Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Blaðsíða 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Blaðsíða 10
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2004 ekki hafi verið skráð rit (þ.m.t. um ættfræði) sem nú eru glötuð. Við vitum ekki hvað kann að hafa eyði- lagst þegar klaustrunum var „rústað“ af siðaskipta- mönnum (um 1550) og ekki vitum við nákvæmlega hvað brann í Kaupmannahöfn 1728, né hvað fór í sjóinn á leið til Danmerkur. Uppúr siðaskiptatímanum taka menn þó á ný að setja saman ættfræðirit eins og ættartölu Jóns bisk- ups Arasonar (e.t.v. skráð af Sigurði syni hans 1580- 1590) og um svipað leyti tekur Magnús prúði sýslu- maður (d.1591) saman almennt ættfræðirit. Síðan þá hefur ættfræðiritun ekki fallið niður með þjóð okkar en margar nútímaættir verða þó ekki raktar lengra aftur í karllegg en til manntalsins 1703 og nokkuð er um, að ekki er einusinni hægt að rekja ættir fólks það langt aftur. Svo ég nefni enn þetta erfiða tímabil ca. 1300- 1500 þá eru til nokkrir annálar er geta manna og atburða frá þessu tímaskeiði og ennfremur óhemju magn bréfa sem hafa verið prentuð í „Hinu íslenska fornbréfasafni“ (Dipl. Isl. I-XVI). Með nákvæmum lestri fornbréfanna hafa menn í stöku tilvikum - og með nokkurri vissu - getað tengt saman ættir siða- skiptatímans og ættir Sturlungatímabilsins. Eg nefni nú aftur Landnámabók en hún rekur í sumurn tilvikum ættir landnámsmanna í nokkra ætt- liði aftur í tímann. Þetta er ættrakning sem niðjar landnemanna lærðu hver af öðrum og upplýstu að lokum samantektarmenn „Frumlandnámu" þar um. Það liggur í augum uppi að vart gátu aðrir gerst land- námsmenn á Islandi en þeir sem voru svo vel efnaðir að þeir áttu skip, eitt eða fleiri og höfðu í sinni þjón- ustu fáeina tugi manna sem kunnu til allra verka bæði til sjós og lands. Slíkir menn voru af ætt hölda, hersa, jarla og konunga eða báru þessar nafnbætur sjálfir. Kemur þetta vel heim og saman við ættrakn- ingar Landnámabókar, sem ég tel hinar traustustu varðandi uppruna Islendinga, enda voru landnemarn- ir of þekktir meðal samtíðarmanna sinna til að geta logið einhverju til um uppruna sinn og þeir hefðu brugðist ókvæða við ef einhverjir hefðu ætlað að segja þá verr eða betur ættaða en þeir voru. (Það er sem ég sjái fyrir mér hvernig Skalla-Grímur gamli á Borg hefði brugðist við slíkri orðleysu). Hins vegar kann að leika einhver vafi á réttri ættfærslu allra þeirra kvenna sem voru frá Bretlandseyjum og sögð- ust vera konungaættar. Skyldu þær ekki hafa orðið þreyttar á stagli manna sinna um ættrakninguna til norrænna konunga, lá þá ekki beint við hjá þeim að segjast vera herteknar konungsdætur, svo þær og börn þeirra væru ekki verr ættuð en annarra kvenna börn manna þeirra (sbr. Melkorka móðir Kjartans Olafssonar)? Hins vegar skulu menn vera varkárir í fullyrðingu um slíka rangfærslu, því skv. írskum samtímaheimildum þá gerðu írskir konungar - vegna innbyrðis deilna - samninga/ bandalög við norræna sæfarendur og herkonunga og hví skyldi hluti samn- ings ekki geta verið sá að „gefa“ þeim dætur sínar. II. Um 870 töldu flestir konungbornir menn í Norður- álfu ættir sínar til mikils ættflokkahöfðingja er hefði komið austan úr Asíu (Kákasuslöndum?) - með viðkomu í Þýskalandi - og sest að við Uppsali í Svíþjóð, nærri upphafi okkar tímatals og nefndu þeir hann Oðinn (Wodan I). Mjög var litið upp til ættgöfgi þessara konungbornu manna og sjálfir leyndu þeir ekki ættarhroka sínum, sbr. Orð Helga (Oleg I) Garðakonungs um 882 er hann segir:“Þið eruð eigi konungbornir, en ég er konungborinn" (Víkingasaga J.J. bls 67). Við íslendingar getum svo rakið ættir okkar til eftirfarandi konungsætta í Norðurálfu: 1) Konungsætt Engil-Saxa Þeir töldu ætt sína til Wecta (er Snorri Sturluson nefnir Vegdag konung Saxa í Þýskalandi) sonar Oðins. (Aðrir nefna hann Boeldoeg). Ættin er rakin í gegnum Hengist er stýrði innrás Saxa í Bretland árið 449 e.Kr. og til Egberts af Wessex d. 839 er sameinaði allt England undir sína stjórn. Ekki þekki ég þá nafnarunu alla og ef einhver lesandi Fréttabréfsins hefur hana undir höndum, þá þæði ég að sjá hana á prenti. Helga kona Ketilbjamar hins gamla landnámsmanns á Mosfelli er sögð dótturdóttir Játmundar hins helga „Englandskonungs" (þ.e. Eadmunds kon- ungs í Austur-Anglíu sem líflátinn var um 870) - þeirra afkomendur er hin þekkta Haukdælaætt. Játmundur hlýtur að hafa verið af Engil-Saxn- esku konungsættinni en ekki kann ég að rekja það. 2) Konungsætt fra Irar höfðu lengi skráð ýmsan fróðleik á bækur. Konungaættir sínar rekja þeir samfellt a.m.k. til tímabilsins 700-600 f.Kr. Þeir telja að einn þess- ara konunga „Heremen" hafi átt fyrir konu „Tamar Tephi“ sem hafi verið dóttir „Zedekia“ Júðakonungs, þess er hrakinn var frá völdum og herleiddur árið 585 f.Kr. Zedekia var 16. ættliður í beinan karllegg frá Salomon (d. 975 f.Kr.) syni Davíðs konungs. (Og til hafa verið þeir menn sem litið hafa á þessa ættfærslu sem sannindi). Við getum á ýmsan hátt rakið ættir okkar til írskra konunga: Kjarval írakonungur átti landnámsmenn meðal barnabarna, eins og t.d. Helga hinn magra í Eyjafirði. Hér mun átt við Kjarval Dungalsson sem varð konungur á S-írlandi árið 842. Þá telja menn að Mýrkjartan afi Kjartans Ólafssonar hafi verið Mýrkjartan Njálsson f. um 900 og hans ætt er auðrakin til hinnar fornu konungsættar íra. Systir Kjartans var Þorbjörg hin digra (sú er bjargaði Gretti Asmundarsyni úr gálganum þegar Vestfirðingar höfðu fært hann í bönd og hugðust hengja hann). Frá Þorbjörgu er auðrakið til Vatns- firðinga á 13. öld. http://www.vortex.is/aett 10 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.