Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1995, Blaðsíða 14
aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent
Hvaðan er myndin?
Vegna fyrirspumar frá Sigríði Guðmundsdóttur,
í Fréttabréfi 1. tbl. 13. árg. - Jan. 1995.
Þula um heimilisfólkið
á Búrfelli í Grímsnesi
um 1840.
Því er fljótsvarað af minni
hálfu, því ég er uppalinn á staðn-
um. Myndin er af Búrfelli í Gríms-
nesi og er tekin skamrnt niður á
túni í kringum 1940. Þá má geta
þess að kirkjan verður 150 ára á
þessu ári.
Kirkjan var byggð úr timbri
1845 af Jóni Halldórssyni sem var
nýgiftur ekkjunni þar, Ragnhildi
J ónsdóttur prestsdóttur frá Klaust-
urhólum.
Og þar sem torfkirkja 24 ára
gömul sem Bjöm Jónsson íyrri
maður Ragnhildar byggði var
orðin nokkuð illafarinog Jón sest
í mjög svo blómlegt bú, þá hefur
honum litist betur á að byggja
nýja heldur en að fara að klastra
við þá eldri. Sjálfur mun hann
ekki hafa komið með mikið með
sér. Fékk Jón sér smið úr Reykja-
vík, sá hét Bjami Jónsson, smiður
góður og mun hann hafa smíðað
fleiri kirkjur í Árnes- og Rangár-
vallasýslum.
Þetta var fyrsta timburkirkja á
staðnum og stendur hún enn.
Árið 1944 voru gerðar all-
miklarendurbæturákirkjunni, svo
sem að setja nýtt gólf og nýja
timburklæningu utaná veggi og
annað sem fúið var orðið, lagfært.
Altaristafla var sett í viðgerð til
sérfræðings viðkomandi máln-
ingu. Undirritaður gerði upp
rammann og smíðaði nýjan presta-
spaða.
Að öllu loknu sumarið 1945
var hátíðleg athöfn og kirkjan
blómum skreytt og fjöldi fólks.
Kaffi og meðlæti var framreitt í
stóru tjaldi á túninu austan við
kirkjugarðinn.
Marteinn Ágúst Sigurðsson
Gilá, A.-Hún.
Björn ogRagnhildurBúrfells hjón,
börn þeirra, eldri og yngri Jón.
Margrét er meyjan sanna.
Sigmund og Isleif svo eg tel,
Sojfia og Vilborg þjóna vel
svo kemur sjálfhún Anna.
Kristín og Guðrún kvendin tvenn,
karlinn hann Gisli lifir enn.
Jósef ei eg má gleyma,
Höskuldur smalar harla trúr,
hann er að ráfa í hverri skúr,
þetta allt á þar heima.
Skrifað eftir Sæmundi Einarssyni
á Vífilsstöðum, er taldi þuluna
mundi vera eftir Guðm. bónda
Olafsson í Ásgarði (bróður Önnu
sem um getur í þulunni).
Isl. sagnaþættir og Þjóðsögur
Guðna Jónssonar, VIII. bls. 152.
M. Ág. Sig.
Til ritstjórnar Fréttabréfs
Ættfræðifélagsins
í 1. tbl. 13. árgangs, s. 13 er spurst fyrir
um einhvem stað, sem mynd er af á
síðunni. Staðurinn kom mér kunnuglega
fyrir sjónir. Eg fletti því upp á tæplega
50 ára gömlum myndum og mikið var -
þetta var Búrfell í Grímsnesi. Frá hægri
sést kirkjan með stóru tré í garðinum.
Þar fyrir neðan er skrúðgarður. Á bak
við garðinn eru frá hægri: Hús Halldórs
bónda Diðrikssonar, hús Páls bónda
Diðrikssonar (milli þeima er sund, þar sem er inngangur í bæði húsin); lengst til vinstri er lágreist hús, sem
er fjósið.
Það var á þessum stað, sem tekið var á móti forsetafrú Sovétríkjanna Raisu Gorbatsjóvu árið 1986.
Búrfell i Grímsnesi 1947
Kolbeinn Þorleifsson
14