Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1995, Blaðsíða 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1995, Blaðsíða 9
merkti það að karlmennirnir hefðu ekki œfmlega yfirburðina yfir kvennfólkið heldur mundi velta á ýmsu með það, optast hafa þeir að vísu meiri líkamsþroska, en sálarþroskinn álít jeg að muni vera mjög svipaðúr. ... Það er svo fátt af strákum hjer núna að jeg verð svo að segja að ganga íþeirra stað. Það hefir nú annars gengió svo til síðan þið Steini fóruð að heiman; jeg er alt að því búin að fá óorð á mig fyrir hvað jeg er slörkuleg, t.d. þegar jeg er í silungstúrum og reiði undir mig úttroðna lang- sekki, ríð í hnakk og allt fram eptirþessu, þá þyki jeg heldur finleg máttu trúa. Það er nú annars ekkert viðfelldið þegar stúlkur verða að segja, “þegar hann bróðir minn fór í skóla þá hlaut jeg að taka við hans verkum því annað var ekki hægt. En aðþetta er óviðfelldið kemur auðvitað til afþví að hin dæmin eru svo fá að piltargeti sagt hið sama; að vísu er það nú orðið algengt að stúlkur fari á skóla (en það nemur vanalega svo stuttan tíma og gætist þess vegna lítið). Mjer er hreint ekki sjálfrátt hvað jeg er gjörn á að tala um karla og konur ogjeg er víst hreint á leiðinni með að fara út í kvenfrelsismál, og það er mjer þá eiginlega ekki tamt því jeg tala mjög sjaldan um það, en get hreint ekki neitað mjer að hugsa um.11 Stúlkumar voru famar að hugsa og jafnvel tala um kvenfrelsismál og karlarnir voru margir hverjir dauðhræddir, eins og mér sýnist berlegt að Þorlákur hafi verið, um að nú ætluðu og vildu konur valtra yfir kallana í einu og öllu, verða gáfaðri og hirða af þeim öll embættin. Þessi hræðsla karla kom fram bæði hér heima og erlendis, þeir héldu að konur ætluðu að taka völdin í sínar hendur, bola þeim burtu. Þeir skildu ekki alveg jafnréttishugtakið, gátu ekki séð fyrir sér að kynin gætu starfað að því sama hlið við hlið, það hlaut annað hvort að verða að ráða að því er þeir töldu. Eins og gefur að skilja eru bréf kvenna, eins og bréf karla, afar misjöfn að gæðum ef við metum rithönd og kunnáttu í stafsetningu. Eg fæ ekki betur séð en þær konur sem skrifuðu bæði rangt og illa hafi verið meðvitaðar um vanhæfni sína og afsaka tíðum bæði skrift og stafsetningu. Bréfin bera því hins vegar glöggt vitni að bréfritari hafði oft ekki síðri tök á máli og stíl en sú sem vel skrifaði. Það er einnig áberandi að konur biðja mjög oft um að bréf þeirra séu brennd en þetta hef ég afar sjaldan séð hjá körlum, og kollegi minn sem hefúr lesið nokkurt margn karlabréfa kannaðist ekki við slíkar bónir úr þeim bréfum sem hann hafði lesið. Þess eru allmörg dæmi að einhver skrifandi ljáði rithönd sína þeim sem ýmist ekkert kunni eða taldi rithönd sína ekki boðlega þeim sem bréfið átti að fá. Þegar ég fyrir tilviljun rakst á nokkur bréf á Hand- ritadeild Landsbókasafns, skrifuð af langalangömmu minni, Þorbjörgu Stefánsdóttur á Alftavatni og Elliða í Staðarsveit, skömmu eftir miðja síðustu öld, varð ég afskaplega glöð fyrir því hvað þessi formóðir mín hafði fallega rithönd. Stafsetning var í samræmi við það sem þá tíðkaðist og stíllinn ágætur. Gleði mín entist ekki lengi því í sama bréfasafni voru einnig bréf föðursystur langalangömmu og þar var því ljóstr- að upp að “stúlka í nágrenninu” skrifaði bréf langa- langömmu minnar, og raunar eitt af bréfum föður- systur hennar líka! En þótt bréfin séu ekki með réttri rithönd þá segir sá sem skrifaður er fyrir þeim til um efni bréfsins, og það eru hans/hennar hugrenningar sem eru festar á blað. Það eru einmitt þessar hugrenn- ingar um lífið og tilveruna og fréttir af hversdagslegum hlutum sem gefa sendibréfum gildi sem heimildum í sagnfræðirannsóknum. Eins og fram hefur komið hér að framan er af ýmsu að taka þegar rannsaka á sögu kvenna og efnið að mínu mati ákaflega spennandi og skemmtilegt. Vandamálin sem fylgja rannsókn af þessu tagi eru ijölmörg og sum vandleyst. Það erfiðasta er sennilega að reyna að setja sig inn í hugarheim forfeðra okkar, losna við gildi og viðhorf nútímans. Tilvísanir: 1 Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags. Snæfellsnes III. Svavar Sigmundsson og Olafur Halldórs- son sáu um útgáfuna. Reykjavík 194, bls. 62 2 Sóknalýsingar nokkuð margra héraða hafa verið gefnar út en eru annars varðveittar á Handritadeild Landsbóka- safns. 3 Lbs. 3179, 4to. Kristín Jónsdóttir til Jakobínu Sigur- geirsdóttur, dagsetning óljós 4 Lbs. 3174,4to. Guðrún Þorgrímsdóttirtil Gríms Thomsen, 21. janúar 1844 5 Sama, 8. september 1850 6 Guðrún Guðmundsdóttir: Mir.ningar úr Hornafirði, Reykjavík 1975, bls. 51-54 7 Bréfasafn Margrétar Sigurðardóttur, þar sem finna má bréf Ambjargar og fleiri bréfritara, er varðveitt á Héraðs- skjalasafni Austur-Skaftafellssýslu á Höfn í Homafirði. 8 Lbs. 3180, 4to. Sigfús Jónsson til Jakobínu Jónsdóttur, 15. febrúar 1860 9 Sama, 10. júlí 1866 10 Sama 11 Lbs.31744to.KristjanaJónsdóttirtilÞorláksJónssonar, 30. júlí 1890 9

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.