Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1995, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1995, Blaðsíða 4
þeir. Konur áttu að hugsa um börn og bú, þar voru hæfileikar þeirra best nýttir. Menntun kvenna átti til dæmis fyrst og fremst að gera þær betri mæður og húsmæður; þetta má sjá íArnbjörgu, leiðbeiningariti Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal sem hann skrif- aði seint á 18. öld, og þetta viðhorf var ríkjandi á 19. öld, einkum þegarumræðan um kvennaskólanahófst. Til að geta rannsakað líf kvenna verður rann- sakandi, kannski ekki síst ef hann er kona, að losa sig við hugmyndir okkar nútímafólks um mannréttindi og jafnrétti. Það er svo sem allt í lagi að nota okkar viðhorf og gildi til samanburðar við það sem áður var en nútíminn er ekki réttur mælikvarði á hvað var rétt og hvað var rangt fyrir hundrað eða tvöhundruð árum. Þá bjó fólk við allt annan veruleika og allt aðra hugmyndafræði en þekkist í dag. Vandamálið við rannsókn á sögu kvenna, þá á ég við sögu kvenna almennt, er skortur á heimildum. Þegar teknir eru fyrir ákveðnir afmarkaðir þættir eins og afbrot, útburður bama, lauslæti o.s.frv. eru töl- fræðilegar heimildir aðgengilegar eins og ég nefndi hér áðan og einmitt þess vegna hefur töluvert verið gert af því að skoða þessa þætti. En alls meirihluta kvenna, allra þeirra sem lifðu þessu hefðbundna lífi, er ekki getið í opinberum heimildum og um þær skrifuðu sagnaritarar ekki. Þessar konur verður að finna í ýmsum aðskildum heimildum og flétta sögu þeirra saman úr mörgum þráðum. Ég tel nauðsynlegt að tengja sögu kvenna við hina almennu sögu, sögu karlanna, sögu landsins. Sögu kvenna má ekki taka úr samhengi við heildarsöguna, heldur á hún að vera órjúfanlegur partur af sögu þjóðarinnar. Ef vel tekst til á þessi rannsókn mín því að leiða til aukins skilnings og þekkingar á lífi 19. aldar Islendinga. Sem fyrr segir er ég svo nýbyrjuð á þessu verkefni að það eru spurningamar sem ráða ferðinni enn um sinn hjá mér. Niðurstöður rannsóknarinnar eru enn í tjarlægri framtíð. Það sem ég ætla að gera hér í kvöld er því fyrst og fremst kynning á hluta efnis þeirra kvennabréfa sem ég hef þegar lesið og almennt spjall um líf og kjör kvenna. Það er ekki úr vegi að geta þess hér að við bréfa- lesturinn og til- raunir til að komast að einhverjum upplýsingum um konumar mínar, hef ég rekið mig á hversu lítið höfundar æviskráa fyrri tíma hirtu um að gefa upplýsingar um konur, fyrir utan það að kvenna er sjaldan eða aldrei getið sem sjálfstæðra einstaklinga, heldur sem dætra, mæðra eða eiginkvenna ákveðinna karla. Konumar verða að vera prestsdætur og helst að hafa gifst prestum að auki til að fáanlegar séu helstu upplýsingar, s.s. fæðingar- og dánarár. Auðvitað gæti ég rakið æviferil þeirra með manntölum og kirkjubókum, en ég veit að ég þarf ekki að segja ykkur hversu tímafrekt það er að eltast við einstaklinga fyrri alda í fyrrgreindum heimildum. Það er kannski verðugt verkefni fyrir áhugasaman ættfræðing að t.d. endurbæta Islenskar æviskrár Páls Eggerts Ólafssonar, bæta konum inn í og einnig að setja fæðingar- og dánarár við böm þeirra sem þar er getið, og bæta þeim inn í sem þar vantar. Nítjánda öldin, einkum síðari hluti hennar, var tími mikilla breytinga á íslensku þjóðfélagi eftir aldalanga stöðnun. Með auknum kröfum um upp- lýsingu og menntun alþýðu jókst áhersla á kennslu í lestri og skrift, þessum grundvallaratriðum mann- legrar þekkingar. Reglugerðir fyrri alda gerðu ráð fyrir að öllum bömum skyldi kennt að lesa en þó voru þau undanski lin sem þóttu tomæm. Skrift og reikning var ekki skylt að kenna öllum bömum enda fór það svo að það voru aðallega drengir sem fengu numið þessi fræði. Víst er þó að ekki hafa allir drengir setið við sama borð hvað þetta varðar því synir betri bænda höfðu fremur tækifæri til menntunar en synir kot- bóndans eða þurrabúðarmannsins. Fáum þótti þörf á að kenna stúlkum að skrifa því, eins og segir í sóknarlýsingu fyrir Miklaholts- og RauðamelssókniráSnæfellsnesiárið 1839,þá“leggja þær sig strax í ungdæmi meir eftir öðrum hand- iðnum.”1 Það væri kannski réttara að segja að þeim hafí sjaldnar gefist tækifæri til þess því stúlkur voru snemrna vandar við það að létta undir við heimilis- störfrn og gafst þeim því lítill tími til lærdómsiðkana. Arið 1866 skrifaði bóndi nokkur til móður sinnar að syni hans væri sagt til í dönsku en “lítið hefur Dóra mín getað náð til tilsagnarinnar, því eg hef ekki nema eina vinnukonu og þarl' hún því að vera svo mikið frammi við.” Við lestur ævisagna þeirra karla og kvenna sem uppi voru á síðari hluta 19. aldar kemur glöggt fram að það þótti óþarfi að kenna stúlkum skrift og engin veruleg breyting hafi orðið þar á fyrr en 1880 þegar sett voru lög um uppfræðing barna í skrift og reikningi og þannig lagður grunnur að því að kynin nytu sömu menntunar. Um svipað leyti jókst mjög áhugi á menntun og uppfræðslu alþýðu og nutu þar bæði drengir og stúlkur góðs af. Kvennaskólamir, sá fyrsti, Kvennaskólinn í Reykjavík, stofnaður 1874, breyttu miklu í menntunarmöguleikum stúlkna. Fyrstu árin voru tiltölulega fáar stúlkur sem komust að á skólunum auk þess sem alþýða manna hafði tæpast efni á að kosta dætur sínar til slíks náms. Af ævisögum má ráða að þær stúlkur sem höfðu "Fáum þótti þörf á að kenna stúlkum að skrifa." 4

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.