Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1995, Blaðsíða 10
Bjami E. Guðleifsson, Möðruvöllum í Hörgárdal:
Niðjamót Eyjólfs Stefánssonar frá Dröngum
1.-3. júlí 1994 -
frásögn af skipulagningu og framkvæmd.
í einu af tölublöðum Fréttabréfs Ættfræðifélagsins á s.l. ári birtist hvatning frá ritstjóm til félagsmanna að miðla öðrum
af reynslu sinni við að skipuleggja niðjamót. Nú hefur einn félagsmanna orðið við beiðni ritstjómar og birtist hér útdráttur
úr frásögn hans. Eru fleiri hvattir til að feta í fótspor Bjama og senda ritstjóm pistla.
DAGSKRÁ
Ejúlí.
Kvöld 2. júlí. Fyrstu gestir koma um kvöldið.
10.00. Safnast saman við tjaldstæði, sjá kort. Gögn afhent (barmmerki, niðjatal, sönghefti. Knattspymu- og leikjamót.
12.00. Hádegisverður undir berum himni.
12.45. Ferðalag til Dranga, hver á sínum bíl. Komið við í kirkju og kirkjugarði á Breiðabólstað. Fólkið í Langadal heimsótt.
18.30. Komið aftur til Stykkishólms.
19.30 Sameiginlegur kvöldverður á Hótel Stykkishólmi. Fjórréttað hlaðborð. Verð kr. 1.980, 1/2 fyrir börn innan 12, frítt fyrir 6 og yngri. Skemmtiatriði: Hver ættleggur (Sigríðarleggur, Friðbjargarleggur, Jóhönnuleggur, osfrv.) með 5-10 mín. dagskrá. Allir skemmta öllum.
?? Drangakyn tekur á sig náðir.
3. júlí Sigling um Breiðafjörð. Ættarmótinu slitið formlega áður.
Undirbúningur hófst einum tíu
mánuðum fyrir mótið, og var þá
komið á fót nefnd sem var skipuð
einum fulltrúa frá hverju bami
Eyjólfs. Var ráðist í að semja
niðjatal sem selt var á mótinu:
Niðjatal Eyjólfs Stefánssonar
frá Dröngum og eiginkvenna
hans, Sigríðar Friðriksdóttur og
Jensínu Kristínu Jónsdóttur. 15
s. Ingi Bogi Bogason tók sam-
an.Nafnaskrá er engin í ritinu og
nokkrar villur slæddust með. Er
í ráði að gefa út vandaðri útgáfu.
Einnig var ákveðið að gefa út
fréttabréf, Dranga, sem sent var
til allra ijölskyldna til að minna
menn á hvað framundan væri.
Auglýst var eftir hugmyndum
varðandi niðjamótiðoglístþeim
tillögum sem nefndin hafði þeg-
ar rætt. Sagt var frá kostnaði við gistingu og annað og
bent á heimildir sem fólk gæti kynnt sér um Eyjólf og
hans fólk. Líklega hefur fréttabréfið orðið til þess að
þátttaka var nær algjör. Um síðustujól var svo öllum
sentjólafréttabréf. Því fylgdi ljósrituð mynd af Eyjólfi
með böm sín öll. Til gamans má geta þess að eftir að
ákveðið var að halda niðjamótið jókst eftirspum
mjögeftirævisöguEyjólfsStefánssonarfráDröngum,
Kaldur á köflum, og jafnframt snarhækkaði verð
bókarinnar hjá fomsölum.
Mótið fór fram í Stykkishólmi, og gisti fólk ýmist á
hóteli, gistiheimilum eða á tjaldstæði, en þar voru
flestir. Dagskráin hafði áður verið birt í fréttabréfinu.
Mótið sjálft bar nær engan kostnað, allir greiddu fyrir
sig, gistingu, mat og siglingu, en hver afkomandi af
annarri kynslóð (fólkið sem er á besta aldri og hefur
mestar tekjur) borgaði 1000 krónur og var það fé
notað til að kosta fundarboð (Dranga) og ljósritun á
fyrrgreindri fjölskyldumynd. Staðkunnugur ættingi
tók saman leiðarlýsingu um ferðina til Dranga og var
henni dreift í hvem bíl þannig að einn farþega las
fyrir alla hina.
I tölublaði fréttabréfsins Dranga sem út kom að liðnu
niðjamóti um jól 1994 var rifjuð upp samvera ætt-
ingjanna. Birtarvoru stuttarkynningarum ættfeðuma
sem fluttar voru á kvöldvöku mótsins. Minnst var á
það sem betur hefði mátt fara: Gott hefði verið að
setja upp veifu eða merki á tjaldstæði til þess að vísa
mönnum veg. - Fótboltakeppni varð heldur langdregin
og skynsamlegt hefði verið að hafa einhverja dagskrá
fyrir bömin jafnhliða keppninni. - Á kvöldvöku hefði
einnig mátt sinna bömum meira. - Hljóðkerfi í matsal
gerði erfitt um söng. Borðhald hefði mátt ganga
hraðar. Hugsanlega hefði átt að undirbúa dans í lok
kvöldvöku.
framhald á nœstu síðu
10