Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Blaðsíða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Blaðsíða 8
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2004 Það er alkunnugt, að Helga Magnúsdóttir hús- freyja í Bræðratungu reyndist Ragnheiði biskups- dóttur vel í vandræðum hennar. Þær Helga og Ragn- heiður voru frændkonur, eins og nú skal greina: I. Páll Jónsson (Staðarhóls Páll) sýslumaður, skáld. d. 1598. ~ Helga Aradóttir lögmanns Jónssonar. 1. Ragnheiður Pálsdóttir. ~ Sveinn Símonarson prestur Holti. 2. Brynjólfur Sveinsson biskup. f. 1605 d. 1675. ~ Margrét Halldórsdóttir 3. Ragnheiður Brynjólfsdóttir. f. 1641. Páll Jónsson ~ Helga Aradóttir. Elín Pálsdóttir. ~ Bjöm Benediktsson sýslumaður. 1. Magnús Björnsson lögmaður Munkaþverá. f. 1595 d. 1662. ~ Guðrún Gísladóttir lögmanns syðra Þórðar- sonar. 2. Helga Magnúsdóttir hfr. Bræðratungu. f. 1623. H. Benedikt Halldórsson sýsluinaður Vaðlasýslu f. 1534. d. 1604. ~ Valgerður Björnsdóttir, bónda Æsustöðum Eyjafirði, Þorvaldssonar. 1. Þórunn Benediktsdóttir. ~ Olafur Jónsson klausturhaldari Möðruvöllum. 2. Halldór Ólafsson lögmaður nyrðra. d. 1638. ~ Halldóra Jónsdóttir, sýslumanns Holtastöðum svo Grund, Björnssonar. 3. Margrét Halldórsdóttir biskupsfrú. f. 1615 d. 1670. ~ Brynjólfur Sveinsson. 4. Ragnheiður Brynjólfsdótttir. Benedikt Halldórsson sýslumaður. ~ Valgerður Björnsdóttir. 1. Björn Benediktsson klausturhaldari Munka- Þverá, sýslumaður. f. 1561 d. 1617. ~ Elín Pálsdóttir (Staðarhóls-Páls) f. 1571 d. 1638. 2. Magnús Bjömsson lögmaður. ~ Guðrún Gísladóttir lögmanns Þórðarsonar. 3. Helga Magnúsdóttir. Síra Halldóri Daðasyni í Hruna barst svohljóðandi bréf: Salutem et officia. Heiðarlegi kennimann, elskulegi vin, sira Halldór Daðason, með beztu farsœldar óskum og alúðar þakklœti fyrir það góða er mér auðsýnt hafið, hvort ég gjarnan til góðrar þóknunar forþéna vil, eftir umkomulitlu megni. Sé yður vitanlegt, að heiðarlegi kennimann sira Ami Halldórsson víkur nú héðan í góðu leyfi, með sínum vilja og beggja okkar samþykki, til að þjóna yður íyðar aldurdómi og veikleika, sem tilbcerilegt er, uppfrá því þér þutfið aðstoðar manns á annað borð, bœði yðar eigin útréttinga og svo sóknanna vegna, með því mér sýnist og hentara að vík sé á milli vina, þar verða má annars í daglegri umgegni að vorir hannar megi óþolinmœðis orð upp vekja, hver þá um sinnsakir megi líðast, þá kunni þó til að bera að svíði eða sárni um síðir, þar svo náskyldir eiga í hlut. Vilda ég því fyrir slíkt tilefni stemmt hafa fyrri í bekknum en ánni, hvað ég bið yður mér til góðs og vorkunnar að virða. En ei veit ég sira Árna í neinu við mig eða mína sakaðan, heldur hefur hann látið ámerkja sem honum hafi þótt þetta vort mótlœti ilt og ómaklegt, engu síður en hver annar þeirra œttmanna. Því mun ég honum og óska alls góðs, viljandi hann svo þar sem hér til hins bezta promovera, í því sem ég kann og má honum til þénustu vera, með því móti að ég vona og treysti, að hann muni góðri tryggð og hollustu við oss framhalda. Biðjandi yðar kærleika þetta svo einfalt vel að virða. Etc. Skálholti Anno 1662 21. Julii. Brynjólfur SS R eh. (Skálholt II bls. 200-201) Heimildir: Bogi Benediktsson: Sýslumannaævir Páll Eggert Olason: íslenzkar æviskrár Einar Bjarnason: Lögréttumannatal Valgeir Sigurðsson: Rangvellingabók Brynjólfur Sveinsson biskup: Bréfabækur handrit í Lands- bókasafni Jón Espólín: Ættartölubækur ljósprentaðar Guðmundur Kamban: Skálholt, heimildaskáldsaga 4 bindi. Rvík 1930- 1935 Annarra heimilda er getið í texta. Framhald þáttarins mun væntanlega birtast síðar í Fréttabréfinu. Til sölu Eftirtaldar ættfræðibækur eru til sölu hjá undir- rituðum: Vestur-íslenskar æviskrár 1. bindi Hjarðarfellsætt Niðjatal Páls Breckmanns Ingvar Bjarnason, sími 55 31229 http://www.vortex.is/aett 8 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.