Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1995, Blaðsíða 12
- aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent -
Sigurður Ragnarsson
Vesturgötu 38, 230 Keflavík
Ættfræðifélagið,
form. Hólmfríður Gísladóttir
Unufelli 9, 111 Reykjavík
Ég hef skoðað lauslega fyrsta bindið af manntali
1910, sem er metnaðarfullt verk, og óska ég ykkur vel-
gengni með útgáfuna.
Mig langar að leiðrétta örfáar skekkjur, sem ég sé án
sérstaks samanburðar:
1) Bls. 24: Oddný Sigríður Einarsdóttir, fædd 1882,
var Eiríksdóttir (hún var kölluð Sigríður).
2) Bls. 24: (Oddný) Sigríður Einarsdóttir, fædd 1887,
hét Þórdís Eiríksdóttir
3) Bls. 29: Þórunn Bjarnadóttir dó ekki 18.04.1916.
4) Bls. 89: Ragnhildur Ketilsdóttir er í yngra lagi til að
vera hjú á Brunnum (4 ára). Hún var dóttir Ketils og
Bjarnheiðar, sem eru talin næst á undan henni. Ef frumritið
titlar Ragnhildi litlu svo, veit ég ekki nema neðanmálsgrein
ætti rétt á sér, svo að ekki verði álitið prentvilla.
Einnig skal nefnd sú skoðun mín, að nafnaskrár munu
nýtast illa, nema í síðari bindum verði bætt við nöfnin
fæðingardegi (frekar en heimilisfangi). Til dæmis eru í
þessu fyrsta bindi 36 menn, sem heita Jón Jónsson. Ef þarf
að leita í öllu manntalinu að fólki með álíka algengt nafn,
án nánari aðgreiningar, gæti það hlaupið á heilu dagsverki.
Ég er hins vegar mjög ánægður með þessa útgáfu,
einkum af því ég hef talið tölvuútskrift í Þjóðskjalasafni
nánast ónothæfa. Ég á eftir að bera bókina saman við
handrit mín um Skaftfellinga. Ef félag yðar kærir sig um,
er velkomið að halda til haga, ef ég rekst á aðrar skekkjur.
Með vingjamlegri kveðju og góðum óskum,
Sigurður R.
Við þökkum Sigurði fyrir hinar þarflegu ábend-
ingar hans. Þessar villur hafa orðið til í vinnslu bókarinnar
og yfírsést í prófarkalestri. Rétt er þetta þannig:
1) Bls. 24: (Oddný) SigríðurEiríksdóttir, f. 03.02.1882.
2) Bls. 24: Þórdís Eiríksdóttir, f. 03.03.1887.
3) Bls. 29: Þórunn Bjamadóttir dó ekki 18.04.1916.
Ekki á að vera dánarár við hana. Þetta hefur gerst þannig
að í prentvinnu bókarinnar fylltust margar eyður í dánar-
dálki og urðu eins og næsta dánarár á undan. Þessar villur
voru strikaðar út í prófarkalestri,en þessi hefur orðið eftir.
4) Bls. 89: RagnhildurKetilsdóttirersögðhjúí frumriti.
Þama hefði athugasemd neðanmáls átt rétt á sér.
Það væri gott er Sigurður eða aðrir sem finndu svona
villur í bókinni létu okkur vita.
Annað form á nafnaskrá má taka til athugunar.
Hólmfríður Gísladóttir
Eggert Th. Kjartansson
Hver er hvað og hvurs er hver
Fyrirspum Þorsteins Kjartansson-
ar var gerð fyrir Þorkel Runólfsson.
Þorlákur hafði samband við mig
símleiðis og gekk í félagið, og ég
lofaði að birta í Fréttabréfmu fleiri
upplýsingar, sem ég vissi um.
Þetta stendur í "Hver er maðurinn":
Valgarður Olafsson Breiðfjörð (W.
Ó. Breiðfjörð), f. 2.7.47 á Virki í
Rifi. For. Ó. b. þar Brynjólfsson úr
Bjameyjum ( Brynjólfssonar þar,
Gunnlaugssonar, Bjamasonar) og
Ingibj örg J ónsdóttir, Asgrímssonar
Hellnapr. Vigfússonar. Kom til
Rvíkur 1869 og lærði trjesmíði.
Lagði helluþakið á Alþingishúsið
með Magnúsi Ámasyni trjesmið.
Trjesmiður í Rvík síðan til 1885.
Kaupm. frá þeim tíma til dauða-
dags. Útgef. ogkostnaðarm. blaðs-
ins "Reykvíkingur" 11 ár. Dugnað-
ar- og áhugamaður. D. 16.4.1904 á
póstskipinu "Laura" nálægt Vme.
á leið til Rvíkur. K. 1874 Rósa
Anna Elísabet Einarsdóttir hattara
í Rvík Hákonarsonar.
Um hann má líka sjá í "íslenskum
æviskrám".
Valgarður er sagður hafa byggt
Fjalaköttinn við Aðalstræti.
Svanfríður Hermannsdóttir var gift
Valdimar Bjamasyni sjóm. á Hellis-
sandi, böm þeirra eru: Aðalheiður f.
1922, Guðmundur f. 1924, Valgeir
Herbert f. 1928, Áslaug f. 1931 og
Bjamveig f. 1942. Af þessu fólki eru
margir niðjar.
Svanlaug Hermannsdóttir var gift
Helgmundi Gunnari Alexanderssyni
sjómanni á Hellissandi. Þau áttu tvo
syni: Hermann f. 1927, hann á niðja,
og Albert Bjama f. 1928, dó ógiftur
og bamlaus.
Pétur Konráðsson drukknaði 9.
feb. 1921 af mótorbát við Keilisnes á
Vatnsleysuströnd. Báturinn munhafa
rekist á sker og fórst öll skipshöfnin.
Líkið rak á land og var greftrað í
Reykjavík21. feb.
Hjörtur Elimundarson var fæddur
um 1874-5 á Brekkum á Rifi (kirkju-
bókin illa færð), ég tel móður hans
hafa verið Maríu Ámadóttur (bendir
til þess). Hjörtur var hjá föður sínum
í Tannstaðabúð á Rifi til 7 ára aldurs,
en ég fmn hann ekki látinn.
Ólafur Brynjólfsson lést 9. mars
1868, þá bóndi í Stóravirki á Rifi,
framhald á nœstu síðu
12