Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1995, Blaðsíða 8
sem þær eru að læra - sem er kverið, skrifit, hannyrðir
og tóskapur. Ég stenst ekki freistinguna að geta hér
einnar sérlega gáfaðrar konu, að því er virðist, konu
sem sumir að minnsta kosti virðast hafa álitið vera
með “karlmannsgáfur”. Bæði hér heima og erlendis
var talað um að konur hefðu gáfur á við karlmann,
eða hugsuðu eins og karlmenn, sýndu þær sérstaka
hæfileika til náms; það þótti sjálfgefið að konur
byggju ekki yfír sömu vitsmunum og karlar. Þessi
kona er Jakobína Jónsdóttir, síðar Thomsen, kona
Gríms skálds á Bessastöðum. Ég hef lesið nokkum
fjölda bréfa til hennar frá ættingjum og vinum og séð
bréf þar sem hún er nefnd og svo virðist sem allir séu
samdóma um frábæra vitsmuni hennar og mannkosti.
Eins og mörg ykkar eflaust vita var Jakobína yngst af
stórum systkinahópi, og má nefna meðal þeirra
Solveigu semgiftvarJóniSigurðssyniáGautlöndum.
Einn bræðra Jakob-
ínu var séra Sigfús
Jónsson, prestur að
Tjörn á Vatnsnesi,
síðar á Undirfelli í
Vatnsdal. Það hafa
varðveist nokkur
bréf Sigfúsar til systur sinnar, en milli þeirra var 20
ára aldursmunur. I bréfúm sínum dáist Sigfús mjög
að systur sinni, sem hann hafði ekki séð í ijöldamörg
ár og segir t.d. í bréfí frá 1860 að rithönd hennar líkist
fremur “lærðs manns hönd, sem falleg sé heldur en
kvennmannshönd”. I sama bréfi segist hann gruna að
hana langi til að verða eitthvað annað og meira en hún
nú sé, en Jakobína dvaldi að mestu hjá aldraðri
móður sinni að Hólmum í Reyðarfírði. Sigfús kvað
svo langt síðan þau systkinin sáust að varla myndi
hann þekkja hana í sjón en sagðist vel muna svip
hennar þegar hann síðast sá hana. Hann segist hafa
sagt við eldri bræður sína að “þú hefðir átt að vera
strákur eins og við hinir, mun mér hafa þótt þú fjörleg
og tápleg.”8 Fáum árum síðar fór Jakobína til
Reykjavíkur til námsdvalar og Sigfús bróðir hennar
skrifar henni þann 10. júlí 1866. Bréfíð er því miður
stórskemmt og vantar því töluvert í það en það
inniheldur afar skemmtilegar og um leið athyglis-
verðar hugleiðingar Sigfúsar um menntun og mögu-
leika kvenna til menntunar. Hann segist vita að veran
í Reykjavík verði systur sinni
til sannarlegs frama og menntunar eins og eg veit
hún getur orðið hverjum þeim sem heir vit og vilja
til að brúka hana rétt: og til þess hefi eg bezta
traust áþér, systirgóð. Eg veit hvort sem er, aó þú
hefir aldrei œtlað þér aó komast í Reykjavík til
þess aó læra að verða “fin ogmóóins ” - eins og
segir um sveitastúlkur sem þangað fara -! Eg var
einu sinni árstíma í Vík og sá eg þá að þar mátti
margt gott og fallegt lœra, þó nú engan veginn
geðjaðist þá að sumu þar.9
Sigfús kvaðst raunar ekki vita nákvæmlega hvað hún
hefði fyrir stafni í Reykjavík en taldi að hún væri að
fræðast og það kannski allt eins mikið í andlegum
efnum sem þeim verklegu því hún hefði alla burði til
þess og látið í ljósi mikla hæfileika til bóknáms og,
sagði Sigufús
þú hefðir átt að verða drengur í brók! svo þú
hefðir staðið betur að vígi til að leggja þig niður
við það. En konum hefir hjá oss Islendingum
verið mjög varnað þess að undanförnu og þeim
sjaldan gefist kostur...10
Hér er bréfið of skemmt til að hægt sé að lesa heilar
setningar, eneinhverfleiri orð
hafði Sigfús þar um menntun-
armöguleika kvenna. Ég hef
enn ekki rekist á mikið af
þessu tagi í bréfunum, og alls
ekki frá þessum tíma, svo
skömmu eftir miðja öldina.
Upplýsingar sem þessar eru mjög mikilvægar til að
hægt sé að átta sig á viðhorfi fólks til mismunandi
menntunar kynjanna og hvort því hafí yfírhöfuð þótt
eitthvað óeðlilegt við að kynin hefðu ekki sömu
menntunarmöguleika,
Um 1880 var mikil gerjun og félagsmótun í Suður-
Þingeyjarsýslu, eins og flestum ætti að vera kunnugt,
og það kemur því ekki á óvart að sjá bæði Rebekku
Jónsdóttur og systur hennar Kristjönu frá Gautlöndum
skrifa lítið eitt um stöðu kvenna um 1890. Kristjana
skrifar til tvíburabróður síns, Þorláks, sem var í fóstri
hjá Jakobínu móðursystur sinni á Bessastöðum, í
febrúar 1890, að í annað sinn á tuttugu árum (þau
Þorlákur voru tvítug), hafí fæðst tvíburar á Gaut-
löndum og það sé tímans tákn að stúlkan hafi fæðst
á undan og sé enn sem komið er dugmeiri og efnilegri.
Rebekka skrifar bróður sínum um hið sama og segir
að hefði hún ekki fýrir borið miklar væntingar til
framtíðarinnar fýrir hönd stúlkna, þá hefði fæðing
tvíburanna orðið henni tákn um að bjarta framtíð
kvenna.
Þorlákur hefur sennilega ekki verið neitt sérlega
upprifmn yfír kvenréttindahjali systra sinna, því
Kristjana tekur þetta upp afitur í bréfi júlí sama ár.
Þér þykja víst ekki skynsamleg orð mín þar sem
jeg var að tala umþað tímans tákn semþessi börn
hafi hjer gjört. En þú máttir heldur ekki taka það
svoleiðis að jeg vildi og ímyndaði mjer að það
yrði hver kvenmaður, sem skaraði svona fram úr
karlmönnunum, nei, jeg meinti aðeins að þetta
. . . það þótti sjálfgefíð að konur
byggju ekki yfír sömu vitsmunum og
karlar.
8