Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Blaðsíða 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Blaðsíða 10
Fréttabréf ættfræðifélagsins í mars 2002 Guðmundur Sigurður Jóhannsson: Sauðárkróki Ættfræðin hefur aldrei risið hærra í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins í janúar 2002 er birtur útdráttur úr erindi Odds Friðriks Helgasonar, Staða ogframtíð íslenskrar œttfrœði. Hefst orðræða hans á eftirfarandi fullyrðingu: „Ættfræði á Islandi hefur dottið í djúpa lægð.“ Þessi öfugmæli eru með mikl- um ólíkindum og mun ég nú leitast við að færa rök að hinu gagnstæða. Útgáfa ættfræðirita Einhver besti mælikvarði á stöðu og gengi ættfræðinnar er sívaxandi útgáfa ættfræðirita á ári hverju, sem hver maður getur kynnt sér af eigin raun, þó ekki væri nema með lestri Bókatíðinda, sem Félag Islenskra bókaútgefenda gefur út árlega og sendir inn á hvert heimili í landinu. Koma þar þó ekki öll kurl til grafar, því einnig kemur út jafnt og þétt aragrúi smábæklinga í tengslum við ættarmót, og færist slík útgáfa einnig í vöxt. Líkt og önnur ritverk eru ættfræðirit mismunandi að gæðum, en ef nokkuð er virðist vinnubrögðunum almennt ekki hafa farið aftur á allra síðustu árum. Til dæmis færist í vöxt að sveitarfélög ráði hæfa og vandaða fræðimenn til að rita æviskrár búenda úr viðkomandi héruðum, og er mér þar efst í huga Rangvellingabók (I-II) eftir Valgeir Sigurðsson, svo og Landeyingabók, sem Ragnar Böðvarsson arftaki hans lagði síðustu hönd á með fleiri góðum mönnum. Þá er sú tíð loks að renna upp á Islandi að hæfu fólki séu greidd nokkurn veginn mannsæmandi laun fyrir ættfræðistörf, enda hvorki faginu né sjálfsvirð- ingunni neinn sómi sýndur með því að gefa vinnu sína fyrir ekki neitt. Aðgengi að frumheimildum Eins og allir vita, sem lagt hafa stund á ættfræði af einhverri alvöru, þá er aðgengi að frumheimildum, til dæmis kirkjubókum og manntölum, nauðsynleg forsenda þess að ættfræðiritverk geti orðið vönduð og traust. (Upplýsingar í prentuðum ritum geta stangast á, og er þá nauðsynlegt að rannsaka frumheimildir til að fá skorið úr því hvað er rétt). Frumrit kirkjubóka og manntala er varðveitt í Þjóðskjalasafni Islands í Reykjavík, en þessar heimildir eru líka aðgengilegar á svokölluðum örfilmum (sem brugðið er í þar til gerða lesvél) bæði í Þjóðskjalasafni og í öllum helstu héraðsskjala- söfnum á landsbyggðinni. Einnig færist í vöxt að almenn bókasöfn komi sér upp slíkum heimildakosti. Nægir þar að vísa til greinargerðar míns gamla nágranna Einars Ingimundarsonar, Um fundi œtt- frœðigrúskara á Suðurnesjam, sem birtist í Frétta- bréfi Ættfræðifélagsins í janúar 2002, en þar segir orðrétt: „Er nú meðal annars unnið að því að koma þar [þ.e. í Bókasafni Reykjanesbæjar] upp fyrsta áfanga að skjalasafni á örfilmum (mikrofilmum).“ Ekki má heldur gleyma hinnum gagnmerku útgáfum Ættfræðifélagsins á manntölunum (1801, 1816, 1845 og 1910). íslendingabók Einhver mesti hvalreki á fjörur ættfræðinnar var tilkoma erfðagreiningarfyrirtækjanna Islenskrar erfðagreiningar og Urðar, Verðandi, Skuldar. Þá fyrst rann upp fyrir mönnum að ættfræðin er ekki aðeins tómstundagaman einhverra sérvitringa, heldur einnig Guðmundur Sigurður Jóhannsson Guðmundur Sigurður Jóhannsson er fæddur 15. júlí 1958 í Keflavík. Foreldrar hans eru Guð- mundur Jóhann Guðmundsson húsgagnabólstr- ari og hljóðfæraleikari í Keflavík og Valdís Marín Valdimarsdóttir nú húsmóðir í Bandaríkj- unum. Guðmundur Sigurður ólst upp í Keflavík hjá föðurforeldrum sínum, hjónunum Guðmundi Halldórssyni húsgagnabólstrara og Guðnýju Klöru Lárusdóttur. Hann lauk stúdentsprófi á fornmálasviði frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð vorið 1978 og vann svo lengi ýmis almenn störf til lands og sjávar. Hann kenndi íslensku í Gagnfræðaskóla Keflavíkur haustið 1979 og ættfræði sem valfag í Öldungadeild Fjölbrauta- skólans á Sauðárkróki árin 1986, 1987 og 1989. Réðist til Sögufélags Skagfirðinga árið 1982 og vann lengri og skemmri tíma á ári hverju við ritun Skagfirzkra œviskráa þar til á útmánuðum 2000. Vann einnig frá 1990 að ritverkinu Ættir Austur-Húnvetninga, sem gefið var út haustið 1999. Vann og árin 1990 og 1991 að ættfræðirit- verki fyrir Héraðsskjalasafn Austur-Húnvetn- inga. Auk þessa hafa í blöðum og tímaritum birst eftir hann margar greinar. Guðmundur Sigurður hefur nær eingöngu unnið fræðistörf frá árinu 1990 og liggur eftir hann fjöldi ættatalna í hand- riti. Frá því í júlí 2000 hefur hann starfað að gerð Islendingabókar fyrir Friðrik Skúlason og Islenska erfðagreiningu. Guðmundur Sigurður bjó um þriggja ára skeið með Freyju Auði Guðmundsdóttur, nú húsmóður á Sauðárkróki. Dóttir þeirra er Guðný Klara fædd 7. des. 1990 á Akureyri. Guðmundur Sigurður heldur heimili á Sauðár- króki með ömmu sinni og fósturmóður. http://www.vortex.is/aett 10 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.