Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Side 19
Fréttabréf ættfræðifélagsins í mars 2002
Skýrsla formanns 2001/02
(stytt frá aðalfundi)
1. Stjórn og stjórnarfundir
Stjómin hélt 15 formlega fundi á árinu auk fjölda
annara funda. Starfið einkenndist af góðri samvinnu
stjórnarmanna, öll málefni félagsins voru rædd innan
stjórnar og teknar sameiginlegar ákvarðanir varðandi
þau og þeim fylgt eftir sameiginlega.
Auk formanns Ólafs H. Óskarssonar, áttu sæti í
stjórninni - Kristinn Kristjánsson, varaformaður,
Ágúst Jónatansson, gjaldkeri, Olgeir Möller, ritari,
Magnús Ó. Ingvarsson, meðstjórnandi. I varastjórn
vom: Haukur Hannesson, sem gat ekki verið með
okkur nema í fyrstu, en hélt áfram með Heimasíðu
félagsins og Ragnar Böðvarsson.
2. Fréttabréf Ættfræðifélagsins
Aðalviðfangsefni félagsins er Fréttabréf Ættfræði-
félagsins. Á síðasta almanaksári komu út fjögur
tölublöð af Fréttabréfinu.
Fréttabréfið verður að lifa sínu eigin lífi, algjör-
lega óháð annari tímbundinni starfsemi félagsins, að
sjálfsögðu sem málgagn félagsins inn á við sem út á
við. Til þess að styrkja stöðu Fréttabréfsins ákvað
stjórn félagsins árið 2000 að miðað skuli við að tala
tölublaða yrði fjögur á ári og við ákveðna útgáfu-
daga. Með þessu væri einnig stefnt að efnismeira
fréttabréfi, sem smám saman gæti þróast í reglulegt
tímarit um ættfræði, þar sem meira yrði um
efnismeiri og alvarlegri greinar.
Fréttabréfið hefur verið bundið af því, sem er að
gerast í félaginu hverju sinni, og útgáfutími hefur
nokkuð markast af því.
Þá er miðað við að útgáfudagar verði sem hér
greinir:
1. tbl. 15. janúar, ritlok 1. janúar,
2. tbl. 15. mars, ritlok 1. mars,
3. tbl. 15. maí, ritlok 1. maí,
4. tbl. 15. október, ritlok 1. október.
Ritlok væru því bundin við 1. dag hvers útgáfu-
mánaðar.
Þannig var línan lög fyrir ritstjórn og umsjónar-
mann (ritstjóra) Fréttabréfsins, sem vinna skuli eftir,
uns annað verði ákveðið af stjórn félagsins, sem
kjörin verður til þess verks.
Á árinu 2001 komu út fjögur tölublöð af Frétta-
bréfinu og eitt aukablað:
1. tbl. kom út í janúar 2001, aukablað 2 bls.
1. tbl. kom út í febrúar 2001 16 bls.
2. tbl. kom út í mars 2001 16 bls.
3. tbl. kom út í maí 2001 16 bls.
4. tbl. kom út í október 2001 28 bls. 78 bls.
Árið 2000 komu út 5 tölublöð, 2 aukablöð samtals
67 blaðsíður og Félagatal.
Formaður ÆF í rœðupúlti á aðalfundinum.
Nú er í gangi 20. árgangur Fréttabréfsins. Nauð-
synlegt er að efnistaka Fréttabréfið frá upphafi til
loka þessa árs. Til þess verkefnis verður að fá kunn-
áttumann, sem gæti lokið störfum fyrir lok septem-
ber, svo efnistakan kæmist inn í síðasta tölublað
ársins. Þá væri hægt að binda inn fyrstu 20 árganga
þess og varðveita.
[Ritnefnd skipuðu í fyrstu: Haukur Hannesson,
umsjónarmaður (ritstjóri), en hann hvarf frá því í
byrjun starfsárs, Magnús Ó. Ingvarsson, sem þá tók
við umsjón blaðsins, Ragnar Böðvarsson og Ólafur
H. Óskarsson (ábyrgðarmaður). Ritnefnd til aðstoðar
hefur verið Þórgunnur Sigurjónsdóttir, prentsmiður,
sem hefur séð um umbrot. Þá hefur Olgeir Möller
verið ötull við að taka ljósmyndir af atburðum sem
snerta félagið, en margar mynda hans hafa birst í
Fréttabréfinu]. Kann stjórnin ritnefnd, Þórgunni og
öllum þeim sem lagt hafa til efni í Fréttabréfið sínar
bestu þakkir.
Útgáfa Félagatals 2002:
Stefnt verði að útgáfu Félagatals 2002, þar sem
netföng manna verði einnig tilfærð.
3. Opið hús
Alla miðvikudaga er Opið hús í Ármúla 19, kl.
17:00-19:00 eða lengur ef vill, nema miðvikudag
beri upp á lögbundinn hátíðisdag. Stefnt var að því,
að annan miðvikudag í hverjum mánuði eða ein-
hvern annan miðvikudag verði sérstök ættfræðileg
efni tekin fyrir og hefur það tekist flesta mánuði.
Opið hús hefur verið í gangi alla miðvikudaga nema
í júlí og ágúst. Allmargir hafa litið inn, spjallað,
borið saman bækur sínar, flett og kíkt í Bókasafn
ÆF.
http://www.vortex.is/aett
19
aett@vortex.is