Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1995, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1995, Blaðsíða 6
sagt frá dauða bama og þá einkum smábama. í ýmsum heimildum 19. aldar er sagt frá dauða bama eða annarra ástvina á ótrúlega hlutlausan hátt. Sumir fræðimenn hafa túlkað þetta sem tilfmningaleysi og má í því sambandi minna á fræga frásögn Guðrúnar Guðmundsdóttur í Minningar úr Hornafirði, þegar bróðir hennar varð bráðkvaddur, um 8 ára gamall.6 Aðrir telja ósanngjamt að dæma fólk fortíðarinnar útfrá okkar gildum og mælikvarða á tilfmningar. A þeim bréfum sem ég hef lesið sést hvoru tveggja, ótrúlegt hlutleysi þegar sagt er frá dauðsföllum en einnig mikil tilfinningasemi. Ekki er óalgengt að sjá setningu eitthvað í þessa veru: “Mér fæddist dóttir þann 10. þessa mánaðar, en guði þóknaðist að kalla hana til sín þann 20. þessa mánaðar. Hún hvílir nú við hlið bræðra sinna.” Og kannski ekki orð um það meir. En að baki svona frásögn hlýtur gífurlegur sársauki, og tilhvers ætti bréfritari að vera að strá salti í sárin og barma sér? Fólk gerði sér grein fyrir að það gat ekkert gert og huggaði sig við guðstrú sína: “Guð einn veit hvað er fyrir bestu”, “honum eða henni líður betur hinum megin og er það mín eina huggun” “huggun mín er sú að við hittumst síðar þar sem enginn þarf að þjást”; setningar sem hljóma eitthvað þessu líkt er að finna í hverju einasta bréfi þar sem getið er um dauðsfall ástvinar. Hvað var svo sem annað hægt að gera en að reyna að afbera sorgina, lífsbaráttan var hörð og ekki um annað að ræða en halda áfram. Stundum hef ég reyndar séð konur skrifa um aðrar konur, sem voru frá af sorg eftir barnsmissi, lágu jafnvel í rúminu. Við fæðingu barns var ekki nóg með að lífslíkur þess væru tvísýnar því barnsfæðing stofnaði lífi móðurinnar í umtalsverða hættu. Konur fæddu bömin heima, oft við lélegar aðstæður og lítið hreinlæti. Sýkingar voru því algeng dánarorsök sængurkvenna síðustu aldar auk þess sem sumum hreinlega blæddi út. Ljósmæður kunnu fá ráð til að stöðva blóðrásina færi eitthvað úrskeiðis og læknar voru sjaldan viðstaddir nema þeirra væri sérstaklega vitjað til þess. Rebekka Jónsdóttir frá Gautlöndum skrifaði frænku sinni árið 1880 og sagði frá hörmulegum missi Sigurðar bróður síns, en hann hafði vorið 1879 misst ungan og efnilegan son. I desember sama ár fæddist honum annar sonur en gleðin yfir nýju bami varð ekki langvinn. Kona Sigurðar fékk “mjólkur- köldu” fáum dögum efitr bamsburðinn og lést 26. desember, og litli drengurinn þremur dögum síðar. Þannig hjó dauðinn miskunnarlaust í sama knérunn. Varðandi mjólkurkölduna, þá fletti ég henni upp í Lækningabók Jónasar Jónassens landlæknis, en hún kom út árið 1884. Þar kemur fram að mjólkurkalda kallast það þegar mjólkin streymir fram í brjóst konunnar á 2-3 degi eftir fæðingu, með tilheyrandi stálma og óþægindum fyrir sængurkonuna. Eg fæ ekki séð af því sem hann segir að dauðsfall geti beinlínis hlotis af vegna mjólkurköldunnar sjálfrar, en hann segir hins vegar að bamsfarasóttin illræmda hafi oft verið kölluð illkynjuð mjólkurkalda vegna þess að frumeinkenni bamsfarasóttarinnar og einkenni mjólkurköldunnar voru ekkert ósvipuð. En víkjumnú aðléttarahjali. Lífsgleði ogjákvæðar fréttir eru ekki síður áberandi í bréfum 19. aldar kvenna en þær neikvæðu. Túlofanir og giftingar voru konum ofarlega í huga á síðustu öld, enda áttu þær um fátt annað að velja en giftast eða sættast á vinnukonustöðu ævilangt. Það máminnaáþaðhérþaðvarekki íyrrenárið 1861 sem ógiftar konur, 25 ára og eldri, urðu myndugar, þ.e. sjálfráða og tjárráða. Fyrir þennan tíma höfðu konur, hvorki giftar né ógiftar, Ijárhagslegt sjálfstæði. Og það var ekki fyrr en árið 1900 sem giftar konur fengu ljárráð, rétt til að ráðstafa fé sínu sjálfar og eiga séreign í hjónabandi. Til voru konur sem reyndu hvað þær gátu að standa á eigin fótum. Ambjörg Stefánsdóttir frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði lærði vélprjón í Danmörku skömmu fyrir 1880 og vann við þá iðn heimkomin. Hana dreymdi um að menntast og setja á stofn kvennabúnaðarskóla og reyndi ýmislegt til að hrinda draumum sínum í framkvæmd, en án árangurs. Arnbjörg skrifaði frændkonu sinni í Bjamanesi í Hornafirði, Margréti Sigurðardóttur frá Hallormsstað, um þessar fyrirætlanir sínar, sem hún kallaði, dirfsku, mannalæti, braml og heilaköst. Ambjörg, eða Abba, eins og hún var kölluð af vinum og vandamönnum, hafði kjark til að hafna bónorði því í bréfi skrifuðu á vordögum 1889 segir hún Margréti að hún vilji ekki giftast þeim manni sem hún eigi kost á. Þetta tiltæki Öbbu olli aftur skemmtilegum vangaveltum í bréfum Margrétar og systur hennar, Elísabetar á Hallormsstað, því þær höfðu ekki hugmynd um hver maðurinn var.7 Það voru fleiri konur sem ekki vildu hlaupa til og giftast við fýrsta tækifæri. í bréfi 24 ára stúlku til vinkonu sinnar árið 1893 má lesa: Vió þeirri bón þinni vil jeg ekki verða að fara að trúlofast, þvíjeg œtla ekki að gipta migfyrr en jeg erfimmtug svo þá sjerðu að gagnslaust er að fara að trúlofast strax!! "Lífsgleði og jákvæðar fréttir eru ekki síðuráberandi í bréfum 19. aldarkvenna en þær neikvæðu." 6

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.