Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Blaðsíða 17

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Blaðsíða 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2004 fæðingarstað fólks, fyrr en í aðalmanntalinu 1845, og má af því marka, hvað fyrirkomulag manntalsins 1816 hefur verið mikið á undan sínum tíma. Til aðalmanntala getur það þó ekki talist, vegna þess að það er ekki alls staðar tekið samtímis. Það er því engin furða, þó að Ættfræðingafélagið léti það verða sitt fyrsta verk að ráðast í útgáfu Manntalsins 1816. Enda þótt á þessu manntali séu nokkrir meinbugir, bæði fáeinar ávantanir og dálítið af endurtekningum, vegna þess að manntalið er ekki allt frá sama tíma, eins og að framan segir, tel ég þetta upphaf á útgáfu Ættfræðifélagsins, hafi verið hyggilega ráðið. Raunar hefði varla annað manntal komið til greina, en manntalið 1801, sem er fyrsta óskerta Þjóðarmanntalið eftir 1703, að vísu ekki allt tekið á sama tíma, en á að vera miðað við ákveðinn dag 1. feb.1801. Þó að manntalið 1801 tilgreini ekki fæðingastað fólks, hefur það ýmislegt sér til ágætis. t.d. er þess getið þar um alla, sem í hjúskap lifa eða hafa lifað, hversu oft þeir hafi stofnað til hjúskapar. Hlýtur það af skiljanlegum ástæðum að auðvelda ættfræðingum eftirgrennslanir um uppruna fólks. I fyrri heftum manntalsins 1816, var stundum brugðið á það ráð, þegar manntalið í djáknabókunum vantaði í einhverri sókn, að endurgera manntalið eftir öðrum tiltækum heimildum og prenta með breyttu letri. Þessi aðferð, hefur reynst ærið viðsjál, og hefur því verið horfíð frá henni í þessu síðasta hefti. Hins vegar hefur þess í stað, stundum verið tekið sóknarmanntal, ef til hefur verið frá svipuðum tíma. Ef ástæður hafa leyft, hefur þá verið aflað vitneskju um fæðingarstað og dag manna, eftir því sem unnt hefur verið eftir eldri kirkjubókum, þar sem þeim er til að dreifa. Kemur það vitanlega í góðar þarfir. Ymsir góðir menn hafa lagt hönd á útgáfu þessa heftis, en ég hygg að á engann sé hallað, þó þess sé getið hér, að hitann og þungann af útgáfustarfinu hafi borið Jóhann Gunnar Olafsson fyrrum bæjarfógeti og Einar Bjamason prófessor. Prentverkið er sem fyrr unnið í Hólum. Sölu og dreifingu þessa heftis annast Bókaverslun Stefáns Stefánssonar á Laugaveg 8. Hjá honum má einnig fá eldri hefti. Hyggnir bókamenn ættu ekki að láta það dragast lengi að verða sér út um þau, ef þeir hafa ekki þegar eignast þau, því að mjög er nú gengið á hið tak- markaði upplag fyrri heftanna. Hér má þess geta, að manntöl yfirleitt eru ekki eingöngu gagnleg ættfræð- ingum og þeim, sem hafa áhuga á persónusögu, heldur eru þau einnig merkileg hagsöguleg heimild. Það er svo ósk mín og von, að verki þessu verði sem fyrst lokið, svo að Ættfræðifélaginu verði kleift að ráðast í fleiri verkefni. Að mínu vitu ætti eitt af þeim fyrstu að vera útgáfa manntalsins 1801. Reykjavík 12. júlí 1973 Faðir minn dó barnlaus Áhugi manna á ættfræði á sér ýmsar ástæður. Eyjólfur Ragnar Eyjólfsson skýrir hér í skemmtilegri frásögn frá því hvað varð til þess að hann fór að grúska í ættum sínum. Eg var staddur á bænum Breiðavaði í Eiðaþinghá í byijun júlímánaðar 1981 og rakst þar á Ættir Aust- firðinga. Eg fór að gamni mínu að leita að nafni föður míns. Þegar ég fann það brá mér heldur en ekki í brún því þar stóð: Eyjólfur Gíslason, f. 1880 í Hleinagerði í Eiðaþinghá. Dáinn ókvæntur og bam- laus. En þarna hafði höfundunum heldur betur orðið á í messunni og þeir ekki unnið heimavinnuna sína þótt þessi fullyrðing væri að sumu leyti rétt. En á henni voru þó skýringar. Móðir mín og faðir voru opinberlega trúlofuð og ætluðu að ganga í það heil- aga þegar hann kæmi í land næst, en í staðinn fyrir að ganga upp að altarinu var hann borinn helsjúkur upp á Franska spítalann í Reykjavík, þar sem hann dó úr lungnabólgu nokkrum dögum síðar. Aftur á móti bar móðir mín ávöxt ástar þeirra undir belti, sem var ég. Og nú sat ég þama á rúmstokknum á Breiðavaði og vissi lítið í minn haus. Var ég til eða var ég ekki til? Og þarna á rúmstokknum duttu mér eftirfarandi hendingar í hug: A brattann hefég gengið í gegnum þetta líf galla þess og kosti óðfús kannað. Drukkið meira en lítið og daðrað oft við víf og drepið niður fingri í eitt og annað. En svo þegar að lokum lífið skil ég við, og Ijósbrot verða tínd sem ég var gœddur. Ættfrœðin hún segir, það sýnist á því bið, því samkvœmt henni var ég ekki fœddur. Mér skrítið finnst að hafa fundið bœði ís og yl, ástúð þessa heims og kaldar strokur, en lesa svo á blöðum að ég sé ekki til, eftir nœrri sjötíu ára hokur! Eyjólfur Ragnar Eyjólfsson http://www.vortex.is/aett 17 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.