Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Blaðsíða 19

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Blaðsíða 19
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2004 Nanna Jónsdóttir og Anna Sigríður Einarsdóttir í ættfræðispjalli, en Anna Sigríður hefur verið drif- fjöðrin í starfi Ættfræðiklúbbs Hafnarfjarðar. að hafa í hópnum ættfræðisnillinginn Magnús Haraldsson. Hópurinn hefur starfað í eitt ár. Hörður segist sjálfur mikið nota Mormónaskrárnar sem hann hefur gert aðgengilegar á ýmsan hátt og sagði að það væri sjálfsagt að veita öðnim aðgang að þeirri vinnu. Svipuð starfsemi ættfræðihóps er í gangi í Kefla- vík og skýrði Einar Ingimundarson frá því. (sjá grein hér á næstu opnu). DIS - hvað er það? Og svo var komið að því sem er hvað mest spennandi í starfseminni í dag en það er það sem á norðurlandamálunum er kallað DIS. Það snýst um að almennir félagar og aðrir áhugasamir tölvutaki allar frumheimildir - hvorki meira né minna - undir stjórn Þjóðskjalasafnanna. Þessi vinna er í fullum gangi á hinum Norðurlöndunum. Þórður Tyrfingsson heim- sótti Danmörku nýlega og kynnti sér DlS-málin hjá þeim. Þar sitja 500 manns við að tölvuskrá öll mann- töl frá 1771-1921. Þessu er svo dreift strax út á netið svo það sé aðgengilegt öllum, en til að byrja með án ábyrgðar. Hægt er að fá útprentun á ömtum og sókn- um. Síðan er gerður samanburður á innslættinum og frumheimildunum áður en þessu er endanlega dreift á netið. Allri stafsetningu er fylgt nákvæmlega og frá því skýrt ef eitthvað er óljóst. Það eru skjalasöfnin sem deila út ákveðnum sóknum eða tímabilum til hvers og eins. Verkefnið á að ná bæði yfir manntöl og kirkjubækur. Unnið er í ákveðnu forriti sem hægt er að nálgast á netinu og vinnubrögðin eru stöðluð. Námskeið eru haldin tvisvar á ári fyrir þá sem vilja taka þátt. Þessi starfsemi hefur verið í gangi í Dan- mörku frá 1993. Ættfræðifélagið hefur mikinn áhuga á að koma á slíku starfi hér á landi og hefur átt fund með full- trúum Þjóðskjalasafnsins um málið. Það þarf vart að undirstrika hversu ómetanlegt það væri að fá öll frumgögn á aðgengilegt og læsilegt form. Guðfinna Ragnarsdóttir sagði að skynsamlegt gæti væri að hafa samvinnu við áttthagafélögin við DIS vinnuna. Þar þekktu menn til staðhátta, nafna og sögu betur en ókunnugir. Þannig væri bæði hægt að virkja fleiri félaga og fá fleiri félaga til starfa. Breyttir tímar Olafur H. Oskarsson undirstrikaði að við stæðum nú andspænis breyttum tímum. Tölvan væri komin til að vera og færði mönnum óendanlega mikla hagræð- ingu. Mun auðveldara væri einnig að hafa samband og samvinnu við aðrar þjóðir og tók DlS-verkefnið sem dæmi. Komið hefði til tals að halda hér norrænt Ættfræðiþing á næstu árum. Guðfinna Ragnarsdóttir sagðist hafa áhyggjur af dræmri fundarsókn á félagsfundina. Þangað kæmu fyrirlesarar með mikinn fróðleik og legðu í þetta mikla vinnu, en oft væri fámennt á fundunum. Ef til vill létu menn sér nægja að lesa fyrirlestrana í blaðinu. A Opnu húsi í Armúlanum væri að vísu alltaf slangur fólks og mjög góð stemning, en Guðfinna lýsti eftir meiri virkni, meiri þátttöku í starfinu og góðum Hulda Dóra Jóhannsdóttir kannar ættartengslin hjá félögunum í Ættfræðiklúbbi Hafnarfjarðar. Lilja Oliversdóttir fylgist með. hugmyndum um aukið starf. Tilkoma íslendingabókar hefði breytt miklu, menn hefðu nú aðgang að ættum sínum en það væri svo ótal margt sem hægt væri að fjalla um varðandi ættfræðina, og innan vébanda Ættfræðifélagsins væri samankominn óendanlegur fróðleiksbanki sem fleiri ættu að nýta sér. Þetta fjöruga, fróðlega og frjóa ættfræðispjall hélt svo áfram þar til nálgaðist miðnætti og gæddu fundarmenn sér á nýbökuðum pönnukökum og jólakökum og nutu samvistanna. Guðfinna Ragnarsdóttir Ættfræðiklúbbur Hafnarfjarðar hittist kl. 19:00 fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði í sal Bóka- safnsins í Hafnarfirði. Gengið er inn um aðaldyr safnsins ef menn koma fyrir kl. 19 en þá lokar safnið. Annars er gengið inn bakatil niður tröpp- urnar Austurgötumegin. Allir eru velkomnir. http ://w w w. vortex. is/aett 19 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.