Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Síða 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Síða 2
Fréttabréf ættfræðifélagsins í mars 2002 FRETTABREF ^ETTFRÆÐIFÉLAGSINS Útgefandi: © Ættfræðifélagið Ármúla 19, 108 Reykjavík. © 588-2450 aett@vortex.is Heimasíða: http://www.vortex.is/aett Ritnefnd Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir © 568-1153 gudfraen @ ismennt.is Olafur H. Oskarsson © 553-0871 oho@li.is Ragnar Böðvarsson © 482 - 3728 bolholt@eviar.is Umsjónarmaður Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir Laugateigi 4 104 Reykjavík © 568-1153 Ábyrgðarmaður: Ólafur H. Óskarsson form. Ættfræðifélagsins © 553-0871 Umsjónarmaður heimasíðu: Haukur Hannesson © 588-7510 hah@vortex.is Umbrot: Þórgunnur Sigurjónsdóttir Efni sem óskast birt í blaðinu berist umsjónarmanni á rafrœnu formi (tölvupóstur/disketta ) Prentun: Gutenberg Ný stjórn Ættfræðifélagsins: Sitjandi talið frá vinstri: Ágóst Jónatanssson, gjaldkeri, Kristinn Kristjánsson, varaformaður, Þórður Tyrfíngsson, varamaður. Standandi talið frá vinstri: Olgeir Möller, meðstjórnandi, Guðfínna Ragnarsdóttir, varamaður, Ragnar Böðvarsson, ritari, Ólafur H. Óskarsson, formaður. Frá gjaldkera Eins og þú hefur ugglaust tekið eftir fylgir þessu eintaki Fréttabréfsins gíróseðill. Þó svo gamansamir aðilar tengi saman orðið gíróseðill og það að vera gírugur (gráðugur) er svo ekki með okkur í stjórn ÆF. Á aðalfundi nú í ár var samþykkt að árgjald félagsins skuli vera óbreytt fyrir yfirstandandi ár eða krónur: 2.300,- Biðjum við ykkur að greiða seðilinn við fyrstu hentugleika. Eins og sjá má í ársreikningum félagsins nú síðustu ár eru tæplega 600 manns sem greiða árgjaldið skilvíslega og eru þeirn færðar hér með bestu þakkir fyrir það. Útsend fréttabréf hafa verið rúmlega 800 þannig að það eru um 200 manns sem ekki hafa greitt árgjald síðustu árin. Ekki verður hjá því vikist að fara að taka til í félagaskrá ÆF og fella út þá félaga sem skulda. Kostnaður við hvert eintak er hár og ekki sanngjarnt að láta skil- vísa félaga bera hann fyrir hina. Þeir sem enn eiga ógreidd félags- gjöld og vilja vera með áfram geta langt inn á bankareikning félagsins 301-26-71774 kennitala félagsins er 610174- 1599. Eg minni á Manntöl félagsins, þau fást hjá undirrituðum með kjörum við hvers manns hæfi. Góðfúslega hafið samband við undirritaðan í síma 895 5450 ef þarf. Með œttfrœðikveðjum. Ágúst Jónatansson gjaldkeri ÆF. http://www.vortex.is/aett 2 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.