Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Blaðsíða 5
Fréttabréf ættfræðifélagsins í mars 2002 svo voru kenningar á nitjándu öld um móður rétt, en þetta getum við látið liggja milli hluta. Kirkjan reynir að slíta síg úr þessu samfélagi, meðal annars með því að lögleiða ókvæni klerka. Síðasti löglega kvænti kaþólski biskupinn á Islandi var Magnús Gissurarson sem dó 1236, eftir það voru þeir einlífismenn en tóku sér stundum konur til fylgilags. Með þessu vannst tvennt, klerkar gátu eingöngu helgað sig kirkjunni og ættartengslin voru að nokkru leyti rofin. Þetta var þáttur í sjálfstæðis- baráttu kirkjunni þannig að hún kirkjan yrði óháð, veraldlegri höfðingjastétt og valdaættum. [Þetta er tekið upp á hljóðsnældu, skrifað niður, síðan skráð á tölvu. Olgeir Möller, ritari ÆF, 31/1-2002, síðar lesið og yftrfarið af Sigurði Líndal]. Sigurður Helgi Theódórsson Líndal Sigurður Helgi Theódórsson Líndal fæddist 2.7.1931 í Reykjavík, stúdent frá MR 1951, lauk BA-prófi í latínu og sagnfræði frá Háskóla Islands 1957, cand. juris þaðan 1959, sótti framhaldsnám í réttarsögu í Kaupmannahöfn 1960/61 og við Rheinische Friedrich Wilhelms Universitat í Bonn sem styrkþegi Alexander von Hum- boldt stofnunarinnar 1961/62, tók einkaflug- mannspróf 1967, cand. mag í sagnfræði frá Háskóla Islands 1968, fulltrúi borgardómara og síðar yfirborgardómara 1959/64, hæstaréttarritari 1964/72, lektor við lagadeild Háskóla íslands frá 1967, prófessor þar frá 1972 til starfsloka 2001. Meðal fjölmargra félags- og trúnaðarstarfa var Sigurður kjörinn forseti Hins íslenska bókmenntafélags 1967, var dómari í Félagsdómi 1974/81, forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla íslands 1976/01, afkasta- mikill rithöfundur einkum á sviði réttarsögu, svo eitthvað sé nefnt [sjá frekar um félags- og trúnaðar- störf hans og ritakrá í Lögfræðingatali 1736-1992, 1993, #1192]. Maki (9.9.1979): Jóhanna María Jóhannsdóttir, f. 18.7.1943 í Reykjavík, lauk BA Econ-prófi (Hons.) frá Manchester University 1966, skrifstofu- stjóri hjá Heimspekideild Háskóla íslands. Foreldrar hennar: Jóhann Ingvar Pétursson, f. 4.8.1918, d. 26.9.1990, vélfræðikennari í Reykjavík, og ísafold Kristjánsdóttir, f. 22.5.1907, d. 27.7.1996, húsmóðir í Reykjavík. Dóttir þeirra Maríu er Þórhildur Sigurðardóttir Líndal, f. 10.3.1980 í Reykjavík; stjúpdóttir Sigurðar en dóttir Maríu er Kristín Vilhjálmsdóttir, f. 31.1.1973 í Reykjavík. Um uppruna sinn og ættir sagði Sigurður m.a. eftirfarandi í fyrirlestri sínum, en útdráttur úr honum birtist hér á síðum Fréttabréfs Ættfræðifélagsins [með viðbótum úr Lögfræðingatali, 1993 / birt á ábyrgð ritnefndar Fréttabréfs Ættfræðifélagsins / ÓHÓ]: „Faðir minn hét Theódór Björnsson Líndal, f. 5.12.1898, d. 2.2.1975. Hann var hæstaréttarlög- maður og síðar prófessor við Háskóla íslands. Faðir hans og föðurafi minn hét Björn Jóhannesson Líndal, f. 5.6.1876, d. 14.12.1931, ættaður frá Sporði í Línakradal í Þorkelshólshreppi í V-Húnavatnssýslu, sem er milli Miðfjarðar og Víðidals. Þaðan er nafnið „Líndal" komið. Nokkrir Hún- vetningar hafa borið Líndals-nafnið, eins og t.d. Jakob Líndal á Lækjarmóti og Jónatan Líndal á Holtastöðum, en þar er ekkert samhengi á milli. Aðurnefndur afi minn Björn Jóhannesson Líndal, tók lagapróf frá háskólanum í Kaupmannahöfn 1907 og þar festist nafnið „Líndal" við hann. Hann giftist danskri konu, sem er ekki amma mín. Björn var yfirréttarmálflutningsmaður, bóndi, útgerðarmaður og alþingismaður á Svalbarði á Sval- barðsströnd í S-Þingeyjarsýslu. Föðuramma mín og barnsmóðir Björns, hét Sigríður Metúsalemsdóttir, f. 29.4.1863, d. 15.8.1939, ættuð frá Halldórsstöðum í Laxárdal í S-Þingeyjarsýslu, var húsfreyja á Staðar- bakka í Miðfirði, þá gift séra Lárusi Eysteinssyni, f. 4.3.1853, d. 5.5.1890. Síðar bjó hún á Húsavík og loks í Reykjavík Hún var dóttir Metúsalems, f. 5.12.1832, d. 6.3.1905, síðast bónda á Helluvaði og Arnarvatni í Mývatnssveit í Skútustaðahreppi Magnússonar. Móðir mín hét Þórhildur Pálsdóttir Líndal, fædd Briem, f. 7.12.1896, d. 12.3.1991, hús- freyja í Reykjavík. Hún var dóttir Páls Jakobs Eggertssonar Briem, f. 19.10.1856, d. 17.12.1904, síðast amtmanns og alþingismanns á Akureyri. Ég rek þá ætt ekki frekar, enda kannast margir við niðjatal Gunnlaugs Briem, langalangafa míns, sem er tiltölulega nýkomið út [1990]. Móðuramma mín, seinni kona Páls Briem, hét Álfheiður Helga Helgadóttir Briem, f. 11.11.1868, d. 28.9.1962. Hún var dóttir Helga Hálfdánarsonar, f. 19.8.1826, d. 2.1.1894 prestaskólakennara, sonar Hálfdáns Einars- sonar prests á Eyri við Skutulsfjörð og fyrri konu hans Álfheiðar Jónsdóttur frá Möðrufelli í Eyjafirði. Móðir Álfheiðar og kona Helga var Þórhildur Tómasdóttur, f. 28.9.1835, d. 29.1.1923, sem var dóttir Tómasar Sæmundssonar, Fjölnismanns, og konu hans Sigríðar Þórðardóttur frá Garði í Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu.“ (Heimildir: Lögfræðingatal 1736-1992, Reykjavík 1993, útg. Iðunn, (c) Lögfræðingafélag fslands 1993, ritstjóri Gunnlaugur Haraldsson; #1192, 1332, 211, 1052). http://www.vortex.is/aett 5 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.