Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Page 11
Fréttabréf ættfræðifélagsins í mars 2002
mikilvæg hjálpar- og hliðargrein annarra vísinda-
greina, svo sem erfðafræði.
Islensk erfðagreining og Friðrik Skúlason hafa í
sameiningu ráðist í það metnaðarfulla verkefni að
samþætta íslenska ættfræði með gerð ættfræðigagna-
grunnsins íslendingabókar, þar sem skráð verður
hvert einasta mannsnafn sem fyrirfinnst í heimildum
og síðan tengt saman með fyllstu vísindalegri sam-
kvæmni að ystu mörkum hins mögulega. Er þetta
verkefni án vafa einsdæmi á heimsmælikvarða.
Erfðafræðinefnd, rfldsrekin stofnun, hefur einnig
byggt upp vandaðan ættfræðigrunn, sem hefur nýst
vel við erfðafræðirannsóknir, en hann er langt því frá
eins umfangsmikill og Islendingabók kemur til með
að verða, og fjárveitingum til hans mun vera nokkuð
þröngur stakkur skorinn, eins og oft vill bregða við
um ríkisreknar stofnanir.
Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær,
íslendingabók verður sett á veraldarvefinn (internet-
ið) og landsmönnum þannig færð ættfræðin á silfur-
fati. Og ekki ættu að vera neinir tæknilegir örðug-
leikar á því, að búa svo um hnútana, að í netútgáf-
unni verði kjörbörn skráð athugasemdalaust sem
börn kjörforeldra sinna, þannig að persónuvemd og
friðhelgi einkalífsins verði á engan hátt telft í
uppnám. Til að standa svo að málum mun ekki þurfa
nema einfaldar tölvuskipanir.
Nauðsyn og réttmæti þess að birta íslendingabók
á internetinu, hlýtur að vera ljós hverjum manni, sem
vill að ættfræði sé unnin í nánu samstarfi við þjóðina
sjálfa. En meðan Islendingabók er ekki enn komin á
netið, ætti mönnum að vera opin leið að snúa sér til
Ættfræðiþjónustu Friðriks Skúlasonar til að afla sér
þeirra upplýsinga úr grunninum, sem þá kann að
vanhaga um hverju sinni, þó með þeim skorðum sem
lög um persónuvernd setja.
Ættfræðivefír
Tilkoma veraldarvefsins hefur að sjálfsögðu orðið
ættfræðinni til eflingar eins og öllum öðrum fræði-
greinum. Otal vefsíður eru helgaðar ættfræði, og
skulu hér aðeins nefnd tvö dæmi, Islenski Ættfræði-
vefurinn - The Icelandic GenWeb (slóðin er:
www.itn.is/~halfdan/aett/aettvef.htm) og
Ættfræðivefur Mormóna - FamilySearch (slóðin
er: www.familysearch.com). Hvet ég áhugasama
eindregið til að kynna sér þessar vefsíður.
Lokaorð
Ályktun mín af öllu því, sem að framan hefur verið
rakið, er óhjákvæmilega sú, að ættfræðin hefur aldrei
staðið í meiri blóma en einmitt nú.
Látnir félagar 1999-2001
Á síðustu þremur starfsárum 1999-2001 létust 14 félagar, sem ekki hefur verið gerð grein fyrir áður, þar
af einn 1999, 7 árið 2000 og 6 árið 2001 eftir því sem stjórnin hefur komist næst, kannski fleiri, án þess
að stjórnin hafi fengið spurnir um það.
Þeir eru:
Steinunn Andersen, f.23.6.1926, d.11.12.1999, húsfreyja í Reykjavík
Halldóra Einarsdóttir, f. 21.3.1942, d. 26.8.2000, húsfreyja í Grafarholti í Reykjavík
Bergur Tómasson, f. 5.11.1923, d. 12.9.2000, löggiltur endurskoðandi í Reykjavík
Benedikt Þórður Jakobsson, f. 29.5.1920, d.5.11.2000, verkamaður í Reykjavík
Ari Jónsson, f. 1.5.1921, d.14.10.2000, afgreiðslustjóri í Reykjavík
Jóna Kristín Magnúsdóttir, f. 14.11.1917. d. 29.11.2000, húsfreyja í Reykjavík
Kristinn Guðsteinsson, f. 21.4.1921, d. 7.12.2000, garðyrkjumaður í Reykjavík
Theódór Ólafsson, f. 29.5.1918, d. 27.10.2000, lífeyrisþegi í Reykjavík
Jensína Halldórsdóttir, f. 19.9.1915, d.10.4.2001, fyrverandi skólastjóri
Guðmundur Bjömsson, f. 9.2.1917, d. 10.4.2001, verslunarmaður í Reykjavík
Hreinn Þorsteinn Garðarsson, f. 4.5.1929, d. 7.10.2001, deildarstjóri í Reykjavík
Þorsteinn S.H.Á. Hraundal, f. 12.7.1913, d. 5.6.2001, rakarameistari í Reykjavík
Guðbjörg M. Benediktsdóttir, f. 24.12.1922, d. 24.9.2001, ritari í Reykjavík
Leifur Björnsson, f. 12.7.1929, d. 26.8.2001, setjari í Reykjavík
Á síðasta aðalfundi vottuðu fundarmenn hinum látnu félögum virðingu sína og aðstandendum þeirra
samúð sína með því að rísa úr sætum. /ÓHÓ, ÁJ
http://www.vortex.is/aett
11
aett@vortex.is