Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Side 3
Fréttabréf ættfræðifélagsins í mars 2002
Sigurður Líndal:
Nytsemi ættfræðiþekkingar á þjóðveldisöld
í þessu spjalli styðst ég við ritgerð sem ég skrifaði í
Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder
undir flettiorðinu „Ætt“ og kafla um ættina í réttar-
sögu Ólafs Lárussonar prófessors, Yfirlit yfir
íslenska réttarsögu, sem margsinnis hefur birzt
fjölrituð.
Ef við lítum á ættina, þá er það fyrsta sem rétt er
að skoða að afkomendur sama ættföður nefndust ætt
eða kyn. Hver einstakur limur ættarinnar nefnist
frændi eða frændkona, skyldleiki þess tíma kallaðist
frændsemi eða skyldleiki. Er þetta óbreytt í
nútímaíslensku.
Frændsemistal skyldi hefja upp af systkinum og
fól það í sér að frændsemi var talin í jöfnum liðum,
eins og var í kanóníska réttinum eða kristniréttinum,
en þó einum lið á eftir því sem þar var.
Fyrsti liður var systkinaböm, og vora þau nefnd
bræðrungar eða systrungar, en upphaflega ef til vill
einnig næstir bræður. En börn næsta bræðra voru
talin hafa verið næsta bræðra börn. þau kallast
þremenningar nú á dögum, og síðan annarrabræðra
börn og síðan þriðjubræðra og þá er komið að
fimmmenningum og lengra var alla jafna ekki talið.
Frændsemi var talin til þriðjubræðra eða fimmmenn-
inga og virðist svo vera í Grágás, en fjarlægari
skyldleiki gat þó verið hjúskapartálmi.
Eins og þegar er tekið fram var skyldleiki talinn til
fimmmenninga, og þá kem ég að því fyrsta sem máli
skipti um skyldleika að lögum og það var frændsemi
sem hjúskapartálmi. Eftir kirkjuþingið í Lateran
1215 var tálminn færður til fjórmenninga. Það var
sifjaspell að giftast nær skyldari manni. Undanþágu
gátu menn keypt til að giftast í 6. lið. Af þessu má sjá
að menn þurftu heldur betur að kunna skil á ætt-
mennum sínum og dreg ég í efa að nútímafólk hafi
slíka þekkingu á takteinum.
A þessum öldum var ekki formleg hjónavígsla
eins og nú. Hjúskapur stofnaðist með því lögráðandi
fastnaði konu og brúðgumi gekk í ljósi í sömu sæng
konu í sex votta viðurvist. Meira var ekki viðhaft. En
samkvæmt kenningum kaþólsku kirkjunnar, er
hjúskapurinn eitt hinna 7 sakramenta og það veittu
menn sér sjálfir með samhug og samlífi. En kirkjan
þurfti huga að ættartengslum til að ekki væru
meinbugir á hjúskap. Formlega hjónavígsla er fyrst
tekin upp með Kristnirétti Árna Þorlákssonar frá
1275.
I íslenskum lögum á þjóðveldisöld, gegndi ættin
margvíslegu hlutverki og frændsemi skipti máli í
ýmsum greinum. Framfærsluskylda gat náð allt til
fimmmenninga. Það fór síðan nokkuð eftir efnum og
ástæðum framfæranda hvernig framfærsluskyldu var
nánar háttað, en of flókið mál er að rekja það í
smáatriðum.
Þegar ættina þraut afl til framfærslu vegna
fátæktar tók hreppurinn við. Síðan fjórðungurinn og
loks landið allt; menn gátu verið hreppsómagar,
fjórðungsómagar eða landsómagar.
Lögráð voru einungis falin ættinni. Erfðirnar
byggðust eingöngu á skyldleika, upphaflega höfðu
menn engan rétt til að ráðstafa eignum eftir sinn dag,
en þetta var að breytast. Erfðaskráin kom með
kirkjuréttinum og það riðlaði að nokkru veldi ættar-
innar. Um þetta urðu átök á þjóðveldisöld. í Kristni-
rétti Árna Þorlákssonar 1275 eru ýtarlegar reglur um
erfðaskrár á þá leið að menn gátu ráðstafað hluta
eigna sinna.
Ráðstöfunarrétti manna á fjármunum voru
almennt reistar skorður og var það gert í þágu ættar-
innar. Menn gátu til dæmis ekki gefið gjafir nema að
mjög takmörkuðu leyti og við jarðakaup var brigða-
réttur ótakmarkaður ef gengið var á rétt ættmenna,
þannig að slíka gerninga mátti ógilda. Lögin stuðl-
uðu að því eftir föngum að eignir héldust í ætt.
Ef víg voru framin var það ættin sem tók bætur
eða galt. Voru slíkar bætur kallaðar niðgjöld. í
Grágás er mjög ýtarlegur kafli um þau.
Ættin átti sókn sakar út af vígum, legorði,
ærumeiðingum og svo framvegis.
Þá voru sérstakt hæfi dómenda til að dæma í ein-
stökum málum meðal annars bundin við skyldleika
aðila við dómara, þannig að ryðja mátti manni úr dómi
sem var skyldur aðila í þriðja lið eða nánar.
Fjárhagsleg tengsl gerðu menn ekki vanhæfa til setu í
dómi á þjóðveldisöld; ættartengslin voru miklu ríkari.
Sama á við setu í kvið, en kviður var annað aðal
sönnunargagnið á þjóðveldisöld; kviður bar ekki um
staðreyndir eins og vitni, heldur um það sem almennt
var álitið. Menn gátu þar orðið vanhæfir vegna
skyldleika. Þannig réðu ættartengsl manna miklu um
réttarstöðu manna.
Þá er spurningin, hvernig var staða ættingja innan
ættarinnar. Nánari ættingjar gengu að jafnaði fyrir
fjarskyldari ættingum, til allra réttinda og skyldna.
Til dæmis um að varðveita fé ólögráða manna, um
rétt til að fastna konu, stofna til festa og saksókn fyrir
legorð og víg. Skylda var sérstaklega rík ef skyld-
leikinn var í fyrsta lið.
Karlmenn gengu konum framar í ýmsum grein-
um. Þannig tóku ættingjar í karllegg hærri niðgjöld
en ættingjar í kvenlegg og kona tók slík gjöld í því
eina tilfelli að hún væri einbirni hins vegna og ógift.
Konur gengu á eftir karlmönnum til arftöku og
fjárvörslu og kona varð aldrei vígsakaraðili.
http ://www. vortex. is/aett
3
aett@vortex.is