Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Blaðsíða 22

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Blaðsíða 22
Fréttabréf ættfræðifélagsins í mars 2002 12. Ættargranskingarfelagið KT-SLEKT Það gladdi stjórn Ættfræðifélagsins að fá fregnir af því að ættfræðifélag, „Ættargranskingarfelagið KT- SLEKT“, hefði verið stofnað hinn 1. febrúar 2001 í Tórshavn (Havn) í Færeyjum. íslendingar og Færeyingar eiga svo margt sameiginlegt, sem tengja þjóðirnar öflugum böndum, ekki hvað síst sterk blóðbönd - forn og ný, enda hafa samskipti þjóðanna verið mikil í tímans rás og verða áfram, svo þarna var um mjög svo spennandi framtak að ræða, sem gagnast getur ættfræðirannsóknum er stundir líða - bæði í Færeyjum svo og á Islandi. Markmið félagsins er að tölvuskrá færeysk mann- töl, þ.e. „at teldutaka fólkateljingar...“ [telda = tölva], sem er bæði metnaðarfullt og stórhuga framtak. I tilefni af stofnun félagsins ákvað stjórn Ættfræðifélagins að færa Ættargranskingarfelaginu KT-SLEKT, að gjöf manntöl, sem Ættfræðifélgið hefur gefið út, þ.e. Manntölin frá 1845 S, V og NA - þrjú bindi; svo og Manntöl 1910 I, II, III og IV - fjögur bindi. Svo og nokkra árganga að Fréttabréfi ÆF. S.l. sumar var einn stjórnarmanna Ættfræði- félagsins, Ragnar Böðvarsson, á ferð í Færeyjum og hitti þar einn eða fleiri stjórnarmanna KT-SLEKT og kom þannig á persónulegum samböndum. Formaður Ættfræðifélagsins brá sér til Færeyja dagana 16. til 19. febrúar 2002 með áðurnefndar bókagjafir og afhenti þær á aðalfundi Ættar- granskingarfelagsins KT-SLEKT, sem haldinn var laugardaginn 16. febrúar2002. Var fróðlegt að fylgjast með aðalfundinum og þeim stórhug sem kom fram hjá fundarmönnum, þar sem þeir á skipulegan hátt hafa skipt með sér verkum við þessa teldutöku. Þá hélt formaður erindi um Ætt- fræðifélagið og það helsta, sem er á döfinni í ætt- fræðistörfum á Islandi, og svaraði síðan fyrirspurn- um fundarmanna. Þakkaði formaður félagsins Goeran Wennerström gjafimar og kveðjur, og bað einnig fyrir kveðjur og þakklæti til Ættfræðifélags- ins með ósk um frekara samstarf í framtíðinni, sem komið er hér með á framfæri og leysti hann út með bókagjöf. Vonandi verður gerð betri grein fyrir þessari ferð í Fréttabréfinu. 13. Fjármál Reikningar félagsins sýna allgóða stöðu fjármála og eigna félagsins. Agúst Jónatansson, gjaldkeri, stend- ur vel að verki og heldur vel um fjárreiður félagsins. Sjá hér síðar í Fréttabréfinu. 14. Stjórnarmenn kveðja Það er nú svo í lífinu að menn koma og fara. Nú verðum við að sjá á bak tveimur stjórnarmönnum - þeim Hauki Hannessyni og Magnúsi Óskari Ingvarssyni, sem um nokkurra ára skeið hafa lagt félaginu lið - aðallega á sviði Fréttabréfsins og lagt þar mikið af mörkum og stuðlað að eflingu þess, sem hefur getið sér góðs orðs. Haukur hætti í varastjóm strax í byrjun starfsárs - hann átti sæti stjórn félagsins þegar frá 1997, varamaður, 1998 meðstjórnandi, 1999 varaformaður, 2000 meðstjórnandi og 2001 sem varamaður í stjórn. Haukur hefur löngum verið aðalmaður við Heimasíðu félagsins, sem hann tók við árið 1997, og mun svo verða áfram. Hann sá og um útgáfu á Félagatali félagsins, sem kom út í júní 2000. Sat og í ritnefnd Fréttabréfsins, sá um umbrot þess og viðskipti við prentsmiðjur. Er það vandasamt verk, sem mikla alúð verður að leggja í. Hafi hann þökk fyrir. Magnús Óskar [MÓI] kom til liðs við stjórn félgsins 1998 sem varamaður, og áfram 1999, árið 2000 varð hann ritari stjórnar en meðstjórnandi 2001. Sat og í ritnefnd Fréttabréfsins og lagði þar drjúga hönd á ritun efnis og útvegun, sem er geysi- mikið verk. Störf hans einkenndust af nákvæmni og samviskusemi. Þá var ekki síður mikilvægt fyrir óreyndan formann að leita til MÓA um ráð, þegar vandasöm málefni skutu upp kollinum. Þá var gott að eiga hann að. Þótt hann segi nú skilið við stjórn félagsins, þá hefur hann heitið því að styðja félagið áfram, t.d. með skrifum í Fréttabréfið; er það fagnaðarefni, ég mun ganga eftir því svona í róleg- heitum. Hafi hann þökk fyrir. Það er sjónarsviptir að sjá á bak þessum félögum úr stjórninni. Þakkaði formaður þeim félögum og óskaði þeim góðs farnaðar á lífsins vegum. Undir þessar þakkir tóku fundarmenn með því að klappa duglega fyrir þeim. 15. Tala félaga Stjórninni telst svo til að tæplega 800 séu skráðir félagar, þar af eru tæplega 600 skuldlausir. Rætt hefur verið um hvernig standa skuli að sendingum Fréttabréfs til skuldugra félaga. Við hvað skal miðað, þegar hætta skal? Nýir félagar 2001: Á síðasta starfsári hafa 25 einstaklingar og 2 stofnanir gengið í félagið. Hœttir félagar 2001: Á síðasta starfsári hafa 20 einstaklingar sagt sig úr félaginu, um helmingur þeirra er um áttrætt - er mikil eftirsjá í þeim. Látnir félagar 1999-2001: Á síðustu starfsárum 1999-2001 létust 14 félagar, sem ekki hefur verið gerð grein fyrir áður, þar af einn 1999,7 árið 2000 og 6 árið 2001 eftir því sem stjórnin hefur komist næst, kannski fleiri, án þess að stjómin hafi fengið spumir um það. Vísast í skrá um Látna félaga 1999-2001 annars staðar í Fréttabréfinu. Ólafur H. Óskarsson, fonnaður http://www.vortex.is/aett 22 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.