Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Blaðsíða 14
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2004
Útilokað er að það geti verið sami maður og
fyrmefndur Halldór Egilsson, svo fremi sem sá
fyrrnefndi var sonur Egils Skúlasonar. Menn telja
því afarlíklegt, að sá síðarnefndi hafi verið sonar-
sonur þess fyrrnefnda. Allir hafi þeir búið á Borg
og verið goðorðsmenn.
Næst vitnum við í ritsafnið Sturlungu, en þar segir
svo: „Maður hét Egill Halldórsson: hann var af
Mýramannalangfeðgum; hann var heimamaður
Snorra...“ Þetta er um árið 1205 þegar Snorri
Sturluson ráðgerir að flytja frá Borg og Egil þenn-
an dreymir Egil Skalla-Grímsson forföður sinn.
Að vera af „Mýramannalangfeðgum“ þýðir á
skýrara nútímamáli, að hann var kominn af Agli
Skalla-Grímssyni í beinan karllegg. Liggur þá
beinast við að ætla að Egill Halldórsson hafi verið
sonur síðastnefnds Halldórs Egilssonar goðorðs-
manns og skv. framanrituðu verði sá karlleggur
rakinn lið fyrir lið til Egils Skalla-Grímssonar.
Eg hef komið hér með þessa langfeðga frá Skúla
Þorsteinssyni til Egils Halldórssonar, til að sýna
hvernig hægt er með haldgóðum rökum að tengja
saman - og fylla inn í - ættartölueyður, sem aldrei
voru skráðar í þeim fornum ritum sem nú eru til.
Það var hins vegar ekki ég sem uppgötvaði þessa
ættrakningu; það var prófessor Ólafur Lárusson
sem gerði það fyrir meira en 60 árum.
Því má við bæta, að tengdasonur þess göfuga
höfðingja, Gissurar Hallssonar lögsögumanns í
Haukadal var Bersi Halldórsson d. 1204. Menn
hafa það almennt fyrir satt, að hann væri sonur
Halldórs Egilssonar goðorðsmanns og þá bróðir
Egils „draummanns“. Sonur Bersa var Teitur
biskupsefni er andaðist í vígsluför 1214.
Áður en Snorri Sturluson flytur að Borg býr þar
tengdafaðir hans Bersi hinn auðgi Vermundsson
(d. 1202). Ég tel fullvíst, að annaðhvort Bersi hinn
auðgi eða kona hans Hróðný Þórðardóttir hafi
verið af þessum ættliðum sem hér hafa verið raktir
frá Skúla Þorsteinssyni. E.t.v. voru þeir bræðra-
synir Bersi Halldórsson og Bersi hinn auðgi?
Einkabarn Bersa hins auðga og Hróðnýjar var
Herdís Bersadóttir. Svo virðist sem Snorri Sturlu-
son, sem þá var félaus maður, hafi kvænst Herdísi
til fjár. Ekki eirði Snorri á Borg lengur en fjögur
ár og fluttist að Reykholti án Herdísar. Tvö börn
eignuðust Snoiri og Herdís:
a) Dótturina Hallberu. Hún var vanheil á líkama
og að því er virðist ekki sálarheil. Þó var hún
látin giftast tvisvar. Þessi raunastúlka andaðist
barnlaus hjá móður sinni heima á Borg sumarið
1231.
b) Soninn Jón murt. Hann var seinþroska, en
„þroskaðist vel“ síðar. Hann virðist hafa verið
vel til höfðingja fallinn og hafði verið látinn
þjálfast í að beita íslenskum lögum á Alþingi.
Þar sem Jón var eini skilgetni sonur Snorra
Sturlusonar var hann fyrstur að erfð, að völdum
og auðæfum föður síns, skv. þágildandi
íslenskum (Grágásar-) lögum. Menn gátu því
ætlað að hann yrði síðar einn af auðugustu og
valdamestu höfðingjum landsins. Þegar Jón var
26 vetra gamall (1229) fór hann í „fússi“ til
Noregs, eftir að faðir hans studdi hann ekki til
kvonbæna og neitaði honum um jörðina Staf-
holt til búsetu. Nótt eina kom Jón drukkinn úr
veislu Hákonar Noregskonungs og lenti þá í
Útsýni frá Borg á Mýrum. Afkomendur Egils Skalla-Grímssonar bjuggu óslitið á Borg á Mýrum í 342 ár.
http://www.vortex.is/aett
14
aett@vortex.is