Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Blaðsíða 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Blaðsíða 16
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2004 Bjarni Vilhjálmsson, þjóðskjalavörður: Manntalið 1816 Eftirfarandi mjög svo áhugaverða grein um Manntalið 1816 birtist í Tímanum, laugardaginn 14. júlí 1973 Árið 1947 hóf Ættfræðifélagið merkilegt starf með útgáfu 1. heftis af Manntalinu 1816. Komu síðan þrjú hefti til viðbótar á árunum 1951. 1953 og 1959. Utgáfu þessari var hagað í samræmi við þá gömlu hefð, sem tíðkast hefur við röðun ýmissa skjala í þjóðskjalasafni, að verkið hófst í Skeggjastaðasókn í Norður-Múlasýslu, við mörk hinna fornu biskups- dæma og Austfirðinga- og Norðlendingafjórðungs, að fornu of nýju, og síðan haldið suður og vestur um land. Lauk 4. heftinu með Búðardalssókn á Skarðs- strönd, og var verkið þá orðið 624 þétt prentaðar blaðsíður. Af ástæðum, sem hér yrði of langt mál að rekja, lá starfsemi Ættfræðifélagsins og þá um leið útgáfa fyrrgreinds manntals niðri um alllangt árabil. En nú hefur félagið gengið í endurnýjungu lífdaganna, og sjá, árangurinn er þegar kominn í ljós: Fyrir nokkrum dögum kom út 5. hefti af Manntal á íslandi 1816. Heftið er 14 arkir að stærð, og er verkið þar með orðið 848 síður ( 53 arkir). Hefst 5. heftið á Staðarhólssókn í Saurbæ í Dalasýslu, en því lýkur með Goðdalasókn í Skagafirði. Eru þá eftir af manntalinu sóknir í Skagafirði austanverðum, Eyja- firði og Þingeyjarsýslum báðum. Er ætlunin, að þessi síðasti hluti manntalsins komi allur í einu hefti, sem þegar hefur verið unnið mikið að og ætti að geta séð dagsins ljós síðar á þessu ári. Verður verkið þá alls eitthvað nálægt 1100 blað- síðum að stærð. Brot bókarinnar er aðeins minna, en Manntalsins 1703, sem með viðauka, manntalsbrot- inu frá 1729, er 650 blaðsíður að stærð, tvídálka. Manntalið 1816 er hins vegar aðeins eindálka, en mjög þétt prentað og drjúgt lesmál, enda er brotið myndarlegt. Það má vera mikið fagnaðarefni öllum þeim mörgu Islendingum, sem láta sig varða mannfræði og þjóðlegan fróðleik, að nú sér fyrir endann á þess- ari útgáfuverki Ættfræðifélagsins. Láta mun nærri að mannfjöldi á íslandi hafi verið 50 þúsundir árið 1816. Þó að ekki komi allir Islendingar til skila í manntali þessu, og vikið verður að hér á eftir, er þarna mikinn fróðleik að finna, þar eð getið er um stétt og stöðu og fæðingarstað næstum hvers manns, sem nefndur er. Manntalið 1816 er mjög merkilegt verk og hefur mikla sérstöðu meðal íslenskra manntala, hvort sem litið er á geymd þess eða gerð. Öll íslensk aðalmanntöl frá og með 1762 hafa verið skráð á þar til gerð prentuð eyðublöð, sem síð- an hefur verið safnað saman, raðað í landfræðilega röð og bundin inn í bækur. Utan við þessi aðalmann- töl fellur manntalið 1816, sem náði þó í öndverðu yfir allt landið, en á sér raunar allt aðra forsögu, en hin manntölin. I árslok 1812 var gefið út konungsbréf um nýtt fyrirkomulag prestsþjónustubóka og fullkomnari en fram að þeim tíma hafði tíðkast (sjá Lovsamling for Island Vll 446-449). Hafði þó verið viðunanlegt fyrir- komulag á íslenskum kirkjubókum frá 1784 (í Skál- holtsbiskupsdæmi) og 1785 (í Hólabiskupsdæmi). Rúmu ári eftir útgáfu konungsbréfsins, eða hinn 23. mars 1814, sendi Geir biskup Vídalín út umburðarbréf til íslenskra presta, þar sem hann mælti nákvæmlega fyrir um gerð prestsþjónustubókanna. Góðu heilli var þar ákveðið, að prestþjónusmbækur skyldu færðar í tvíriti, annars vegar bók fyrir allt prestskallið (prestakallabók) og hins vegar bók fyrir hveija sókn, svokölluð „djáknabók“ sem meðhjálpari eða forsöngvari átti að varðveita undir umsjá sóknarprests. Hið nýja og endurbætta fyrirkomulag prests- þjónustubóka hefst í mjög mörgum prestaköllum árið 1816, allvíða ekki fyrr en 1817, eða jafnvel næstu ár á eftir. Eitt merkilegasta nýmæli í þessu breytta kirkju- bókhaldi var það, að fremst í hverja djáknabók skyldi vera rituð „tala þess fólks, stand (þ.e. stétt, eða staða á heimili), aldur, samt fæðingarstaður, sem í sókninni er og henni tilheyrir, þegar bókin er byrjuð“ Því miður hafa þessar kirkjubækur, sem hefjast árið 1816, eða næstu ár varðveist misjafnlega. Nokkrar hafa hreinlega glatast, annaðhvort fúnað niður í vondum húsakynnum eða orðið eldi að bráð, en sem betur fer hafa þær flestar varðveist til okkar daga. Sums staðar er þó manntal djáknabókarinnar skert vegna gamals fúa eða horfið með öllu. Manntalið 1816 er fyrsta manntalið á íslandi, sem getur um fæðingarstað fólks, og er þá einmitt komið að því atriði, sem gerir þetta manntal svo dýrmætt, fyrir ættfræðinga. Er óhætt að fullyrða, að fyrir bragðið er margt ljósara um ættir margra manna en annars væri. Regluleg aðalmanntöl hefjast ekki fyrr en 1835, og voru þau tekin á 5 ára fresti til 1860, en úr því yfirleitt á 10 ára fresti til 1960. I þessum aðalmanntölum er ekki getið um http://www.vortex.is/aett 16 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.