Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Blaðsíða 21
Fréttabréf ættfræðifélagsins í mars 2002
heimasíðu þess yrði manntalið frá 1880, sem er
einnig í anda vesturheimskra ættfræðinga, sem haft
hefur verið samband við.
8. Sumarferðin
Hin árlega Sumarferð Ættfræðifélagsins 2001, sem
rækilega var undirbúin af ferðanefnd, og fara átti 23.
júní um Snæfellsnes, féll niður vegna lítillar þátt-
töku, svo ekki taldist gerlegt að mæta þeim kostnaði,
sem af henni hlytist. Allan veg og vanda af undir-
búningi ferðarinnar höfðu þeir Magnú O. Ingvarsson
og Kristinn Kristjánsson.
Nú hafa menn í hyggju að bregða sér í Skagafjörð
næsta sumar - t.d. í tveggja daga ferð með gistingu
einhvers staðar miðsvæðis á Norðurlandi vestra og
skreppa síðan í ferðir út frá gististað.
Annars hvarflar að manni að svona hópferðir séu
að syngja sitt síðasta á tímum mikillar bílvæðingar
og sólarlandaferða.
9. Starfið heima í héraði
Hlutverk Ættfræðifélagsins hlýtur að vera að stuðla
að öflugu ættfræðistarfi í landinu. Starfsemin hefur
fyrst og fremst farið fram á Höfðborgarsvæðinu, en
stjórnin vill efla starfið bæði hérlendis sem erlendis.
Þess vegna er það mikilvægt að ættfræðingar nái að
hittast. í Félagatalinu 2000 geta menn auðveldlega
fundið félaga sína, sem búa í næsta nágrenni skv.
póstnúmeraskrá. Félagatalið ætti því að auðvelda
mönnum að hóa saman mönnum á fund hver í sínu
„héraði“. Það þarf í hvert „hérað“ einhvern eða
einhverja sem stuðla vilja að þessu.
Einar Ingimundarson í Keflavík var fús að reyna
þetta og lét verða af því, boðaði áhugamenn um ætt-
fræði af Suðumesjum til fundar í Bókasafni Reykja-
nesbæjar 7. nóvember 2000. Hafa þeir síðan hist reglu-
lega, enda er aðstæður á bókasafninu til fyrirmyndar.
Lykill að öflugu starfi ættfræðinga hefur verið, er
og verður bóka- og héraðsskjalasöfn í landinu, því
þau hafa verið, eru og munu verða helsta uppspretta
upplýsinga í ættfræði, sem völ er á, þrátt fyrir öfluga
gagnagrunna í tölvutæku formi, en þeir byggja á
upplýsingum m.a. frá gögnum sem liggja í söfnum.
Nokkur söfn í landinu hafa þegar komið um
ámóta ættfræðihorni - er það vel. Formaður heim-
sótti Amtsbóksafnið á Akureyri s.l. sumar og komst
að raun um, að þar er afar vel gert við ættfræðinga -
góður bókakostur, gott safn handrita, niðja- og
ættartala [yfir 1.000 eintök], gott aðgengi að frum-
heimildum - kirkjubókum, manntölum o.þ.h., svo og
að öflugri tölvu.
Formaður brá sér í sömu ferð norður á Húsavik og
komst í samband við Guðna Halldórsson, forstöðu-
mann Safnahússins á Húsavík, en safnið býr yfir
gríðarlegum heimildum - rituðum sem prentuðum
með megináherslu á ættfræði Þingeyinga, svo þar er
um mikinn nægtabrunn fyrir ættfræðinga að ausa úr.
Gerðist Safnahúsið félagi í Ættfræðifélaginu í
framhaldi af þeirri heimsókn.
10. Heimasíða ÆF
Heimasíða Ættfræðifélagsins http://www.vortex.is/aett
nýtur mikilla vinsælda, ef marka má þá tölu heim-
sókna, sem hún hefur fengið. Hinn 26.2.2002 var
athugað, hve margir hefðu heimsótt síðuna frá
síðasta aðalfundi - þeir eru 26.703 - 17.313 (2001)
= 9.390 eða 26 að meðaltali á dag. Þessi tíðni heim-
sókna segir meir en orð fá lýst. Inn á Heimasíðuna
berast margar fyrirspurnir. A hverjum stjómarfundi
eru þessar fyrirspurnir af Netinu skoðaðar og reynt
að svara þeim eftir föngum eða þeim veitt áfram til
einhverra þeirra, sem hugsanlega gætu greitt úr
þeim. Þá er sýnilegt að margir félagar okkar taka til
hendinni og svara fyrirspyrjendum beint, er það vei,
enda er það einnig tilgangur Heimasíðunnar að veita
mönnum, sem besta fyrirgreiðslu í sínu ættfræði-
bjástri.
11. Félagsfundir
Ættfræðifélagið hefur löngum efnt til funda með
félögum sínum, þar sem menn hafa fengist til að
halda margvísleg erindi tengd ættfræði. Eins og
tíðkast hefur hafa þessir fundir verið á fimmtudögum
og mun svo verða framvegis. Síðasti fimmtudagur
hvers mánaðar verður frátekinn til slíkrar iðju, nema
hann falli á lögbundinn hátíðisdag.
Félagið á innhlaup í fundarsal í Þjóðaskjalasafni.
Er stjórnin þakklát ráðamönnum þess fyrir það. Efni
hvers fundar hefur verið og verður kynnt með ýmsu
móti - aðallega í Fréttabréfinu, ef vitað er um fyrir-
lesara fyrir útgáfudag, með auglýsingu (tilkynningu)
í pósti, í tölvupósti, eða þá með tilkynningum í
fjölmiðlum.
A. Agnar Helgason, líffræðingur, hélt erindi hinn
25. janúar 2001, sem hann nefndi „Erfðafræði-
legar rannsóknir á ættfræðilegum uppruna
Islendinga“.
B. Aðalfundur félagsns var haldinn hinn 22. febrúar
2001 í fundarsal Þjóðskjalasafns.
C. Sr. Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, hélt
erindi hinn 29. mars 2001, sem hann nefndi
„Uppbyggingin í Reykholti og saga staðarins".
D. Orri Vésteinsson, fornleifafræðingur, hélt erindi
hinn 26. apríl 2001 sem fjallaði um „Fomleifar
tengdar ættfræði“.
E. Þóra Kristjánsdóttir, listfræðingur, hélt hinn 31.
maí 2001 erindi, sem hún nefndi „Listmundir og
ættfræði".
F. Jónas Þór, sagmfræðingur, hélt erindi hinn 25.
október 2001, sem hann nefndi „Landnám
íslendinga í Vesturheimi".
G. Oddur Friðrik Helgason, ættfræðingur, hélt
erindi hinn 22. nóvember 2001, sem hann nefndi
„Staða og framtíð íslenskrar ættfræði".
http://www.vortex.is/aett
21
aett@vortex.is