Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Blaðsíða 21

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Blaðsíða 21
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2004 má við bæta að við ræðum um allt sem mönnum kemur til hugar og snertir ættfræði, ræðum um ætt- fræðibækur og um uppsetningu þeirra, á tveimur fundum ræddum við um Islendingabók eftir að hún kom á netið. Frá þessum fundum er alltaf skýrt í Suðurnesjadálki Morgunblaðsins, venjulega í laugar- dagsblaðinu næstan á undan fundi. Við höfum að undanteknum fyrsta starfsvetri haldið fyrsta fund fyrsta mánudag í október og síðasta fund fyrsta mánudag í maí. Um þetta er ekki mikið meira að segja og ef einhver vill spyrja frekar út í þetta þá mun ég reyna að svara því. Þar sem í auglýsingu um þennan fund er gert ráð fyrir að rætt sé um ýmislegt fleira en ættfræðiáhuga Hafnfirðinga og Suðurnesjamanna, þá ætla ég að koma á framfæri og til umræðu eftirfarandi: 1. Mér finnst hlutur kvenna ekki meðhöndlaður á sama hátt og karla í mörgum ættfræðibókum. Það heyrir t.d. til undantekninga að getið sé um starfs- heiti kvenna. Eg opnaði Víkingslækjarætt I bls. 31 af handahófi og þar stendur eftirfarandi: „Þórunn Úlfarsdóttir, f. 31. jan. 1903 í Fljótsdal,- 5. nóv. 1925, Björn Haraldur bflstjóri í Reykjavík, f. 19. júní 1899, d. 19. jan. 1931, Sigfússon á Brekku í Svarfaðardal, f. 22. sept. 1871, drukkn- aði 12. maí 1904, Björnssonar í Ytra-Garðshorni, f. 20. nóv. 1831, Jónssonar í Botni í Þorgeirsfirði, f. 19. ágúst 1794, d. 7. jan. 1837, Jónssonar „stamps“ á Klúkum og víðar, f. 1744, Þórðarsonar í Eyrarsveit á Snæfellsnesi". Þarna er ekki getið um að Bjöm Haraldur hafi átt móður, en karlleggurinn rakinn afturundir 1600. Þarna er því um mikla mismunun að ræða og ekki tekið mið af því sem að einn merkur maður sagði: Er ekki kvenleggurinn tryggari? 2. I annari ættfræði bók, Longætt, er eftirfarandi skráð: „Guðfinna Sigfúsdóttir frá Fannardal giftist ekki og var lengst af vinnukona í Norðfirði, fyrst hjá foreldmm sínum í Fannardal til 1848, á Orms- stöðum 1848-50, í Seldal 1850-51 og í Sandvíkur- seli 1851-52. Þar gerðist hún full nærgöngul nv kvæntum húsbónda sínum. Davíð Jónssvni (f. 1822) frá Viðfirði, en síðar bónda á Grænanesi, og eignaðist með honum son hinn 24. júní 1852. Hann var skírður Davíð og mun hafa alist upp í Fannardal. Þar var hann í vinnumennsku ásamt Sigríði Ofeigsdóttur frá Hofí í Norðfirði, þegar þau giftust 8. okt. 1876. Þau munu hafa búið um tíma í Neðri-Skálateigi og á Hofi, en þaðan sigldi Davíð vestur um haf 1901 og lést þar 28. mars 1938.“ Þama er um fullyrðingu að ræða, sem ég veit ekki hvernig hægt er standa við, því eftir því sem ég best veit þá eru yfirleitt betri heimildir til um fæðingu, en getnað. Um annað í þessum kafla er notað: mun hafa alist upp, munu hafa búið. En um búsetu eru til mun betri heimildir, heldur en hvar og hvenær fólk hafði samfarir og að frumkvæði hvers. 3. Þá vil ég að endingu gera fyrirspum til mér fróðari manna hér á fundinum: Hvemig á að meðhöndla ættleiðingar í ættfræði- skráningu? Mér sýnist allur gangur á því hvemig slíkt er meðhöndlað, í sumum tilfellum er ekkert getið um slfkt, viðkomandi er bara skráður bam kjörforeldra sinna án þess að getið sé blóðforeldra. Því endurtek ég spuminguna: Hvemig á að meðhöndla ættleiðingar? „Út er komin bókin Guðríðarætt, sem er niðjatal Guðríðar Hannesdóttur, en Hólmfríður Gísladóttir er höfundur bókarinnar. Guðríður Hannesdóttir var frá Hrólfskálakoti á Seltjamarnesi. Niðjar hennar eru flestir á Snæfellsnesi og á höfuðborgarsvæðinu. í bókinni eru nokkrar mannalýsingar og um 1.100 mannamyndir. Hólmfríður Gísladóttir og eiginmaður hennar, Eggert Thorberg Kjartansson, hafa stundað ættfræði um langt skeið og komið að útgáfu nokkurra ættfræðirita. Hólmfríður var formaður Ættfræðifélagsins í átta ár. Það er félag í eigu þeirra hjóna Nörlur ehf, sem gefur bókina út. Bókin er 471 bls. í fallegu bandi og prentuð í Odda hf. Nánari upplýsingar er hægt að fá á vefsíðunni, www.norlur.net. þar er og hægt að senda tölvupóst á norlur@norlur.net. Bókin er til sölu hjá þeim hjónum og hægt að panta í síma 557-4689 og 821-1844“ http://www.vortex.is/aett 21 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.