Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Blaðsíða 12

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Blaðsíða 12
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2004 hárfagra við Ynglingaættina, en ég sé ekki annað en svo forn heimildarmaður sem Skalla-Grímur afsanni það með lausavísu sinni, „Nú er hersis hefnd“, þar sem hann nefnir liðsmenn Haraldar „Ynglingsbörn“ , en vísuna yrkir hann um 890. Ennfremur hafa menn dregið í efa rétt nöfn á nánustu áum Olafs hvíta. Enginn vafi er á því að Auður djúpúðga hefur vitað hverra manna Ólafur maður hennar var og hún hefði orðið aðhlátursefni ef hún hefði ætlað að ljúga til um ættemi hans til hinnar alþekktu Ynglingaættar. Ég hefi nú farið fáeinum orðum um ættir sem eru eldri en landnám á íslandi. Allt er það yfirgripskennt hjá mér og æðimörgu sleppt, vona ég þó að þessi skrif veiti lesendum einhverja innsýn í ættir þessa tímaskeiðs og minni þá á að þjóðin er eldri en Islandsbyggð. III. Niðjar Skalla-Gríms - Mýramannakyn Mér þykir rétt að fjalla lítillega um einhverja ætt Þjóðveldisins á Islandi. Kannske er það tilviljun að ég vel ætt þeirra Borgarmanna í Mýrasýslu. Fyrir tæpum þremur áratugum hlustaði ég á roskinn mann segja frá því þegar hann, sem yngri maður, var staddur ásamt fáeinum íslenskum skips- félögum sínum á enskri knæpu. Þeir lenda í erjum við miklu fjölmennari hóp þarlendra manna og harð- skeytta. Hann og félagar brutu fæturna undan stól- unum (og borðum?) og notuðu sem barefli og að lyktum ráku þeir flótta „fúlmennanna“ út úr knæp- unni. (En hvernig sem á því stóð varð skipstjórinn að ná í þá á lögreglustöðina morguninn eftir, hvað ég best man). Maður þessi - sem er látinn - var ekki bendlaður við ósannindi og ekki talinn raupsamur. Skallagrínishaugur í Borgarnesi. Þeir feðgar Kveld- Úlfur, Skalla-Grímur og Egill eru á mörkum þess að vera mennskir, stærri og miklu sterkari en aðrir menn, búmenn, smiðir og skáld. Skalla-Grímur er sagður heigður í Skallagrímshaugi. Hann hefur trúlega verið þokkalega að manni en varla fremur en gengur og gerist. Ekki var maðurinn öðrum málsnjallari en þegar hann sagði sögu þessa var eins og yfir hann brygði bjarma. Þegar ég hlust- aði á hann, sá ég fyrir mér sjálfan Egil Skalla- Grímsson segja sögu sína og ég áttaði mig á því að upphaf Egilssögu voru frásagnir Egils sjálfs. I 78. kafla Egilssögu segir hve Agli þótti skemmtilegt að tala við Einar skálaglamm og ennfremur, „Einar spurði....Egil að þeim tíðindum, er fyrr höfðu gjörst um ferðir Egils og stórvirki hans, en það tal þótti Agli gott“. Fleiri en Einar hafa hlýtt á stílfærðar frásagnir Egils og þessum frásögnum hafa afkom- endur Egils sagt hverri nýrri kynslóð. Þeir feðgar Kveld-Úlfur, Skalla-Grímur, Egill eru á mörkum þess að vera „mennskir“, stærri og miklu sterkari en aðrir menn, búmenn hinir bestu, smiðir og skáld. Meðal afkomenda Skalla-Gríms eru þekktir vopnhæfnismenn: Bjöm Hítdælakappi var dóttur- dóttur-sonur Skalla-Gríms, Kjartan Ólafsson (sá er sundið þreytti við Ólaf konung Tryggvason) var sonur Þorgerðar Egilsdóttur og Víga-Barði var dóttursonur Þorgerðar. Þá var Skúli sonur Þorsteins Egilssonar lengi í víkingaferðum erlendis. Annað einkenni þeirra Mýramanna var skáldskapurinn en sjálfur var Egill eitt mesta skáld sinnar tíðar. Af honum var kominn Einar skáld Skúlason en eftir Einar er mikill kveðskapur m.a. helgikvæðið „Geisli" er hann flutti Noregskonungum í Niðarós- dómkirkju árið 1153. Nú skal tilgreina hvar ættir verða raktar frá Agli Skalla-Grímssyni til seinnitíma fólks. A)Bera Egilsdóttir var formóðir Hítardalsættar og þar með Herdísar konu Páls Jónssonar biskups d. 1211 og móðir Lofts biskupssonar er bjó á Borg um miðja 13. öld. Bera var líka formóðir Val- gerðar konu Narfa Snorrasonar á Skarði á Skarðs- strönd d. 1284 (Skarðveriaætt. sem af var Loftur hinn ríki Guttormsson d. 1432). Ennfremur var Bera formóðir Skógveriaættar undir Eyjafjöllum. BjÞorgerður Egilsdóttir kona Ólafs pá í Hjarðar- holti. Dóttir þeirra var Þorbjörg dygra skömngs- kona og skáld í Vatnsfirði, móðir Ingveldar formóður Skarðveriaættarinnar. Sonur Þorbjargar var Kjartan í Vatnsfirði, faðir Þorvalds, föður Þórðar skálds, föður Snorra, föður Þorvaldar Vatnsfirðings d. 1228 tengdasonar Snorra Sturlu- sonar. Af Þorvaldi eru komnir síðari tíma Vatns- firðingar. CjÞorsteinn Egilsson goðorðsmaður á Borg f. um 940. Hann átti 12 nafngreind börn og meðal þeirra eru: 1. Helga hin fagra er þeir deildu um Gunnlaugur ormstunga og Skáld-Hrafn. Fornar ættartölur rekja ætt frá henni í karllegg til Svalbarðsættar- http://www.vortex.is/aett 12 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.