Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Blaðsíða 11
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2004
Uppsalahaugar. Ynglingar -konungsætt Svía - þótti göfugust allra ætta á Norðurlöndum. Höfuðstaður ættarinnar var
Uppsalir í Svíþjóð.
3) Konungsætt Dana (Skjöldungar)
Það gengu ýmsar sögur um danska fornkonunga
eins og Frið-Fróða, Hrólf kraka, Harald hilditönn
og Ragnar loðbrók. Menn röktu ættir þessara
konunga til Skjaldar sonar Oðins. Nokkrir land-
námsmenn röktu ættir sínar til þessara konunga
eins og Helgi magri og Auðunn skökull í Húna-
vatnssýslu.
4) Norskir konungar - Háleygjaætt
Fyrir daga Haraldar hárfagra skiptist Noregur í
u.þ.b. 30 fylki og réði konungur yfir hverju þeirra.
Var talið að þeir væru afkomendur Sæmings sonar
Oðins sem átti að hafa lagt undir sig Noreg. Sumir
íslenskir landnemar röktu ættir sínar til norskra
fylkiskonunga eins og Böðvar hvíti (afi Síðu-
Halls), Þrasi í Skógum, Ævar hinn gamli í Húna-
þingi (forfaðir Hafliða Mássonar) og Úlfur skjálgi
Reykhólum á Barðaströnd, fotfaðir Sturlunga.
Geirmundur heljarskinn konungur af Rogalandi
sætti sig ekki við yfirráð Haraldar hins hárfagra,
sigldi því til Islands og nam land að Skarði á
Skarðsströnd.
Merkustu höfðingjaætt Noregs tel ég vera
Hálevgiaættina. þ.e. ætt Hlaðajarla. Eyvindur
skáldaspillir orti á 10. öld kvæðið Háleygjatal og
er það um Hákon Sigurðsson jarl á Hlöðum í
Þrándheimi f. um 937, d. 995 og taldi þar lang-
feðga hans til Sæmings Oðinssonar (þ.e. í beinan
karllegg). Kvæðið er nú glatað en menn þekkja
ættartöluna. Afi Hákonar var Hákon Grjótgarðs-
son f. um 850. Systir hans Æsa Grjótgarðsdóttir
var móðir Ketilbjarnar landnámsmanns á Mosfelli
og er þaðan auðrakið til Haukdæla og Oddaverja
(íslenskra höfðingjaætta á 13. öld). Bróðurdóttir
Æsu var Rannveig á Ingjaldssandi formóðir
Sturlunga.
Af hinni fomu Háleygjaætt hljóta að hafa verið
Herlaugur og Hrolllaugur konungar í Naumudal,
þegar Haraldur hárfagri hirðir ríki þeirra, þótt það
verði ekki rakið. Af frásögn Heimskringlu má
ætla annan þeirra elliæran og hinn geggjaðan. Sú
skoðun hefur komið fram að Herlaugur hafi verið
faðir Þorkels Naumdælajarls, föður Ketils hængs
landnema á Rangárvöllum.
5) Konungsætt Svía - Ynglingar.
Ætt þessi var mjög þekkt og þótti göfugust allra
ætta á Norðurlöndum. Nálægt aldamótunum 900
eða fyrr orti Þjóðólfur hinn fróði, skáld úr Hvini
kvæðið Ynglingatal og segir hann þar frá 30
mönnum þessarar ættar í beinan karllegg, allt frá
Fjölni syni „guðsins" Freys og var höfuðstaður
ættarinnar Uppsalir í Svíþjóð. Margt hefur verið
ritað um ætt Ynglinganna og fræðimenn, inn-
lendir sem erlendir, telja flestir að flest mæli með
sannleiksgildi ættartölunnar. Þeirrar skoðunar
voru líka menn á Norðurlöndum áður fyrr, ef
marka má orð Arnviðs hins blinda, þau er hann lét
falla á þingi snemma á 11. öld um ætt Ólafs
„sænska" Eiríkssonar Svíakonungs er hann segir,
„Uppsvíaætt er tignust er á Norðurlöndum, því sú
ætt er komin frá goðunum sjálfum." (Heims-
kringla II, 152 (H.Í.F)). Af Ynglingaættinni í
karllegg voru menn eins og Haraldur hárfagri og
Ólafur hvíti herkonungur d. 871, maður Auðar
djúpúðgu. Frá Ólafi hvíta og Auði má rekja á
ýmsa vegu, en af þeim var Ari hinn fróði kominn
í beinan karllegg. Til eru þeir fræðimenn sem
efast um réttmæta tengingu langfeðga Haraldar
http://www.vortex.is/aett
11
aett@vortex.is