Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Síða 9
Fréttabréf ættfræðifélagsins í mars 2002
Kona: Brynhildur f. 1666 Jónsdóttir, búandi
ekkja Brúnastöðum Flóa 1729.
Meðal barna Ófeigs og Brynhildar var Vern-
harður lögréttumaður Búrfelli Grímsnesi.
Skriðufellshjón, Magnús Eiríksson og Guðríður
Ögmundsdóttir, samþykktu kaupmála Hallberu,
dóttur sinnar og Halldórs Einarssonar yfirbryta í
Skálholti hinn 24. ágúst 1662 í Skálholti. Af hálfu
Halldórs samþykkti kaupmálann Brynjólfur
Sveinsson biskup og ennfremur móðir Halldórs,
Guðrún Sigvaldadóttir.
Hinn 29. sept. 1662 voru Skriðufellshjón enn
stödd í Skálholti, en þá voru Halldór og Hallbera
gefin saman af Torfa Jónssyni kirkjupresti í Skál-
holti. Torfi var síðar prestur Saurbæ Hvalfjarðar-
strönd.
Bréfabækur Br. Sv. bps. Lbs 1083 4 to. bls. 249 -
252.
Ögmundur Magnússon hét maður; bóndi Vestri -
Loftsstöðum Flóa -1703 - 1735
f. 1657
Kona: Hallfríðurf. 1668 Gísladóttir.
í Bergsætt 2. útg. 1966 eftir dr. Guðna Jónsson er
misræmi í ættfærslu Ögmundar.
í 1. bindi bls. 99 er Ögmundur sagður sonur
Magnúsar Eiríkssonar Skriðufelli.
í 2. bindi bls. 275 er Ögmundur sagður sonur
Magnúsar f. c. 1615, bónda Skúmsstöðum Eyrar-
bakka, Sveinbjörnssonar f.c. 1575 bónda s.st.,
Geirmundssonar. f. 1540, lögréttumanns Háeyri
Eyrarbakka, Jónssonar.
Hér verður bent á nokkur atriði, sem styðja fyrri
ættfærsluna:
1. Ögmundur er föðurnafn Guðríðar hfr. Skriðufelli.
2. Ögmundur Magnússon kom upp Vernharðsnafni
eins og Ófeigur lögréttumaður Magnússonar frá
Skriðufelli.
3. Aldursmunur Hallberu Magnúsdóttur og Ög-
mundar er að vísu 22 ár, en þau geta þó verið
sammæðra.
4. í lok þessa þáttar birtist ættrakning konu, sem
taldi sig afkomanda Galdra - Ögmundar en var
einnig afkomandi Ögmundar Magnússonar.
Sagnaþulurinn Brynjúlfur Jónsson frá Minna
Núpi skráði stuttan þátt um Galdra Ögmund, sem
birtist í tímaritinu Huld árið 1890. í lok þáttarins
segir svo: þessi sögn (þ.e. um fjölkynngi Ögmundar
gagnvart ræningjunum frá Algier 1627) er tekin eptir
Margrétu Teitsdóttur á Eyrarbakka, en hún hafði
heyrt hana til (föður) ömmu sinnar, Helgu
Ólafsdóttur frá Loptsstöðum, er hafði talið sig 6.
mann frá Galdra - Ögmundi.
Ættrakning frá Ögmundi Sighvatssyni til
Margrétar í Hólmsbæ.
1. Ögmundur Sighvatsson bóndi Loftsstöðum
16. - 17. öld
~ Guðrún Geirmundsdóttir, lögréttum. Háeyri,
Jónssonar, pr. Hruna, Héðinssonar.
2. Guðríður Ögmundsdóttir hfr. Skriðufelli
f. c. 1612
~ Magnús Eiríksson bóndi.
3. Ögmundur Magnússon bóndi Loftsstöðum -
1703 - 1735
f. 1657
~ Hallfnður f. 1668 Gísladóttir.
4. Vernharður Ögmundsson bóndi Loftsstöðum -
1747 - 1762
f. 1695
~ kona ónafngreind í Mt. 1762 er fædd 1709.
5. Ólafur Vernharðsson bóndi Loftsstöðum.
f. 1748, d. 1836
~ Sesselja f. 1752 d. 1841 Aradóttir (af
Bergsætt)
6. Helga Ólafsdóttir hfr. Hamri Gaulverjabæjarhr.
f. 1774, d. 1859
~ Jón f. 1765 d. 1835 Árnason (af ætt Högna
prestaföður)
7. Teitur Jónsson bóndi Kolsholti Villingaholtshr.
f. 1811, d. 1863
~ Kristrún f. 1818 d. 1901 Magnúsdóttir, bónda
Miðfelli Hrunamannhreppi, Einarssonar.
8. Margrét Teitsdóttir hfr. Hóimsbæ Eyrarbakka.
f. 1859, d. 1933
~ Guðjón f. 1853 d. 1918 Ólafsson bókari og
sparissjóðsstjóri.
Sjá Bergsætt 2. útg. 1966, bls. 275, 315, 333.
Heimildir:
Einar Bjarnason próf: Lögréttumannatal. Páll Eggert
Ólason: íslenzkar æviskrár. Hannes Þorsteinsson próf.
Þjóðskjalavörður: Viðaukar við Sýslumannaævir B.B.
Guðni Jónsson próf.: Bergsætt II. útg. 1966.
Sami: Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Sami:
Saga Hraunshverfis. Sami: Handrit í Héraðsskjasafni
Árnessýslu Selfossi. Theódór Ámason verkfr: Galtarætt
útg. 1986. Brynjúlfur Jónsson fræðimaður: Galdra -
Ögmundur, Huld tímarit 1890. Jón Espólín sýslumaður:
Ættbækur handrit. Steingrímur Jónsson biskup: Ættbækur
handrit. Manntalsbækur Ámessýslu frá 18. öld. Bændatal
Árnessýslu 1735. Skattbændatal Árnessýslu 1681
Stríðshjálpin. Manntöl í Þjóðskjalasafni prentuð og
óprentuð. Prestsþjónustubækur í Þjóðskjalasafni. Jarðabók
Ámessýslu 1709. Annarra heimilda er getið í texta.
http://www.vortex.is/aett
9
aett@vortex.is