Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Blaðsíða 12

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Blaðsíða 12
Fréttabréf ættfræðifélagsins í mars 2002 Ragnar Böðvarsson: Selfossi Mormónaskrár Eins og flestum ættrýnum er kunnugt tókst á sínum tíma samstarf milli Þjóðskjalasafnsins og mormóna í Utah um nýtingu íslenskra kirkjubóka. Um og upp úr miðri síðustu öld mynduðu mormónarnir kirkju- bækurnar og settu á filmur sem gestir Þjóðskjala- safns og margra héraðsskjalasafna þekkja. þeir fengu svo með sér vestur um haf eintök af filmunum og hafa því aðgang að öllum upplýsingum bókanna um látna áa og aðra Islendinga, en skírn fyrir hina látnu er mikilsvert atriði í trú þeirra og hennar vegna hafa þeir ætíð sýnt mikla atorku við öflun og skrán- ingu ættfræðiupplýsinga. Því ættu allir áhugamenn um ættfræði að fagna. Mörgum árum eftir að filmu- setningin var unnin, líklega snemma á síðasta áratug, var hér á ferð fulltrúi mormónakirkj- unnar í Utah sem hafði í fartesk- inu tölvugögn með fæðingar- skrám, sem sýna raunar lang oft- ast skírnardag en ekki fæðingar- dag, litlu broti af fermingar- skrám, giftingarskrár og dánar- skrár úr öllum íslenskum kirkju- bókum frá því að ritun þeirra hófst og til ársins 1870. Ennfremur manntölin 1801 og 1845. Gögnin vistaði hann á tölvu Félagsvísindadeildar Háskólans. Á fundi með stjórnarmönnum í ÆF og Hálfdani Helgasyni tæknifræðingi sem þá sá um útgáfu Fréttabréfsins skýrði hann frá tilvist gagna þessara og kvað öllum áhugamönnum heimilt að nýta þau, en þó ekki í ábataskyni. Leið þá ekki á löngu uns Hálfdan fékk leyfi Félagsvísindadeildar til að afrita þau. Fleiri hafa eflaust tekið afrit af gögnunum og hafa þau dreifst nokkuð víða, eru m.a. fyrir hendi í tölvu ÆF í Ármúla 19. Mestur hluti manntals 1816 og manntal ársins 1870 yfir íbúa Austur- Skaftafellsýslu til Vestur-Isafjarðarsýslu barst seinna hingað til lands. Ymsir sem ættrýni stunda hafa haft ómælt gagn af þessum skrám, en líklegt er að sumum lesendum Fréttabréfsins sé með öllu ókunnugt um þær og þótti því rétt að gera hér nokkra grein fyrir þeim. I tölvu ÆF eru skrárnar vistaðar í Word rit- vinnsluforriti, en sumir hafa farið þá leið að vista þær í gagnagrunni, t.d. Access eða Paradox. Þá er hægt að láta forritið raða upp nöfnum eftir ýmsum mismunandi kerfum, t.a.m. taka saman allar barns- fæðingar, giftingar eða dauðsföll í ákveðinni sókn eða á ákveðnu árabili, öll börn ákveðinna foreldra o.s.frv. í ritvinnslunni verður hins vegar aðeins notuð venjuleg leitarskipun eins og menn þekkja. Ekki er um neina samræmda stafsetningu að ræða í gömlum íslenskum kirkjubókum, sama manns- nafnið getur jafnvel verið skrifað á marga vegu. Vitanlega tóku þeir ágætu Utahbúar sem tölvuskráðu allan þann nafnagrúa sem bækurnar geyma, ekki að að sér að lagfæra og samræma íslenska stafsetningu og þeir höfðu heldur ekki yfir að ráða íslenskum bókstöfum á sínum lyklaborðum. Nokkurn tíma þarf því til að venj- ast stafsetningunni. Stafsetn- ingarform eru sérstaklega mörg í fæðingarskránum, mun færri afbrigði eru í skrám um giftingar og dánardaga. Hér má sjá eitt dæmi úr fæðingarskrá. „Gysla/BJARNI“, „s“, „Biami/ GUNLAUG“, „Sigryd/SNORRI“, „C“, „11 Sep 1741“, „SNDA“ Fremst er nafn drengsins Gísla Bjarnasonar, „s“ merkir að um son er að ræða. Ef dóttir hefði fæðst, stæði „d“ í staðinn. For- eldrarnir eru Bjami Gunnlaugs- son og Sigríður Snorradóttir. Skímardagur er 11. sept. 1741. Ef fæðingardagur væri tekinn fram stæði „B“ í stað „C“. Síðast eru nöfn sóknar og sýslu skammstöfuð. Á síðustu tveim bókstöfunum DA sést að sóknin er í Dalasýslu. I gögnunum er sérstök, stutt skrá með skýringum á skammstöfunum. Að sjálfsögðu hafa þeir sem unnu skrárnar gert nokkur mistök. I einstökum tilvikum hefur skrásetj- urunum sést yfir nöfn eða þeir hafa mislesið þau þannig að ekki er hægt að átta sig á þeim og einhver dæmi eru um að sóknir hafa ruglast. Um þessar skrár gildir það sama og um flest annað sem finna má í tölvum og prentuðum bókum. Þær eru ekki frum- heimildir. Hálfdan Helgason hefur lengi starfað að því að vista þennan fróðleiksbanka á Islenska Ættfræði- vefnum: http://www.itn.is/~halfdan/aett/aettvef.htm. Giftingarskrár úr all mörgum sýslum eru nú þegar á vefnum og af u.þ.b. 160.000 nöfnum í fæðingar- skránni eru 96.000 nú finnanleg þar. Leitin að þeim er auðveld, því að Hálfdan hefur fært alla stafsetn- ingu í íslenskt horf. Miðvikudaginn 10. apríl nk. verður kveikt á tölvu ÆF í Opnu húsi og undirritaður reynir að leiðbeina þeim sem kynnu að hafa hug á að kynna sér þessi gögn. http://www.vortex.is/aett 12 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.