvenna innbyrðis og valdahlutföll og mun leitast við að skilja stöðu kvenna í samhengi við samfélagsgerð aldarinnar, viðhorf og hefðir. í því felst að gagnrýna ekki t.d. yfirráð eiginmanns yfir eiginkonu ef það var í samræmi við þau gildi sem þá ríktu. Spumingamar sem mig langar til að fá svör við eru óteljandi. Hvaða augum litu konur sjálfar á líf sitt, voru þær sáttar við stöðu sína sem mæður, húsfreyjur, eiginkonur og vinnukonur? Töldu bæði konur og karlar stöðu kvenna í samræmi við andlega og líkamlega hæfileika þeirra? Þetta með vitsmuni kvenna og hæfileika er alltaf mjög erfitt umljöllunarefni vegna þess að okkur nútímafólki, og kannski einkum nútímakonum, hættir til að líta á orð karla um hæfileika kvenna sem örgustu karlrembu. Það er hins vegar nauðsynlegt að taka tillit til þess að það var raunveruleg trú karla og ekki síður kvenna að konur væru ekki hæfar til sömu verka og karlar. Flestir karlar töldu konur ákaflega vel af guð gerðar og ekki síður mikilvægar fyrir þjóðfélagið en karlar, en bara á allt öðrum sviðum en Erla Hulda Halldórsdóttir 3

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.