Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Side 18
Fréttabréf ættfræðifélagsins í mars 2002
Fundargerð
Aðalfundur Ættfræðifélagsins var haldinn í
fundarsal Þjóðskjalasafnsins fimmtudaginn 28.
febrúar 2002. Formaður Ólafur H. Óskarsson setti
fundinn kl. 20.40, bað Magnús Ó. Ingvarsson að stýra
fundi og Ragnar Böðvarsson að skrifa fundargerð.
Fyrir var tekið samkvæmt framlagðri dagskrá:
1) Formaður flutti skýrslu stjórnar um liðið starfsár.
2) Agúst Jónatansson gjaldkeri lagði fram
endurskoðaða reikninga ársins 2001. Niðurstöðu-
tala á rekstrarreikningi var kr. 1.539.566,00 og
rekstrarhagnaður kr. 181.004,00. Heildareign er
kr. 7.074.850, hrein eign kr. 5.235.824,00.
3) Umræður um skýrslu stjórnar og reikningana.
Hólmfríður Gísladóttir beindi fyrirspurn til
gjaldkera um liðinn styrk frá Menningarsjóði og
kvað gjaldkeri þennan styrk greiddan beint af
Menntamálaráðuneyti. Þá fagnaði hún hugmynd-
um formanns um efnistöku á Fréttabréfi ÆF.
Ennfremur kvaðst hún samþykk nýrri útgáfu á
félagatali en óskaði eftir nokkru fyllri upplýsing-
um í því en verið hafa. Spurt var um gjaldaliðinn
umsjón í ársreikningi. Upplýst var að hann væri
vegna frágangs á fréttabréfi. Lítið eitt var rætt um
hversu lengi skuldugir félagar gætu verið innan
félagsins. Reikningar og ársskýrsla voru síðan
borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
4) Lagabreytingar. Ekkert kom fram undir þessum lið.
5) Kosningar. Aðeins kom fram framboð Ólafs H.
Óskarssonar til formanns og var hann kjörinn með
lófataki. Þá var lögð fram tillaga um aðra stjórnar-
Tveir œttfrœðingar á ferð í Hafnatfirði - Olgeir Möller,
stjórnarmaður og Skúli Skúlason, heiðursfélagi.
Magnús O. Ingvarsson, fundarstjóri aðalfundar og fráfar-
andi stjórnarmaður í rœðustóli. (Ljósm. Olgeir Möller).
menn: Ágúst Jónatansson, Kristinn Kristjánsson,
Olgeir Möller, Ragnar Böðvarsson. í varastjóm:
Guðfinna Ragnarsdóttir, Þórður Tyrfingsson.
Endurskoðendur: Guðjón Óskar Jónsson, Ásgeir
Hjálmar Sigurðsson. Ofanritaðir vom kjörnir með
lófataki. Tillagan var samþykkt með lófataki.
6) Gjaldkeri lagði fram tillögu um óbreytt árgjald.
Engar aðrar tillögur bárust.
7) Önnur mál. Kristinn Kristjánsson varaformaður
ræddi um hugsanlega sumarferð og benti á Skaga-
fjörð sem heppilegt hérað til heimsóknar og þá
helst utan venjulegs ferðamannatíma.
Þá var gefið kaffihlé. Að því loknu ræddi
Hólmfríður Gísladóttir um ákvæði sem hún taldi að
hefði fyrr gilt innan félagsins um möguleika á hve
margir gætu gengið úr stjórn í einu. Fundarstjóri
benti á að lögum yrði ekki breytt fyrr en á næsta
aðalfundi. Formaður taldi eðlilegt að taka þetta atriði
fyrir á árinu og þakkaði traust það sem honum hefði
verið sýnt með endurkjöri. Ragnar Böðvarsson tók
undir orð Kristins Kristjánssonar um sumarferð.
Ágúst Jónatansson skaut því fram hvort heppilegra
væri að sama stjóm starfaði allan veturinn. Hólm-
fríður Gísladóttir ítrekaði að óæskilegt væri að skipta
um alla stjórnina í einu. Ingibjörg Tönsberg tók undir
það og sagði æskilegt að hver stjórnarmaður sæti
a.m.k. tvö ár í senn.
Fleira var ekki tekið fyrir.
Fundi slitið.
Ragnar Böðvarsson
fundarritari
http://www.vortex.is/aett
18
aett@vortex.is