Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Blaðsíða 2
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2004
FRETTABREF
0ETTFRÆÐIFÉLAGSINS
Útgefandi:
© Ættfræðifélagið
Ármúla 19, 108 Reykjavrk.
© 588-2450
aett@vortex.is
Heimasíða:
http://www.vortex.is/aett
Ritnefnd Fréttabréfs:
Guðfinna Ragnarsdóttir
© 568-1153
gudfragn@ismennt.is
Ólafur H. Óskarsson
© 553 -0871
oho@li.is
Ragnar Böðvarsson
S 482 - 3728
bolholt@eyjar.is
Umsjónarmaður
Fréttabréfs:
Guðfinna Ragnarsdóttir
Laugateigi 4, 105 Reykjavík
S 568-1153
gudfragn @ ismennt.is
Ábyrgðarmaður:
Ólafur H. Óskarsson
form. Ættfræðifélagsins
© 553-0871
Umbrot:
Þórgunnur Sigurjónsdóttir
Efni sem óskast birt í
blaðinu berist
umsjónarmanni á rafrœnu
formi (tölvupóstur/disketta)
Prentun: Gutenberg
Fréttabréf Ættfræði-
félagsins er prentað í 700
eintökum og sent öllum
skuldlausum félögum. Verð
í lausasölu er 300 kr. Allt
efni sem skrifað er undir
nafni er birt á ábyrgð
höfundar. Annað er á
ábyrgð ritstjórnar.
Pistill eftir Pál Lýðsson:
Heimalands-Mangi og Hús-Mangi
Þann 8. október 1884 fæddist að Miklaholtshelli í Hraungerðishreppi
sveinbarn er var nafnið gefið Oddgeir Magnússon. Foreldrar hans voru
Oddný Sveinsdóttir „í dvöl Hellir, lýsir föður Magnús Magnússon frá
Sölkutóft á Eyrarbakka" eins og segir í kirkjubók.
Oddný Sveinsdóttir var fædd 7. september 1854 að Ölvaðsholti í
Hraungerðishreppi. Foreldrar hennar voru Sveinn bóndi á Vatnsenda,
Ölvaðsholti og Kakkarhjáleigu, f. 13. ágúst 1824 í Stóra-Klofa á Landi,
d. í Traðarholti 3. apríl 1887, Guðmundsson bónda í Klofa og Vatnsenda,
Helgasonar bónda í Klofa, Jónssonar og kona hans, Sæfmna f. 11. ágúst
1825 í Kolsholti, d. 13. júní 1902 í Traðarholti, Ásbjörnsdóttir bónda í
Kolsholti, Sæfinnssonar og konu hans, Guðrúnar Vigfúsdóttur.
Oddný átti fyrst dótturina Jónínu Jónsdóttur, f. í Stokkseyrarsókn
1883. Hún virðist koma að Saurbæ í Villingaholtshreppi árið 1900 frá
Núpi í Holtssókn. Er í Saurbæ árið 1901 í skjóli móður sinnar og vinnandi
eða til gustuka á Hurðarbaki árið 1930. Oddný er í Miklaholtshelli í
Hraungerðishreppi árið 1884 er Oddgeir kemur í heiminn og í Eystri-
Móhúsum árið 1890, vinnukona þar, og ekki með börn sín.
Árið 1893 eða 1894 gerist hún bústýra hjá ekkjumanninum Guðmundi
Jónssyni í Saurbæ í Villingaholtshreppi og eignast með honum bömin:
1. Sigurður f. 11. maí 1895 í Saurbæ, bóndi í Jaðarkoti 1918-1936 d. 4.
júní 1936.
2 Gestrún f. 5. júní 1896 í Saurbæ, d. 17. desember 1896.
Oddný fór að Jaðarkoti til Sigurðar sonar síns árið 1918 og dó þar 4.
desember 1931.
Heimalands-Mangi
Magnús faðir Oddgeirs var frá Heimalandi í Hraungerðishreppi, og fædd-
ur þar. Bjuggu á Heimalandi foreldrar hans, Magnús Jónsson og Rann-
veig Jónsdóttir. Þau gengu í hjónaband 12. júlí 1854.
Rannveig fæddist að Ragnheiðarstöðum 23. apríl 1834 og voru for-
eldrar hennar Jón, f. 29. júní 1803, d. 21. ágúst 1863, Bjarnason frá
Álfhólahjáleigu og Guðfinna, f. 15. júní 1803 í Traustholtshólma, d. í
Sölkutóft 17. júlí 1874, Einarsdóttir bónda í Traustholtshólma, síðar lengi
á Urriðafossi, Magnússonar, en móðir Guðfinnu var Rannveig Jónsdóttir.
Rannveig, kona Magnúsar, dó í Sölkutóft 8. Júlí 1888.
Magnús Jónsson fæddist á Heimalandi 16. október 1824, sonur Jóns
bónda á Heimalandi, f. 1785, d. 21. júní 1845, Jónssonar bónda í Syðri-
Gróf, f. 1748, d. í júní 1807, Magnússonar, en móðir Magnúsar, var
Valgerður, f. 1788 Vigfúsdóttir bónda í Fjalli á Skeiðum, Ófeigssonar og
konu hans Ingibjargar Helgadóttur. Var Valgerður systir Ófeigs ríka í
Fjalli á Skeiðum.
Magnús á Heimalandi bjó þar fyrst í nokkur ár eftir föður sinn. 1859
fluttist hann með konu sinni og börnum að Sölkutóft á Eyrarbakka. Bjó
hann þar lengi og andaðist á Litlu-Háeyri 19. september 1897.
Um Heimalands-Manga er skráður þáttur, eftir Þórð Sigurðsson á
Tannastöðum í Islenskum sagnaþáttum og þjóðsögum Guðna Jónssonar.
Lýsir Þórður Magnúsi, sem, „var bæði mikill og sterkur, en einrænn í
lund og sérkennilegur, vildi ráða sér og gerðum sínum sjálfur og fór sínu
fram.“ Magnús réri á yngri árum sínum suður í Grindavík og fiskaði þar
vel, en tók síðan upp á því að fara norður í land í kaupavinnu á sumrin.
Framhald á bls. 15
http://www.vortex.is/aett
2
aett@vortex.is